Dagur - 11.03.1985, Síða 8

Dagur - 11.03.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 11. mars 1985 KUTMAGAKVOLD Það var mikið fjörið á kút- magakvöldi Lionsklúbbsins Hugsins í Sjallanum á föstu- dagskvöld. Að gestum kvölds- ins af karlkyni ólöstuðum naut nígeríska nektardansmærin greinilega mestrar hylli karl- peningsins. Hún tíndi af sér spjarirnar við mikinn fögnuð og naut reyndar svolítillar að- stoðar, eins og myndin hér ber með sér. Einnig var á kút- magakvöldi uppboð á lista- verkum. Ágóða kvöldsins ætla Lionsmenn að verja til góð- gerðarmálefna eins og endra- nær. Minning: Ólafur Jónsson F. 19.5.1908 -D. 2.3.1985 Afi okkar og langafi Ólafur Jónsson vélstjóri, Munkaþver- árstræti 21, lést laugardaginn 2. mars sl. Samvist okkar við hann var mislöng, en þær minningar sem við öll eigum eru ljúfar og fullar af kærleik. Ófáar stundirnar voru þær er við sátum í Munkó og ræddum við afa um tilgang lífsins og hlutverk okkar hér á jörðu. Mörg heilræðin gaf hann okkur sem við höfum notið góðs af og minning hans mun verða styrkur í framtíðinni. Hvíl í friði elsku afi og lang- afi. Viljum við láta Ijóð skáldsins frá Fagraskógi vera okkar hinstu kveðja til þín. Mold. Moldin er þín. Moldin er góð við börnin sín. Sólin og hún eru systur tvær, en sumum er mildin eins hjartakær, því andinn skynjar hið innra bál, sem eilífðin kveikti í hennar sál, og veit, að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðrarmátt og gleður þá, sem gleðina þrá, gefur þeim öll sín blóm og strá, allt - sem hún á. Hýstu þér bæ, hlé fyrir vindum, regni og snæ. Taktu sjálfur tinnu og stál, og tendraðu gneistann - þitt arinbál. Tak hest þinn og plóg. Helga þér jörð.. .hér er landrými nóg. Moldin geymir hinn mikla auð. Moldin gefur þér daglegt brauð. Uppskeran bætir þinn ytra hag. Umhyggjan mildar þitt hjartalag. Átakið skapar afl og þrótt. í erfiði dagsins skal gæfan sótt. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor... Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það bezta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stefánsson.) Barnabörn og barnabarnabörn. Jarðgöng í í nýútgefnu fréttabréfí Vega- gerðarinnar sem nefnist Vega- mál er grein eftir Hrein Har- aidsson, þar sem fjallað er um jarögöngin í Ólafsfjaröarmúla. I greininni kemur fram að upp- haflega hafí þrjár lausnir á vegamálum Ólafsfírðinga ver- ið athugaðar, vegur um Drangsskarð, vegþekjur yfír hættulega staði á núverandi vegi og jarðgöng. Niðurstaðan varð sú að með tilliti til kostn- aðar og öryggis vegfarenda var mælt með gerð jarðganga gegnum Múlann. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla var opnaður fyrir umferð árið 1965. Hann iiggur á löngum kafla á sillu í bjarginu, hæst í um 260 m yfir sjó, og er þar lóðrétt bjarg niður í fjöru. Meðalársumferð er 160 bílar á sólarhring en sumar- umferð um 240 bílar. Snjóþyngsli eru mikil og vegurinn er að öllu jöfnu lokaður einn mánuð á ári. í greininni í Vegamál segir eftir- farandi um jarðgöngin í gegnum Múlann: „Jarðfræðirannsóknir hófust í Ólafsfjarðarmúla sumarið 1981. Tilgangur slíkra rannsókna er að skera úr um hvaða kostir eru tæknilega framkvæmanlegir, finna heppilegustu legu jarðgang- anna í hæð og plani og reyna að sjá hvaða jarðlög verða á ganga- leiðinni svo að unnt sé að gera áætlun um styrkingar og hvernig mæta á hugsanlegum uppákom- um við gerð ganganna. Þannig var reynt að kanna uppbyggingu Ólafsfjarðarmúlans með því að kortleggja jarðlögin sem þar er að finna. f grófum dráttum má segja að hann sé gerður úr 10-15 m þykkum blágrýtislögum sem liggja hvert ofan á öðru, með þunnum setlögum og gjalllögum á milli. Innviðir Múlans sjást best í giljum, sprungum og hamra- veggjum, og við kortlagninguna Olafsfjarðarmúla varð því að fikra sig upp og niður snarbratta skorninga utan í fjall- inu. Ekki tókst þó með þeim að- ferðum að rekja sömu lögin þvert í gegnum fjallið, og voru því bor- aðar 4 hoiur með bor frá Jarðbor- unum ríkisins sumarið 1982. Úr holunum, sem voru 60-70 m djúpar, fengust kjarnar úr berg- inu, og af þeim var unnt að fá skýrari mynd af þeim jarðlögum sem eru inni í fjallinu. Jarðfræðirannsóknum lauk með útkomu skýrslu sumarið 1984. Þar er reiknað með 3.200 m löngum göngum með munna við Kúhagagil og Tófugjá (Hrauns- læk). Auk þess er líklegt að for- skálar við munna þurfi að vera a.m.k. 50 m við hvort op. Jarð- fræðilegar aðstæður eru hagstæð- ar ef miðað er við „meðaltalið“ á íslandi, en þó eru ýmis atriði sem geta valdið erfiðleikum. Örugg- lega þarf að fóðra hluta gang- anna, og lfklega verður mest reynt að notast við svonefnda ásprautun. Slík fóðrun er mikið notuð í yfirstandandi jarðganga- framkvæmdum við Blönduvirkj- un (þunnri steypu með stálnálum er sprautað á bergið) og hefur áður verið notuð í virkjana- göngum og veggöngum og reynst vel. Nú er verið að vinna að hönnun vegar að göngunum. Auk þess hafa verið teiknuð kort af Múlanum, nágrenni ganga- munna og vegarstæðinu. Sumarið 1985 er mögulegt að hreinsað verði frá munnastæðunum inn í fast berg, svo að unnt verði að festa staðsetningu ganganna endanlega. Jarðgöngin munu stytta leiðina fyrir Múlann um ca. 1,3 km. Jarðgöngin í Ólafsfjarðarmúla verða aðallega unnin frá Ólafs- firði, þar sem munninn verður u.þ.b. 70 m fyrir ofan sjó. Þeim hallar síðan aðeins upp á við í átt til Eyjafjarðar, þar til ca. 150 m verða eftir, en þá hallar aftur að- eins niður á við og munninn þar er í u.þ.b. 120 m yfir sjó. Líklega verður sá hluti unninn frá Eyja- firði. Göngin verða með sama sniði og fyrri veggöng, þ.e. ein- breið með útskotum á ca. 200 m bili. Reiknað er með að þau verði unnin á hefðbundinn hátt með borun, sprengingu (3-4 m í einu) og útmokstri. Ekki er talið að setja þurfi upp loftræstingu í göngunum. Upphaflega var áætlað að framkvæmdir við sjálf göngin hæfust 1989. Nú er útlit fyrir að þau verði fyrr á ferðinni, þar eð þau fylgja Ó-vega áætluninni, sem nú er komin á undan áætlun. Skv. nýlegri framkvæmdaáætlun munu framkvæmdir hefjast árið 1988, að undangenginni loka- hönnun og útboði, en þetta er þó að sjálfsögðu bundið ákvörð- un Alþingis um fjármögnun. Reikna má með að það taki u.þ.b. 2 ár að komast í gegn, en þó gæti það alveg eins tekist á 1V4 ári. í áætluninni er stefnt að því að framkvæmdum verði að mestu lokið í árslok 1990, en e.t.v. eftir að setja bundið slitlag á gólf og setja upp hurðir og lýsingu. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar fyrir þessi jarðgöng hljóðar upp á u.þ.b. 300 milljónir, á verðlagi í desember 1984. Við kostnaðaráætlun eru engin áreið- anleg gögn til, sem unnt er að byggja á, og verður varla fyrr en reynslutölur koma frá jarðganga- gerð hér á landi, þar sem notuð eru tæki og tækni sem til eru í dag. Vegagerðarmenn fylgjast því náið með þeim framkvæmd- um á þessu sviði sem verða á döf- inni áður en kemur að Ólafs- fjarðarmúla, en það eru neðan- jarðarmannvirkin við Blöndu- virkjun. Eins og nú horfir virðist kostnaður pr. metra vera lægri en í áætlunum V.r., en sennilega verður munurinn ekki mjög mik- ill þegar upp verður staðið.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.