Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fasteignaskattur eða útsvar Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar ákvað á sínum tíma að hækka álag á fasteignaskatt til bæjarins úr 12,5% Í25%. Þessi ákvörðun hef- ur vakið talsvert umtal á Akureyri og endaði með því að safnað var undirskriftum til að mótmæla þessari „hækkun á raungildi" fast- eignaskattsins, eins og það er orðað. Eins og allir vita er ekkert auðveldara en að safna undirskriftum. Augljóst er að allir vilja lægri álögur en þegar málið er sett í sam- hengi við annað, nefnilega það að fáist ekki nægar tekjur verður að skera niður fram- kvæmdir, er næsta víst að viðhorf manna breytast töluvert. Sigurður Jóhannesson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins og oddviti meirihlutans í þessu máli, segir í viðtali við Dag um þetta mál: „Það er alltaf auðvelt að fá fólk til að skrifa undir mótmæli gegn einu og öðru, þó þar sé alveg einhliða tekið á málum, og kannski einmitt þess vegna. Nægir að minna á mótmæli gegn byggingu álvers vegna hugsanlegrar mengunar. Menn verða að gera sér grein fyrir hverju er verið að mótmæla. Er verið að mótmæla hærri framlögum til viðbyggingar við Dvalarheimil- ið Hlíð eða framkvæmdum í Hlíðarfjalli eða e.t.v. skólabyggingu í Síðuhverfi, svo eitthvað sé nefnt. Menn verða að gera sér grein fyrir því að tekjuskerðingu á fasteignagjöldum verður að mæta með skerðingu framlaga til fram- kvæmda eða með minni afslætti frá leyfilegri útsvarsálagningu . . . Mín skoðun er sú að stefna beri að eins lágri útsvarsálagningu og mögulegt reynist, því ég tel að sá afsláttur sem gefinn er frá leyfilegri álagningu komi bæjarbúum almennt betur heldur en minni hækkun fasteignagjaldanna,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Þess má geta að þessi hækkun álags á fast- eignagjöld nemur 937 kr. hækkun á íbúð sem er að fasteignamati ein og hálf milljón. Sigurður sagði að deila mætti um það hvort taka ætti fasteignaskatt af eigendum íbúðar- húsnæðis, en meðan eignir landsmanna væru notaðar sem stofn til gjaldtöku fyrir ríki og sveitarfélög þá væri fasteignaskattur tiltölu- lega réttlátur skattur. Hann skapaði ekki sama misræmi milli skattgreiðendanna og þeir skattar sem reiknaðir eru af framtöldum tekjum. Óánægja skattgreiðenda með skatt- greiðslur sínar stafaði oft af því meinta mis- ræmi í skattaálögum sem er milli hans og nágrannans, en ekki endilega vegna heildar- upphæðar greiðslanna. Þess vegna væri skattur sem reiknaður er af þinglýstum eign- um tiltölulega réttlátur skattur. Þjóðhagsstofnun: Jarðhitinn á eftir að skipta æ meira máli í nýútkominni atvinnuvega- skýrslu Þjóðhagsstofnunar er fjallað ítarlega um hitaveitur á Islandi. Margt er þar fróðlegt að finna og hér á eftir verða birtir tveir kaflar úr skýrslunni, sá fyrri um efnahagslegt mikil- vægi hitaveitna og sá seinni um framtíðarhorfurnar. Efnahagslegt mikil- vægi, olíusparnaður, verðlagsmál Mikil umræða hefur verið hin síðustu ár um verðlagsmál orku, orkusparnað, jöfnun húshitunar- kostnaðar og bætta einangrun húsa. Margar nefndir hafa verið skipaðar og skýrslur birtar. Frá því í olíukreppunni 1974 hefur olíuverð hækkað mjög mikið og upphitun húsa orðið mjög dýr á þeim svæðum, sem notað hafa olíu. Farið hefur verið út í aukna rafhitun, en einnig reynt að koma upp nýjum hita- veitum sem víðast. Allt frá 1976 hefur olía til húshitunar verið greidd niður til að jafna upphit- unarkostnað og ýmsar aðrar ráð- stafanir verið gerðar. Til dæmis hefur húseigendum verið veitt fjárhagsleg aðstoð til að endur- bæta einangrun húsa sinna, ol- íukyndingar verið yfirfarnar af sérfróðum mönnum og fleira í þeim dúr. Margar nýjar hitaveitur hafa komið í gagnið hin síðari ár, t.d. Hitaveita Akureyrar, Hitaveita Þorlákshafnar, Hitaveita Akra- ness og Borgarfjarðar, Hitaveita Suðurnesja, Hitaveita Eyra og loks Hitaveita Rangár. Par með eru hitaveitur komnar í langflesta þéttbýlisstaði sem hagkvæmt þykir að hita upp með jarðhita, svo ekki er búist við fleiri stórum hitaveitum í náinni framtíð. Aftur á móti eru nokkrar smáar hitaveitur í athugun, margar í dreifbýli, t.d. á Suðurlandsund- irlendinu. Mikið hefur verið rætt um mis- munandi verð á orku frá hitaveit- um. En í nýlegri skýrslu frá iðn- aðarráðuneytinu um „Athugun á vatnsnotkun og hitunarkostn- aði hjá nokkrum hitaveitum“, sem lögð var fram á aðalfundi Sambands íslenskra hitaveitna í júní 1984, kemur ýmislegt nýtt í ljós. Þar er gerð grein fyrir athugun- um Fjarhitunar hf., á raunveru- legri vatnsnotkun hjá nokkrum hitaveitum. Aður hafði verið stuðst við töflu frá iðnaðarráðu- neytinu, sem sýndi upphitunar- kostnað 400 rúmmetra húss á nokkrum stöðum. Var þá miðað við taxta og nokkrar einfaldar forsendur. Þessi nýja athugun sýndi að miklu gat munað frá fyrri áætlun. Til dæmis reyndist vatnsnotkun 26% minni á Akur- eyri en áætlað hafði verið, en í Reykjavík 25% meiri. Sums staðar reyndist fyrri áætlun alveg rétt. Endanleg niðurstaða var sú, að kostnaður á heitu vatni hjá Hitaveitu Akureyrar og Hita- veitu Reykjavíkur, sem áður var talinn vera 3,5 sinnum meiri á Akureyri en í Reykjavík lækkar niður í það að vera 1,7 sinnum meiri á Akureyri. Ástæður þessa eru margar. Til dæmis var notkun í 400 rúmmetra húsi meiri í Reykjavík en reiknað hafði verið með. Áður hafði verið reiknað með sömu meðalnotkun á rúm- metra hjá öllum notendum. Hinar nýrri hitaveitur hafa átt við þau vandamál að stríða, að verðlag hjá nýstofnuðum fyrir- tækjum verður óhjákvæmilega hærra að öðru óbreyttu en hjá gamalgrónum fyrirtækjum. Hins vegar ættu þau að njóta fenginn- ar reynslu og aukinnar tækni. En lánskjör hafa versnað og eru nú öll lán gengistryggð eða vísitölu- tryggð. Fjárhagsafkoma eldri fyrirtækja eins og t.d. Hitaveitu Reykjavíkur hefur þó einnig ver- ið erfið hin síðari ár, einkum vegna strangs aðhalds við hækk- un á taxta. Notkun hemla hefur færst mjög í vöxt, en þeir vilja bila og mæla ekki réttan skammt, auk þess sem borið hefur á því, að menn hafi breytt stillingu þeirra í óleyfi. Er talið að hjá Hitaveitu Suðurnesja muni um 8-10% teknanna tapast af þessum or- sökum. Á Akranesi er verð það hátt, að eftirspurn varð minni eft- ir heitu vatni en búist hafði verið við. Engu að síður verður að dæla svipuðu magni til bæjarins til að hindra of mikla kólnun. 1. Jarðhiti mun í framtíðinni sjá fyrir um 83% af húshitunar- þörfum landsmanna. Ljóst er að heitt vatn hefur stórbætt hag þeirra, sem þess eru að- njótandi og mun gera það al- mennt í framtíðinni. 2. Raforkuvinnsla jarðgufuvera mun stóraukast í samræmi við nýtingu háhita til iðnaðar, fiskeldis og ylræktar. 3. Iðnaður byggður á jarðvarma mun eflast verulega, einkum efnaiðnaður. 4. Samnýting jarðhita til raf- magnsframleiðslu, upphitunar og iðnaðar mun vaxa mikið. 5. Aukning verður á nýtingu jarðhita við fiskeldi, til ylrækt- ar svo og til jarðvegshitunar við jarðrækt, einkum við grænmetisrækt. 6. Ýmis útisvæði verða í ríkum mæli hituð upp í framtíðinni, svo sem götur, gangstéttar, bílastæði, íþróttavellir o.s.frv. 7. Hin aukna notkun jarðvarm- ans mun kalla á auknar fram- kvæmdir í orkuvinnslu. Á móti koma ýmsir orkuspar- andi þættir svo sem betri ein- Efnahagslegt mikilvægi jarð- varmans er öllum ljóst, en er það ekki enn meira en virðist í fljótu bragði? Til dæmis hefur Hita- veita Reykjavíkur verið til mik- illa hagsbóta fyrir íbúa höfuð- staðarins í lækkuðum hitunar- kostnaði, minnkað mengun sem var af kolaryki og olíusóti áður, stórbætt hreinlætisaðstöðu alla og gert kleift að byggja hina fjöl- mörgu sundstaði á höfuðborgar- svæðinu. Þannig hefur þetta ver- ið víða og haft áhrif á uppbygg- ingu staða, jafnvel þar sem engin teljandi ylrækt er stunduð, t.d. á Selfossi, í Ólafsfirði og á Sauðár- króki. Mikið hefur sparast í ol- íukaupum jafnframt því sem tækniþekking hefur áunnist. Þessi tækniþekking er nú orðin útflutningsvara. Síðast en ekki síst er jarðvarminn forsenda mikilvægs iðnaðar og eykst sá þáttur væntanlega verulega í nán- ustu framtíð. Horft fram á veginn Þegar horft er fram á veginn verður ljóst að jarðhitinn á eftir að skipta æ meira máli í lífi þjóð- arinnar. Þróunin hefur verið ör hin síðari ár. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður ekkert fullyrt um, en benda má á eftirfarandi atriði með nokkurri vissu: angrun húsa og lagna, aukin notkun varmadælna til að nýta betur bakrennslisvatn og jarð- varma á lághitasvæðum, betri stýritækni til að stjórna notk- un á sem hagkvæmastan hátt og fleira í þeim dúr. Hin stóra varmadæla sem tekin var í notkun hjá Hitaveitu Akur- eyrar í júní 1984, markar tímamót því áður voru fáar og smáar varmadælur í notkun. 8. Innlend þekking á jarðhitaleit og jarðhitavinnslu mun í auknum mæli verða flutt út bæði í formi ráðgjafar, hönnunar og beinnar verk- takastarfsemi. Jarðhitaskóli, sem er deild úr Háskóla Sam- einuðu Þjóðanna í Tokyo, tók til starfa á íslandi árið 1979. Mun hann áreiðanlega eflast á komandi árum. 9. Ný tækni kann að útvíkka notk- unarmöguleika jarðvarmans. Til dæmis má nefna svonefnda ísogsfrystingu þar sem jarðhiti er notaður við frystingu. Enn- fremur er ný tækni í þróun þar sem hiti er notaður beint til rafmagnsframleiðslu, en óvíst er hvort og hvenær hún verður arðvænleg til almennra nota, en tækni þessi er nú þegar not- uð í smáum stíl við aflestur á mælitækjum og til fleiri vís- indalegra nota.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.