Dagur - 20.02.1985, Page 2
2 - DAGUR - 20. febrúar 1985
„Mem still yfir
öskudeginum áður fyrr“
- Lárus Zophoníasson rifjar upp „gamla öskudaga"
Áttu von á því að
þurfa að greiða
mikil opinber
gjöld?
Jósavin Helgason:
Nei, ég er bóndi og á því ekki
von á háum gjöldum í ár.
Finnur Sveinbjörnsson:
Nei, ekki mjög mikil. Ég var
með 450 þúsund í tekjur á síð-
asta ári. Ég veit ekki hvað ég
þarf að borga mikið af því.
Hörður Guðmundsson:
Ég var með 580 þúsund í tekj-
ur á síðasta ári. Ætli ég þurfi
ekki að borga svona 140 þús-
und af því, eða svipað og í
fyrra. Ég hef svo góðan sjó-
mannaafslátt.
Ólafur Tryggvason:
Ég á ekki von á því, nei.
Laufey Vilhjálmsdóttir:
Ég veit það ekki, ætli það
verði ekki svipað og í fyrra,
býst ég við.
Það er öskudagur í dag og mik-
ið um að vera hjá yngri kyn-
slóöinni, indíánar, álfkonur,
trúðar, kábojar og galdranorn-
ir hafa þeyst um bæinn syngj-
andi „Nú er frost á fróni“ í
góða veðrinu og þegið sæl-
gætispoka ellegar einhverja
aura fyrir viðvikið. Hvað um
það, okkur fýsti að vita hvern-
ig öskudagsmálum hafi verið
háttað hér áður fyrr og hittum
því að máli Lárus nokkurn
Zophaníasson bókavörð á
Amtsbókasafninu og báðum
hann að segja okkur frá ösku-
dögum „dentíðarinnar“.
„Ég veit það ekki nákvæmlega
hvenær öskudagur var fyrst hald-
inn hér á Akureyri, en dettur í
hug að það hafi verið í kringum
1880-90. Mér finnst að það hljóti
að vera einhverntíma þar um bil.
Af hverju? Jú, þá var bærinn að
stækka svo mikið og það var hér
meira af börnum en áður. í upp-
hafi voru hátíðahöldin ekki
bundin við öskudaginn, ég er
hérna með endurminningar Jón-
asar Stefánssonar, en hann var að
alast upp hér á Akureyri milli
1880-90 og hann segir: Mánu-
daginn í byrjun föstu var venju-
lega sleginn köttur úr tunnu. Síð-
an hefur þessi siður færst fljót-
lega yfir á öskudag. Það voru
venjulega tvö lið sem áttust við í
kattarslagnum, annað af Oddeyr-
inni og hitt úr Innbænum og oft
mikill hiti í leiknum, einhverju
sinni barst leikurinn út á Pollinn
sem var ísi lagður og þar börðust
þessi lið um stund. Nei, það voru
engin illindi, bara þessi vanalegi
hverfabardagi.
Gamla Snorraportið var mið-
punkturinn, þar var kattarslagur-
inn og segir Jónas í endurminn-
ingum sínum að gengið hafi verið
í hús í námunda við portið og
sungið, það var seinna sem farið
var að syngja í búðum. Ég man
eftir því þegar ég var smápolli
staddur í einhveri búð að púki
rekur hausinn inn í búðina og ég
Með upplýsingu lands og lýðs frá
byrjun þessarar aldar hafa
skottur og aðrir draugar horfið í
skuggann. Uppvakningar af
ýmsu tagi áttu að koma fram
hefndum fyrir misgerðir eða sært
stolt, sem ekki hafði tekist að
hefna fyrir, svo að um munaði.
Því fer fjarri að nútímamenn séu
sáttfúsari en fyrri tíma menn, en
þeir beita e.t.v. ekki sömu að-
ferðum og fyrr á tímum.
Nú þegar allt logar í verk-
föllum og hótunum um að ganga
úr starfi þrátt fyrir málamynda-
samþykktir eru kennarar og
starfsfólk sjúkrahúsa í Reykjavík
og víða um land í miklu upp-
námi, sem rekja má beint til kröf-
varð óskaplega hræddur, en það
var verið að syngja inni í þessar
búð, það eru líklega rúm 50 ár
síðan.“
- Hvernig var með búning-
unnar um þrjátíu prósent kaup-
hækkun. Stjórnandi þessarar
kröfugerðar Kristján Thorlacius
fullyrti að nógir peningar væru
til, svo að hann og hans fylgifisk-
ar væru ekki til viðtals um lægri
kauphækkun, og þar að auki
hefðu opinberir starfsmenn feng-
ið verkfallsrétt, og þann rétt ætti
að nota til þess að sýna mátt sam-
takanna (þ.e. Kristjáns og Co.)
Opinberir starfsmenn hafa
fengið greitt kaup fyrirfram (einn
mánuð) og ætlaðist Kristján til
þess að opinberir starfsmenn í
verkfalli væru á fullum launum.
Petta fór þó ekki eins og Kristján
fullyrti, óg samið var um helm-
ana?
„Þeir voru töluvert öðruvísi en
nú tíðkast, oftast var um stælingu
á gömlum hermannafötum að
ræða. Fólk hafði úr minna að
ingi lægri kauphækkun en krafist
var í upphafi, og allt að mánaðar-
kaup glataðist. Áberandi margir
seðlar voru auðir þegar samið
var. Kristján gat ekki vísað á
peningana, sem hann hafði sagt
tiltæka, en hann sagðist vera til-
tölulega ánægður. Ekki gat sú
ánægja verið til hagsbóta fyrir þá
sem Kristján taldi sig vera að
berjast fyrir, þeirra hagur er
verri. Vfsitalan rýkur upp, geng-
ið er fallið um meira en tuttugu
prósent og vextir hafa stórhækk-
að. Við þessar aðstæður versnar
hagur launþega og stjórnvöld
ráða lítið við þessa kollsteypu.
Sá efnahagsbati, sem áunnist
hafði er rokinn út í veður og vind
spila og lét sér nægja að næla
borða á fötin og setja axlaskúfa
á matrósaföt og borðaleggingar
á buxur. Þannig voru flestir en
það slæddust alltaf karlar, kerl-
ingar og púkar með. Mér fannst
meiri stíll yfir þessu áður fyrr,
það var meira skipulag, liðin
voru stærri og það var ailtaf geng-
ið fylktu liði, tveir og tveir saman
og ævinlega foringi sem fremstur
gekk. Núna virðist gilda að vera
sem fæstir í liði, hugsunarháttur-
inn er sá að þá fái þau meira sæl-
gæti.“
- Gróðasjónarmið?
„Ég veit það ekki, þetta breyt-
ist allt. En það var meiri her-
mennskublær yfir þessu í gamla
daga, ekki það að það hafi verið
meiri hasar, heldur yfirbragðið
og stíllinn, menn marseruðu um
bæinn. Þetta er losaralegra núna
finnst mér.“
- Þetta var bundið við stráka í
fyrstunni.
„Já, lengi vel voru það ein-
göngu strákar sem voru í ösku-
dagsliðum. Ég er nær viss um að
það hefur verið eftir 1930 sem
stelpur fóru að taka þátt í þessu
og þær voru þá í sér liðum,
kannski með litla bræður sína
með sér. Það var svo enn síðar að
liðin blönduðust. Nei, ég veit
ekki af hverju þetta var bundið
við stráka.
- Hvað var gert eftir hádegi á
öskudeginum?
„Það var haldið öskudagsball í
Barnaskólanum, nei, ekkert
endilega grímuball, ég held að
það hafi verið allur gangur á því.
Krökkum voru stundum gefnir
peningar fyrir söng sinn eins og
núna er og ég vissi til þess að þeir
splæstu stundum í bíl og fóru
rúnt inn fyrir bæinn. Ég heyrði
um flokka sem fengu sér bíl og
keyrðu fram í Kristnes og sungu
við mikinn fögnuð. Bílar voru
þá ekki almenningseign og mikið
upplifelsi að koma upp í slík far-
artæki.“ - mþþ
og framsóknarmenn, sem eru
ábyrgir fyrir stjórninni, öðrum
fremur, eru mjög aðþrengdir.
Var það ekki tilgangurinn með
verkfalli opinberra starfsmanna
að koma fram hefndum fyrir
hrakfarir Kristjáns og Ólafs
Ragnars Grímssonar sem ætluðu
að taka Framsóknarflokkinn í
sína þjónustu en urðu að láta sér
nægja að stofna svokallaða
Möðruvallahreyfingu, sem Ólaf-
ur Ragnar yfirgaf eins og sökkv-
andi skip, en Kristján sat eftir
með skömmina?
Reykjavík 15. febr. 1985.
Skúli Ólafsson.
Lárus Zophoníasson.
Mynd: KGA
Lesendahornió
Möðruvallaskotta