Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. janúar 1985 Islandsmótið í knattspymu innanhúss: KS fór upp í fyrstu deild KS tryggði sér um helgina rétt til að leika í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu innan- húss en þá fór keppnin í 2. deild fram í Reykjavík. AIls léku 16 lið í 2. deildinni og komast fjögur þeirra upp í 1. deild að ári. Leikið var í fjórum riðlum og komust sigurvegarar beint í 1. deild en neðstu liðin féllu í 3. deild. í a-riðli sigraði Grótta en UMFN féll, í b-riðli sigraði Sel- foss en Týr féll í 3. deild, í c-riðli unnu Haukar en Afturelding féll og í d-riðli sigraði KS og komst í 1. deild en Árroðinn hafnaði í þessum riðli í neðsta sætinu og féll í 3. deild. KS lék fyrst gegn Þrótti Nes- kaupstað og sigraði 7:2. Síðan léku KS og Ármann og var þar um mikinn hörkuleik að ræða og „Kjarna- gangan“ Ef skíðafæri helst óbreytt næstu daga er áformað að árlega skíðatrimmganga „Kjarnagangan“, fari fram nk. sunnudag og hefst hún kl. 14 í Kjarnaskógi. Þeir sem hafa hug á þátttöku eru vinsamlega beðnir að skrá sig í síma 22722 eða 24047 eða við rásmark á sunnudag. Kjarnagangan er við allra hæfi og er vonast eftir þátttöku trimm- ara á öllum aldri. Allir aldurs- flokkar verða ræstir samtímis, 12 ára og yngri ganga 4,5 km, 13-16 ára ganga 6,7 km, 17-34ra ára ganga 9 km og 35 ára og eldri ganga 6,7 km. Allir sem Ijúka göngunni fá merki göngunnar. Auk þátttöku- merkis gefur Skógræktarfélag Eyfirðinga verðlaun fyrir þrjá bestu í hverjum flokki. Logi Einarsson verður í eldlínunni er KA mætir Þrótti á föstudagskvöldið. Tekst KA að slá Þróttarana út? Ef KA tekst að sigra Þrótt í Bikarkeppni handknattleiks- sambandsins í leik liðanna á föstudagskvöld í íþróttahöll- inni, þá verður að telja mögu- leika liðsins á að komast í 8 liða úrslit keppninnar verulega góða. Það lið sem sigrar i Ieik KA og Þróttar á nefnilega að mæta Selfossi eða Reyni Sand- gerði í 16 liða úrslitum. En fyrst er það leikurinn á föstudagskvöld sem hefst kl. 20 í Höllinni. Sá leikur er geysilega þýðingarmikill og við spurðum Þorleif Ananíasson fyrirliða KA hvernig leikurinn leggöist í hann. „Þetta verður erfiður leikur, það er alveg ljóst," sagði Þor- leifur. „Þróttararnir eru óút- reiknanlegir, eiga ýmist toppleiki eða eru langt niðri svo það getur allt gerst. Þeir hafa sterkan leikmann sem er Páll Ólafsson og hann verðum við að taka föstum tökum. Annars er þessi leikur gott tækifæri bæði fyrir okkur og áhorfendur að sjá hvar við stönd- um gagnvart liðunum í 1. deild og ég vona að áhorfendur styðji vel við bakið á okkur. Við leggj- um mikla áherslu á þennan leik, höfum æft vel frá áramótum og það eru allir heilir heilsu svo við erum tilbúnir í slaginn," sagði Þorleifur. fór svo að honum lauk 4:4 og það voru Ármenningar sem máttu þakka fyrir þau úrslit. KS sigraði síðan Árroðann 8:2 og þegar upp var staðið hafði KS unnið sigur í riðlinum. 4. deild: Einnig var leikið í 4. deild um helgina og þar mættu líka 16 lið til keppni og léku í 4 riðlum. í a-riðli sigraði Vorboðinn og vann sér sæti í 3. deild að ári. Önnur lið sem komust upp úr 4. deild voru Hafnir, Víkverji og Leiknir R. Vorboðinn sigraði Geisla 10:4, Eyfelling 9:4 og Stokkseyri 6:4. Síðari hlutinn: Þá er keppni eftir í 1. og 3. deild karla og í kvennaflokki. KA, Þór og HSÞ-b leika öll í 1. deild og í 3. deild leika m.a. Tindastóll, Reynir Á og Magni. Keppnin í 1. og 3. deild karla og í kvenna- flokki fer fram í Laugardalshöll helgina 15.-16. febrúar. „Klórum r I bakkann“ „Við ætlum okkur að reyna að klóra grimmt í bakkannn núna, enda þýðir ekkert annað,“ sagði Guðjón Magnússon þjálfari Þórs í handknattleik, en Þór á tvo erfiða leiki fyrir höndum syðra um helgina í 2. deildinni, gegn HK og Fram. Þórsarar hafa átt í hinu mesta basli með mannskap að undan- förnu, verið með menn í meiðsl- um og um helgina bættist Guðjón á þann lista. „Ég teygði dálítið á liðböndum en er ákveðinn í að vera með um helgina," sagði hann. Þá er Sigurður Pálsson orðinn góður af þeim meiðslum sem hann hefur átt við að stríða. Oddur Sigurðsson er hins vegar hættur, og þeir Gunnar E. Gunn- arsson og Kristinn Hreinsson komast ekki í leikina um helgina vegna prófa. Garðar sigraði í Stokkhólmsmótinu Garðar Gísiason lyftingamað- ur sem býr í Svíþjóð ásamt Gylfa tvíburabróður sínum hefur æft af miklum krafti að undanförnu mótum. og tekið þátt Bautamótið innanhúss Hið árlega Bautamót i innan- hússknattspyrnu verður haldið dagana 9.-10. febrúar nk. í Iþróttahöllinni á Akureyri, mótið er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir hvert lið. Heimilt er að senda fleiri en eitt lið frá hverju félagi, til þátt- töku í mótinu. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 1. febrúar til Stefáns Gunnlaugs- sonar, heimas. 21717, vinnus. 21818, eða Indriða Jóhannsson- ar, heimas. 21913, vinnus. 23400. Um síðustu helgi keppti hann á miklu móti í Stokkhólmi en þar var um að ræða liðakeppni allra lyftingaklúbba af Stokkhólms- svæðinu. Gylfi keppti þar í 100 kg flokki og lyfti 145 kg í snörun og 175 kg í jafnhöttun. Samtals var hann því með 320 kg og þessi árangur sem er 10 kg frá hans besta árangri nægði honum til sigurs. „Ég hef æft stíft að undanförnu með það markmið að vera í topp- æfingu um næstu helgi, en þá keppi ég á Sweden-Cup, geysi- lega sterku móti þar sem margir af bestu lyftingamönnum heims mæta til leiks,“ sagði Garðar er við ræddum við hann í gær. Haraldur Ólafsson lyftinga- kappi mun einnig taka þátt í þessu móti en hann býr einnig í Svíþjóð og æfir grimmt þessa dagana. Æfing hjá Skíöaráöi Fyrsta æfing Skíðaráðs Akureyr- ar fyrir 12 ára og yngri verður í Fjallinu á föstudaginn. Rútuferð verður úr bænum kl. 16. Skíðafólk hefur lítið sem ekk- ert getað hreyft sig á skíðunum í vetur, en nú hefur snjóað í Hlíð- arfjalli þótt menn þar efra vildu gjarnan fá meiri snjó. 1—X—2 Guðmundur Frímannsson. „Norwich ekkiá seðlinum?“ „Það skiptir í sjálfti sér litlu máli þótt ég lendi á bikar- leikjum og það sé ekki 100% vitað hvaða lið leika saman, þetta liggur allt jafn vel fyrir mér,“ segir spámaður vikunn- ar, Guðmundur Frímannsson, skipvcrji á togaranum Kaldbak sem nú fer í „spámannsgall- aim“. „Mér verður varla skota- skuld úr því að taka efsta sætið, það ætti að liggja nokkuð Ijóst fyrir,“ sagði Guðmundur. - „Ha, er Norwich ekki á seðlin- um, liðið mitt? Nú getur það verið að þeir séu dottnir út úr bikarkeppninni? Ég er svo aldeilis hissa.“ Guðmundur mun hafa haldið með Norwich i áratugi enda man hann ekki hvers vegna mál þróuðust þannig. Hvað um það, hapn fær að glíma við bikarleiki og eins og sjá má er ekki á hreinu hvaða lið eigast við í óllum leikjum. Barnsley-Brighton Darlington-Teleford Leicester-Carlisle Liverpool-Charlton eða Tottenham Luton-Wolves eða Huddersfield Man.Utd.-Coventry N.Forest-Wimhleton Orient-Southampton Oxford-Blackburn eða Portsmouth Sheff.Wed.-Oldham Watford-Grimsby W.Ham-Norwich eða Birmingham Hlnrik á toppinn! F.kki voru leiknir nema þrír leikir á síðasta getraunaseðli og kom því til kasta „sérfræðinga“ í Englandi að segja til um önnur gctraunaúrslit. Þeir reyndust nokkuð sammála Hinrik Þórhallssyni sem spáði fyrir okkur í síðustu viku því út- koman hjá Hinrik var 9 leikir réttir og Hinrik situr því einn i efsta sætinu og lætur sér vel líka. 1—X—2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.