Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. janúar 1985 . 'tíí&há-.. Sjúkrabifreiðarnar hafa verið búnar fullkomnum tækjum. Þeirra á meðal eru „lofttæmdar börur“ sem sjúkraflutn- ingamenn sýna hér á myndinni. Þegar sjúklingurinn er kominn á börurnar er hægt að reisa þær upp og snúa á alla kanta án þess að sjúklingurinn verði fyrir nokkru hnjaski. Skrifstofa opin frá 1971 Um mánaðamótin ágúst/sept- ember 1965 hóf Guðmundur Blöndal störf sem framkvæmda- stjóri fyrir deildina. Fyrst í stað var starf hans algert aukastarf en frá árinu 1971 hefur deildin haft opna skrifstofu og hefur verið mjög vaxandi þörf fyrir þá þjón- ustu þannig að nú er skrifstofan, sem er í húsi deildarinnar í Kaup- angi við Mýrarveg, opin daglega frá kl. 13.30 til 16.30. Núverandi framkvæmdastjóri er Matthías Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri, en hann tók við af Bjarna Sigtryggssyni. Strax í maí 1925 var ráðin hjúkrunarkona, sem Rauða kross deildin greiddi föst laun en hún annaðist heimsóknir til sjúkra og hjúkrun í heimahúsum. Þeir sem nutu þjónustu hjúkrunarkonunn- ar áttu að greiða fyrir það en oft mun hafa orðið misbrestur á því. 21. mars 1927 er skráð í fundar- gerð: „Hjúkrunarstarfið hefur svo að segja etið upp allar tekjur deildarinnar, en gefið mjög lítinn arð, og hefur komið í ljós, að hjúkrunarkonan hefur ekki haft nægjanlegt starf.“ Var því gripið til þess ráðs, að segja hjúkrunar- konunni upp yfir sumarmánuð- ina. Þær hjúkrunarkonur sem störfuðu hjá deildinni voru fyrst og fremst Elín Einarsdóttir, þá Ingunn Jónsdóttir, Sigríður Bachman, Halldóra Þorláksdótt- ir, Sigríður Guðmundsdóttir, ísa- fold Teitsdóttir og Inga Sigur- jónsdóttir. Smám saman tók skólahjúkrun æ meiri hluta af starfstíma hjúkrunarkonunnar og a.m.k. á þeim tfma er Sigríður Bachman starfaði, stundaði hún einnig kennslu og jafnvel hjúkr- un á spítalanum. Hún vann einn- ig við hjálparstöð berklaveikra sem og þær hjúkrunarkonur sem tóku við af henni. 1943 hætti Rauða kross deildin að ráða hjúkrunarkonur til starfa. Akureyrardeild Rauða kross íslands starfrækti „hjálparstöð fyrir berklaveika“ frá og með febrúar 1929-janúar 1937. Stöð- in tók til starfa í Hótel Oddeyri og voru læknarnir Jónas Rafnar og Steingrímur Matthíasson þar til viðtals til skiptis ásamt hjúkr- unarkonu. Síðar flutti stöðin í húsnæði að Brekkugötu 11. Frá og með ársbyrjun 1934 hætti Jón- as Rafnar að starfa við hjálpar- stöðina og dró það mjög úr að- sókn og 18. janúar 1937 er starf- semi stöðvarinnar felld niður vegna væntanlegrar opinberrar sjúkraskoðunarstöðvar. Deildin rak „ljóslækninga- stofu“ að Hafnarstræti 100 frá því á öskudag 1950 fram til 15. maí 1967. Námskeið Námskeið í hjálp í viðlögum hafa verið haldin á vegum deild- arinnar. Fyrst í september/októ- ber 1927, en þá kom Kristín Thoroddsen hjúkrunarkona Rauða kross íslands og hélt nám- skeið í hjálp í viðlögum og hjúkr- un sjúkra og voru þátttakendur 18 konur. 1932 hélt Sigríður Bachman námskeið í hjálp í við- lögum. Síðar mun Guðmundur Karl Pétursson hafa haldið slík námskeið og 1951 mun Jón Oddgeir Jónsson hafa haldið námskeið. 1968 voru haldin nám- skeið í sjúkraflutningum og fyrstu hjálp. Og á stríðsárunum skipulagði Guðmundur Karl Pét- ursson hjálparsveitir til að veita fyrstu hjálp vegna slysa, ef til loftárása kæmi, og kenndi hann fólki þessu helstu atriði í hjálp í viðlögum og útvegaði sveitunum sjúkrabörur og sáraumbúða- kassa. Frá árinu 1974 hefur það verið hlutverk Rauða kross íslands, skv. samningi við Almannavarnir ríkisins, að hafa forystu um kennslu í skyndihjálp og endur- nýja námsefni þannig að eitt kerfi og ein aðferð sé viðurkennd á hverjum tíma. Akureyrardeildin er nú stærsta deildin á sviði skyndihjálparkennslu og hefur náð besta árangri á landinu hvað varðar útbreiðslu kennslunnar. Sigurður Ólafsson, rafvirki ann- ast nú stjórnun skyndihjálpar- kennslunnar hjá deildinni. Á stríðsárunum a.m.k. 1940 og 1941 hafði Akureyrardeild Rauða kross íslands samvinnu við barnaverndarnefnd og fleiri aðila um dvöl bæjarbarna í sveit yfir sumarið. Á stríðsárunum a.m.k. 1942 og 1943 sendi ungliðadeild Rauða krossins í USA börnum á íslandi m.a. sælgæti og smá leikföng og annaðist deildin hér að úthluta þessum gjöfum í samvinnu við skólastjóra barnaskólans. 1942 sendi ameríski Rauði krossinn Rauða krossi fslands sjúkrarúm og dýnur og árið eftir komu 32 þessara rúma til deildarinnar á Akureyri með dýnum og tepp- um. 4 árum síðar voru þessi rúm flestöll seld og til gamans má geta þess að 1944 lánaði deildin full- trúum stórstúkuþings hér á Ak- ureyri dýnur og teppi því að þeir fengu ekki hótelpláss en fengu þak yfir höfuðið í Menntaskólan- um. Flestir félagar á stríðsárunum Starfsemi deildarinnar var með langmestum blóma á stríðsárun- um sem eðlilegt er og þá varð fé- lagatala mest 534, bæði í ársbyrj- un 1945 og 1947 sem stafar senni- lega af því að fólk hafi þá meira tekið eftir starfsemi deildarinnar en annars. En nú er félagatala tæplega 500 en deildinni er mjög mikilvægt að fleiri bæjarbúar ger- ist félagar því að svona fá erum við ákaflega vanmegnug til að mæta meiriháttar verkefnum eins og gert er ráð fyrir í skipulagi Al- mannavarna hér á Akureyri, en umræður um þær hófust 1971. En samkvæmt þessari skipulagningu er reiknað með því að Rauða Þann 19. janúar 1925 hélt Steingrímur Matthíasson hér- aðslæknir alþýðufyrirlestur í Samkomuhúsi Akureyrar sem hann kallaði „Illt er að deyja ráðalaus“. Að fyrirlestri lokn- um var stofnað Rauða kross félag í Akureyrarkaupstað og urðu stofnfélagar 110. Þann 3. maí 1925 var haldinn fyrsti aðalfundur félagsins, sam- þykkt lög og einnig fór fram stjórnarkjör og var Steingrím- ur Matthíasson kjörínn for- maður og gegndi hann því starfi af mikilli elju og áhuga þar til hann fluttist úr bænum 1936. Á aðalfundinum 3. maí 1925 flutti Steingrímur erindi „Um berklavarnir“ og á aðal- fundi árið eftir erindi sem hann kallaði „III meðferð á mönnum og skepnum“ og á aðalfundi 1927 „Silkisokkar, stutt pils og berklaveiki“. Á aðalfundi 1928 „Mannfjölgun, manndauði og heilbrigði“. Er Steingrímur Matthíasson fluttist úr bænum tók varafor- maðurinn Ólafur Thorarensen bankastjóri við formannsstarfinu þar til Guðmundur Karl Péturs- son, yfirlæknir var kjörinn for- maður á aðalfundi 11. apríl 1937 og hefur hann gegnt því lengst þeirra formanna sem verið hafa, eða í 37 ár. Aðrir sem gegnt hafa formennsku í deildinni um lengri eða skemmri tíma eru Gauti Arnþórsson, yfirlæknir, Jakob Frímann, kaupfélagsstjóri, Hall- dór Halldórsson, læknir, Kristín Sigfúsdóttir, húsmóðir og núver- andi formaður er Bjarni Arthurs- son, framkvæmdastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.