Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 5
23. janúar 1985 - DAGUR - 5 Verður færeyskur bjór seldur hér? Verður hægt að slökkva þorst- ann með svalandi flösku af Færeyjabjór á íslandi innan skamms? Ekki útilokað en enn sem komið er verða þyrstir að láta sér létta ölið nægja þó flugáhafnir, farmenn og sendi- ráðsfólk geti teygað sterkari veigar. í færeyska blaðinu Dimmalætt- ing þriðjudaginn 15. janúar sl. er rætt við Einar Waag, yngri, fram- kvæmdastjóra hjá Föroya Bjór um fyrirtækið, en í viðtalinu tæp- ir Einar á því að fyrir dyrum standi útflutningur á bjór til íslands. Að sögn Einars eru skip- verjar á íslenskum loðnuskipum sem landað hafa í Færeyjum að undanförnu mjög góðir við- skiptavinir fyrirtækisins og reynslan frá Norröna sýni að ís- lendingar kunni að meta fær- eyska ölið. Of snemmt sé þó áð segja til um hvort eða hvenær út- flutningur hefst. Föroya Bjór framleiddi alls öl og gosdrykki á tíu milljón flöskur í fyrra og er það tvöföldun frá ár- inu 1974. Mest var framleitt í fyrra af gosdrykkjum, fjórar milljónir flaska, þrjár og hálf milljón fl. af léttum pilsner en af sterku öli seldust tvær milljónir flaska. í viðtalinu segir Einar Waag að menn hafi reiknað með því að salan á pilsner myndi minnka þegar framleiðsla var hafin á sterkum bjór en það hafi ekki orðið raunin. Salan á pilsner hafi aukist um 20% frá árinu 1979 eða frá því að framleiðsla á sterku öli hófst. 20 manns starfa hjá fyrirtækinu sem er í Klakksvík. - ESE Yfirlýsing verkfræðinga Blaðinu hefur borist yfirlýsing frá samninganefnd verkfræðinga hjá Akureyrarbæ í tilefni af um- mælum Arnar Gústafssonar, for- manns samninganefndar bæjarins í Degi sl. föstudag. í yfirlýsingunni segir: í tilefni af viðtali við formann Kjarasamn- inganefndar Akureyrarbæjar óskar samninganefnd verk- fræðinga hjá Akureyrarbæ eftir að upplýsa að einungis er farið fram á sömu kjör og aðrir starf- andi verkfræðingar á Akureyri hafa, meðal annars verkfræðing- ar hjá fyrirtækjum og stofnunum sem Akureyrarbær er aðili að. Samstarfshópur ’85: Lok kvennaáratugs rædd á fundi í haust komu fram hugmyndir um að eyfirskar konur tækju höndum saman um aðgerðir á lokaári kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna. í Reykjavík er unnið ötullega að undirbúningi listahátíðar kvenna, kvikmyndahátíð, þróun- arhjálp og fleiru. Konur við Eyjafjörð vilja ekki láta sitt eftir liggja, og hafa margar góðar hug- myndir nú þegar komið fram. Frá þeim hefur verið sagt í bréfi til formanna allra félaga og sam- taka kvenna á Akureyri og við Eyjafjörð, og voru þeir beðnir að kynna hugmyndirnar fyrir félags- mönnum sínum. Samstarfshópur ’85 boðar nú til fundar að Hótel KEA laugardaginn 26. janúar kl. 14, og eru allar eyfirskar konur hvattar til að mæta. Fulltrúi úr framkvæmdahópi ’85-nefndar mun segja frá undirbúningsstarfi syðra. Einnig verða umræður, skemmtiatriði og seldar kaffiveit- ingar. Skákþing Akureyrar: Amar með unnið gegn Gylfa Þ - Akureyrarmeistarinn á í vök að verjast Gylfi Þórhallsson stendur höllum fæti í biðskák sinni við hinn unga og efnilega skák- mann Arnar Þorsteinsson úr fyrstu umferð á Skákþingi Ak- ureyrar. Skákþingið hófst í efsta flokki á sunnudag og vakti skák þeirra Gylfa og Arnars einna mesta at- hygli. Augu margra beindust einnig að skák núverandi Akur- eyrarmeistara, Kára Elísonar og Áskels Kárasonar. Skákin var hörkuspennandi og er hún fór í bið eftir 50 leiki höfðu báðir kóng, riddara og þrjú peð. Kári á þó í vök að verjast en í samtali við Dag sagðist hann vonast til að geta haldið jöfnu. Einni skák var frestað vegna fjarveru Pálma Péturssortar. - ESE J| Notumljós \ í auknum mæli — í ryki, regni,þoku og sól. J Gjafir og áheit Á árinu 1984 veitti ég viðtöku eftirtöldum gjöfum: Til Akureyrarkirkju, ágóði af hlutaveltu frá Hólmfríði, Aðal- heiði, Ernu Björk og Helgu kr. 550. Áheit á Strandarkirkju frá V. kr. 2.000. Áheit á Strandarkirkju frá Á.B. kr. 250. Áheit á Strandarkirkju frá S.Á.E. kr. 500. Áheit á Strandarkirkju frá ónefndum kr. 200. Gjöf til Rauða krossins frá N.N. kr. 400. Áheit á Akureyrarkirkju frá J.P. kr. 300. Áheit á Strandarkirkju frá G.B. kr. 1.500. Áheit á Strandarkirkju frá Á.J.B. kr. 200. Áheit á Strandarkirkju frá G.B. kr. 2.000. Áheit á Akureyrarkirkju frá N.N. kr. 500. Söfnunarfé til Hjálparstofnunar kirkjunnar alls kr. 10.928. Samskot til Æ.F.A.K. kr. 700. Gjöf til Inga Steinars Ólafssonar kr. 500. Gjafir til Æskulýðssambandsins kr. 700. Gefendum öllum færi ég bestu þakkir. Þórhallur Höskuldsson. Nú er hálkan að koma aftur MANNBRODDARNIR frá Continental eru komnir. Léttir og þægiiegir, skemma ekki gólf. Póstsendum. Brynjóífur Sveinsson hf. Skipagötu 1 • Sími 23580. Frá öldungadeild M. A. Innritun á vorönn 1985 lýkur 30. janúar, innritunargjald er 2.200. Skrifstofa skólans er opin virka daga frá kl. 8-12 og kl. 13-15. Þar er kennslustjóri til viðtals frá kl. 17-18 til mánaðamóta. Skólameistari. Sólarkaffi Vestfirðingafélagsins verður haldið föstudaginn 25. janúar ki. 8.30 í Lóni fé- lagsheimili karlakórsins Geysis. Sólakaffi, söngur og skemmtiatriöi. Dans. Hljómsveit Pálma Stefánssonar leikur. Vestfirðingar, fögnum hækkandi sól. Nefndin Hjá okkur færðu öll tæki og efni til logsuðu og rafsuðu. Við bjóðum aðeins viðuikenndar og vandaðar vörur. WALLIUS Vandaðar rafsuðuvélar. Margar gerðir. Transar, jafnstraumsvélar og Mig/Mag vélar. Hentugartil nota í smiðjum og á verkstæðum. Einnig fyrir bændur. Litlar vélar tii tómstunda- starfa sem stórar iðnaðarvélar Gott verð. Gasmælar. Margar gerðir. Fyrir acetylen, oxygen, kolsýru, argon, blandgas og própan. Logsuðutæki til iðnaðar- og tómstundastarfa. Mjög hentugt til að nota við alls konar viðgerðir gm og nýsmíðar t.d. í landbúnaði. Rafsuðuvír. Margar tegundir. Pinnasuðuvír og vír á rúllum. 130plus jafnstraumsvél (likriktari). 130A/20% DC fyrir suðu með 1,5-3,25 mm rafsuðuvír. 1 fasa 220v. Vélin er loftkæld. Vikt 25 kg. LKC-160 Mig/Mag hálfsjálfvirk. 160A/25% DC rafsuðuvél fyrir suðu með 0,6-0,8 mm stálþræði og 1,0 mm álvír. Stiglaus straumstilling. Hefur tvo aðskilda straumstilla annars vegar fyrir punktsuöu og hins vegar fyrir punkttíma, einnig straumstilli fyrír C02/argon. Og rofa fyrir eftibrennslu. Vélin hefur straumsvið fyrir „Krymping" Sænska gæðamerkið. Sölustaðir: Véladeild KEA Akureyri Bílaverkstæði Dalvíkur Dalvík Vélaverkstæði Jóns og Erlings Siglufirði Kaupfélag N.-Þingeyinga Kópaskeri Foss hf. Húsavík, sími 41345 Tangi hf . Vopnafirði Söluumboð á Norðurlandi: G.B.J. sf. Gránufélagsgötu 48, Akureyri. Sími 22171.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.