Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 3
23. janúar 1985 - DAGUR - 3 „Hækkunin vegur ekki þungt á meðalíbúöir“ - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi um hækkun fasteignaskatts Ákvörðun meirihluta bæjar- stjórnar um álagningu fast- eignagjalda á árinu 1985 hefur verið mikið til umræðu meðal bæjarbúa að undanförnu, einkum hækkun álagningar á fasteignaskatt, en hann verður nú innheimtur með 25% álagi eins og Ieyfilegt er í stað 12,5% álags í fyrra. Var t.d. gengist fyrir undirskriftasöfnun í bæn- um til að mótmæla raunhækk- un fasteignaskatta á þeirri for- sendu að launafólk hafi að undanförnu mátt þola mikla kjaraskerðingu og sé ekki í stakk búið til að taka á sig auknar byrðar, en flest búi það í eigin íbúðum. Minnihluti bæjarstjórnar setti sig upp á móti þessari hækkun, þ.e. sjálfstæðismenn í minnihlutan- um. „Það er eðlilegt að þetta sé rætt meðal bæjarbúa, þó þessi hækkun vegi ekki þungt á meðal- íbúðurn," sagði Sigurður Jóhann- esson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins og talsmaður meirihlut- ans í þessu máli. „Breytingin ger- ir það að verkum að álagningar- prósentan á fasteignamat íbúðar- húsnæðis hækkar úr 0,5625 í 0,625. Fasteignaskattur af íbúð sem er að fasteignamati kr. 1.500.000 hækkar því úr 8.438 kr. í 9.375 kr. eða um 937 kr. vegna þessarar hækkunar á álagningar- prósentunni. Þessi hækkun á milli ára verður svo auðvitað meiri vegna hækkunar á fast- eignamati um 25%. Það má alltaf deila um það hvort taka eigi fasteignaskatt af eigendum íbúðarhúsnæðis, en meðan eignir landsmanna eru notaðar sem stofn til gjaldtöku fyrir ríki og sveitarfélög þá er fasteignaskattur tiltölulega rétt- látur skattur. Hann skapar ekki það sama misræmi milli skatt- greiðendanna og þeir skattar sem reiknaðir eru af framtöldum tekjum. Óánægja skattgreiðenda með skattgreiðslur sínar stafar æði oft af því meinta misræmi í skattalögum sem er milli hans og nágrannans, en ekki endilega vegna heildarupphæðar greiðsl- anna. Þess vegna er skattur sem reiknaður er af þinglýstum eign- um tiltölulega réttiátur skattur. í fyrra var útsvarsprósentan, sem lögð var á hér á Akureyri 10,6%, ein sú lægsta sem þá var notuð hér á landi. Ekki hefur enn verið ákveðið hver álagningar- prósentan verður í ár. Mín skoðun er sú að stefna beri að eins lágri útsvarsálagningu og mögulegt reynist, því ég tel að sá afsláttur sem gefinn er frá leyfi- legri álagningu komi bæjarbúum almennt betur heldur en minni hækkun fasteignagjaldanna." Varðandi undirskriftalistana gegn hækkun fasteignaskattsins sagði Sigurður Jóhannesson eftir- farandi: „Það er alltaf auðvelt að fá fólk til að skrifa undir mótmæli gegn einu eða öðru, þó þar sé alveg einhliða tekið á málum, og kannski einmitt þess vegna. Næg- ir að minna á mótmæli gegn byggingu álvers vegna hugsan- legrar mengunar. Menn verða að gera sér grein fyrir hverju er verið að mótmæla. Er verið að mótmæla hærri fram- lögum til viðbyggingar við Dval- arheimilið Hlíð eða framkvæmd- um í Hlíðarfjalli eða e.t.v. skóla- byggingu í Síðuhverfi, svo eitt- hvað sé nefnt. E.t.v. er verið að mótmæla hugsanlegri lækkun út- svarsprósentunnar. Menn verða að gera sér grein fyrir að tekjuskerðingu á fast- eignagjöldum verður að mæta með skerðingu framlaga til fram- kvæmda eða með minni afslætti frá leyfilegri útsvarsálagningu. Ég vil einungis ítreka það sem ég hef áður sagt, að afsláttur á út- svarsálagningu komi flestum bæjarbúum betur en minni hækk- un fasteignagjaldanna." - Er ekki mögulegt að ákveða álagningu fasteignagjalda og út- svars á sama tíma? „Við afgreiðslu á fjárhagsáætl- un 1984 var mjög til umræðu að reyna að hafa frumgögn vegna fjárhagsáætlunar bæjarins tilbúin það tímanlega að mögulegt væri að gera sér grein fyrir heildar- ramma fjárhagsáætlunar þegar taka þyrfti ákvörðun um álagn- ingu fasteignagjalda. Þetta tókst ekki vegna verkfall- anna í haust og þeirra breytinga á verðlagsforsendum sem fylgdu nýjum kjarasamningum. Veruleg seinkun varð því á allri upplýs- ingaöflun. En eins og fram kom á fundum bæjarstjórnar er erfitt að þurfa að ákveða einn tiltekinn tekjustofn bæjarsjóðs löngu áður en upplýsingar liggja fyrir um aðra tekjustofna bæjarsjóðs - eða heildarramma útgjaldanna. Ákvörðun um fasteignagjöld bæjarins varð að liggja fyrir um áramót,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar Jóhannes- sonar liggja áætlanir flestra bæjarstofnana nú fyrir og má því fara að gera ráð fyrir að bæjarráð fari að vinna að fjárhagsáætlun fyrir 1985 á næstu dögum. Sjálf- stæðismenn hafa lýst því yfir að fulltrúar þeirra í bæjarráði muni ekki vinna að fjárhagsáætlun og var hann spurður að því hverju það breytti? „Undanfarin ár hafa þeir tekið fslenskur skipa- og vélarúmshermir: Býður upp á fjölda áhugaverðra möguleika Fimm íslensk fyrirtæki sem gera sameiginlegt tilboð í skipa- og vélarúmshermi fyrir Verkmenntaskólann á Akur- eyri, hafa sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu. JHM almenn verkfræðiþjón- usta, Verk- og kerfisfræðistofan hf. og Rafhönnun frá Reykjavík ásamt Akureyrarfyrirtækjunum Raftákni og Slippstöðinni hafa gert sameiginlegt tilboð í hönnun, framleiðslu og uppsetn- ingu vélarúmshermis fyrir Verk- menntaskólann á Akureyri. Tilboð fyrirtækjanna inniheld- ur stjórnskápa fyrir skipstjóra og vélstjóra, aðaltöflu, aðalvélbún- aðartöflu, hjálparvélbúnaðar- töflu, tölvukerfi með litaskjám og prenturum ásamt nauðsyn- legum tölvuforritum. Aætlaður afhendingartími er 18 mánuðir, þannig að gert er ráð fyrir að skipa- og vélarúmshermirinn verði tekinn í notkun haustið 1986. Ofannefnd fyrirtæki telja sig sameiginlega hafa starfsmenn með umfangsmikla starfsreynslu á þeim sérsviðum, sem nauðsyn- leg eru til að þróa þennan véla- rúmshermi. Fyrirtækin munu þróa þennan hermi í samstarfi við Háskóla íslands og erlenda tækniháskóla. Forsvarsmenn fyrirtækjanna fimm benda á áhugaverða mögu- leika fyrir Verkmenntaskólann til að nýta þann tölvubúnað, sem þau bjóða til kennslu og nám- skeiðahalds á mörgum öðrum þátt í að deila út öllum þeim fjármunum sem aflað hefur verið með gjaldtöku á bæjarbúa og ekki verið eftirbátar annarra í þeim efnum. Þeir hafa hins vegar reynt að láta meirihlutann taka á sig þær óvinsældir sem því fylgja að afla teknanna, a.m.k. hvað varðar fasteignagjöldin. Það verður að koma í ljós hvernig þessi mál þróast. Ég hef ekki séð að fulltrúar sjálfstæðismanna í nefndum hinna ýmsu bæjarstofn- ana hafi verið nitt hógværari í kröfum um fjármagn úr bæjar- sjóði en fulltrúar meirihlutans Sigurður Jóhannesson. þegar unnið hefur verið að fjár- hagsáætlun þessara stofnana í ár eða á fyrri árum,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Hann gat þess að lokum að reynt yrði að rýmka þær reglur sem gilda um lækkun og niður- fellingu á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega, þannig að fleiri fái nú notið þessara fríðinda en áður hefur verið. - HS sviðum. Má hér nefna kennslu í stýribúnaði fyrir fjarvarmaveitur, rafveitur, virkjanir, stóriðjufyrir- tæki, fiskimjölsverksmiðjur, fisk- vinnsluhús og fiskeldisstöðvar. Telja má að öll þessi svið verði áhugaverð fyrir Verkmennta- skólann á Ákureyri í náinni framtíð. Þá telja fyrirtækin að margir áhugaverðir framleiðslumögu- leikar geti skapast hérlendis með þessu þróunarverkefni í sam- bandi við tölvu- og stýribúnað fyrir skip og verksmiðjur og kem- ur þá vel til greina að framleiða slíkan búnað á Akureyri. Mun það geta skapað nemendum Verkmenntaskólans meiri mögu- leika á áhugaverðum störfum í framtíðinni. MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI Almenn námskeið Myndlistaskólans hefjast 5. febrúar. Teiknun og málun fyrir fullorðna Byrjendanámskeiö I. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö I. Tvisvar í viku. Myndlistardeild I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeiö II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar i viku. Myndlistardeild II. Tvisvar í viku. Markmið kennslunnar á námskeiðum fyrir byrjendur er að veita nemendum alhliða undirbúningsmenntun í almennum myndlistum. í upphafi er lögð áhersla á teiknun frumforma og hlutateiknun. Síðan greina nemendur þessi frumform í umhverfinu og beita við það mismunandi taekniaðferðum. Að áferðaræfingum loknum er tekið til við að teikna uppstillingu og hún síðan færð yfir I lit. Á framhaldsnámskeiðum er byrjað á greiningu mannslíkamans. Teiknað er eftir lifandi fyrirmynd og áhersla lögð á hlutföll, línu og form. Við teikningu mannslíkamans er beitt mismunandi tækniaðferðum. í myndlistardeildum er myndlistarnámið eflt og dýpkað. Notuð eru ný efni og ýmsar tilraunir gerðar með þau. Kennd eru grundvallaratriði litfræði auk myndskipunar. Víða er leitað fanga og miða verkefnin að því að örva nemendur til sjálfstæðrar myndsköpunar. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 alla virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.