Dagur - 20.02.1985, Page 7

Dagur - 20.02.1985, Page 7
20. febrúar 1985 - DAGUR - 7 STeinULLftR VERKSmiDJftn Her ris steinullarverksmidja ] sem áætlaö er aö taki tíl starla í júlí 1985 Grunnflötur: 3124 «tl* Rúmmál: 31495 nti3 Arkitektar: STIKANS.F. Verkfræðíngar: FJÖLHONNUN H.F. RAFTEIKNING H.F. FJARHITUN H.F. Aðalverktakar: ÓSTAKS.F. STÁLAFL SVF. Myndir: ESE ......" Atak til sjón- vemdar Ragnar Sigurðsson augnlæknir við augnbotnamyndavélina en hún er notuð til að taka sérstakar myndir af fíngerðu æðakerfi augnbotna. Nauðsynleg tæki til að framkvæma rannsóknir hjá sykursjúkum og sjúklingum með sýkt æðakerfi augna. FSA fékk fjögur ný tæki að gjöf frá Lions bætir aðstöðu á Augnlækningadeild til muna Hörður Þórleifsson formaður framkvæmdanefndar söfnunarinnar afhendir tækin góðu. Gunnar Ragnars tók á móti tækjunum fyrir hönd sjúkrahússins. læknar F.S.A. þjóna í daglegum rekstri 40 þúsund manna svæöi og þaö er óviðunandi ástand að það fólk búi ekki við sama öryggi og aðrir landsmenn, sem flestir leita til Reykjavi'kur. Tækin voru afhent sl. laugar- dag og var það Hörður Þorleifs- son formaður framkvæmda- nefndar söfnunarinnar sem af- henti þau, en Gunnar Ragnars veitti þeim móttöku fyrir hönd F.S.A. Ragnar Sigurðsson augn- læknir sagði í samtali við Dag, að nú væri hægt að framkvæma að- gerðir og rannsóknir á Augn- lækningadeild F.S.A. sem ekki var möguleiki á áður, myndi það spara tíma og fyrirhöfn fyrir sjúklinga, sem áður þurflu að leita til Reykjavíkur að fá bót meina sinna. - mþþ Vorið 1984 hófu Lionsklúbbar í umdæmi 109 B almenna söfnun er þeir nefndu Átak til sjónverndar og var í þágu Augnlæknadeildar F.S.A. Höfuðtilgangurinn var að bæta svo tækjakost deildarinnar að hún væri fær um að gegna hlut- verki sínu samkvæmt nútíma- kröfum. Söfnunin fékk það góðar undirtektir að takmark hennar náðist, en það var að kaupa fjögur augnlækninga- tæki, sjónsviðstæki, raufar- lampa, augnbotnamyndavél og uppskurðarsmásjá. Tæki þessi kostuðu um 1,8 milljónir króna, en alls höfðu Lionsmenn rúmar 2 millj. króna til ráðstöfunar og var afgangi upphæðarinnar varið til kaupa á tækjum til heilsugæslustöðva sem sérfræðingar F.S.A. þjóna. Þannig fengu Húsvíkingar rauf- arlampa, ljósbrotsmælir fór til Sauðárkróks og Vopnfirðingar og Siglfirðingar fengu augn- spegla. Aðstaða til augnlækninga á F.S.A. hefur gjörbreyst því nú er hægt að gera aðgerðir sem ómögulegt var að gera áður. Jafnframt batnar öll aðstaða til sjúkdómsgreininga og skoðunar. Þá hefur aðstaða til háls-, nef- og eyrnalækninga sem og tauga- skurðlækninga batnað að mun með tilkomu aðgerðarsmásjár- innar. í kynningarblaði Lionsmanna, Sjónvernd, kemur fram að hlut- verk söfnunarinnar sé að fólk á landsbyggðinni njóti sama örygg- is í þessum málum og það fólk sem býr í Reykjavík, en augn-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.