Dagur - 12.04.1985, Síða 8

Dagur - 12.04.1985, Síða 8
8-DAGUR- 12. Það var kalt og sumir klæddu sig vel. Það er búið að vera skítkalt hérna í Hollandi. Ekki svona kuldi sem tíðkast heima á íslandi þar sem hann nær ekki inn fyrir þröskuldinn og glóandi ofnar sjá um að halda sundfataveðri í hverju herbergi, heldur kuldi sem herjar alls staðar annars staðar en í stofunni sem oft er eina herbergið sem kynt er. Ég hélt satt að segja, þar til að Hol- landsdvölinni kom, að ekkert væri sjálfsagðara en að á klósett- inu væri alltaf miðevrópskur sumarhiti og ég skal segja ykkur það, ykkur sem sitjið nú á þessum stað með Dag í höndunum að þið eruð lukkunnar pamfílar. Annars ætlaði ég að tala um karnival en ekki klósettferðir. # Fjórir dagar Dagana sautjánda til tuttugasta febrúar héldu Suður-Hollending- ar karnival með pompi og prakt, en þessi hátíð er kaþólskur siður og hefur þann tilgang að nú geti allir sleppt fram af sér beislinu áður en hinn alvarlegi föstumán- uður gengur í garð. Þó svo að flestir hafi það til siðs að skemmta sér ærlega og láta svo föstuna lönd og leið. Ular tungur segja einnig að páfinn í gamla daga hafi bara fengið lánað miðs- vetrarblótið sem átti sér stað í flestum heiðnum trúarbrögðum, en hvað um það það er ÆGI- LEGA GAMAN. Helgi kyssir. Trumbur og tamborínur út um allt. Vegna innlausnar sparisldrteina ríkissjóÓs bjóÓum VERÐTRYGGÐA nf / z 1—1 LJ kh;„; vaxtareiknir Allir afgreiðslustaðir Samvinnubankans annast innlausn spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum verðtryggðan Hávaxtareikning með vöxtum. Hávaxtareikningur er alltaf laus og óbundinn. Kynntu þér Hávaxtareikninginn. Betri kjör bjóÖast varla Samvinnubankinn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.