Dagur - 12.04.1985, Side 15

Dagur - 12.04.1985, Side 15
12. apríl 1985 - DAGUR - 15 Nokkrir fulltrúar frá Akureyri á þinginu. Skátaþing á lllugastöðum Skátaþing, en það er haldið annað hvert ár, var haldið ný- lega á IHugastöðum í Fnjóska. Þar mættu tæptega 100 skátar víðs vegar af landinu og við ræddum við Garðar Lárusson frá Akureyri sem er varaskáta- höfðingi á íslandi, um þingið og mál því skyld. „Þetta þing er í fyrsta lagi aðal- fundur Bandalags íslenskra skáta og tekur ákvarðanir um stefnu hreyfingarinnar hér á landi. Á þingið mættu fulltrúar frá 22 stöðum á landinu," sagði Garðar. - Hverjar voru helstu niður- stöður þessa þings? „Undanfarin tvö ár hefur stað- ið yfir vinna við endurskipulagn- ingu á starfsemi skáta í landinu. Við þurfum í okkar starfsemi mikið af hjálpargögnum eins og t.d. bókum og öðru slíku en út- gáfa á þessum bókum hefur verið í lægð undanfarið. Ætlunin er hins vegar að menn taki sig á í þessu máli og komi útgáfumál- unum í betra horf. Þingið sam- þykkti að reyna að herða mjög á þessu máli svo þetta starf geti Dúi Bjömsson stjórnaði kvöldvöku orðið öflugt þegar næsta vetur. Þá var fjallað mikið' um þá skipulagsbreytingu að stofna skátasambönd víðs vegar um landið, og yrði þá um 6 eða 7 slík sambönd að ræða. Þetta var mik- ið rætt og málinu síðan vísað til milliþinganefndar og endanleg ákvörðun í þessu máli verður þvf tekin á skátaþingi 1987. Þetta eru þau mál sem voru fyrirferðarmest og önnur störf þingsins voru hefðbundin.“ - Hvernig er skátastarfið á Akureyri í dag, stendur það með blóma? „Það má segja það, þetta er mjög á uppleið aftur eftir að hafa verið í nokkurri lægð í smátíma. Ég held að virkir skátar á Akur- eyri í dag séu um 500 talsins. í félögunum tveimur á Akureyri sem heita Skátafélag Akureyrar og Valkyrjan eru virkir félagar um 300 og um 200 eldri skátar eru vel virkir einnig.“ gk-. Garðar Lárasson ávarpar skátaþingið. ' Sími 96-31129. Garðyrkjustöðin á Grísará Pottablómasala - einnig gróöurmold 08 Bach-tónleikar Akureyrarkirkju sunnudag 14. aprfl kl. 17.00. Passíukórinn, Kammersveit Tónlistarskóla Akureyrar ásamt einsöngvurum og orgelleikara flytja Guðsríki eftir J.S. Bach undir stjóm Roars Kvam. Mjög góðir rúskinnssportskór. Stærðir 35-39. Verð kr. 540,- Stærðir 40-45. Verð kr. 612,- Franskur rennilás. Stærðir 31-40. Ljósar gallabuxur karlmanna Verð aðeins kr. 560 Munið! Opið á laugardögum kl. 10-12. Eyfjörð Hjattsyrargotu 4 ■ simi 22275 Póstsendum. íbúðirtil sölu: Eru m að hefja sölu á 10 íbúðum í fjölbýlis- húsi sem byggt verður í sumar við Mela- síðu 6. 3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrsréttur. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tré- verk, sameign frágengin. Verð þann 1. mars 1985: 2ja herb. kr. 944.000,- 3ja herb. kr. 1.307.000,- 4ra herb. kr. 1.465.000,- ATH: Lán Húsnæðismálastofnunar ríkisins þann 1. jan. 1985: Einhleypingar: kr. 601.000,- 2-4ra manna fjölskylda: kr. 763.000,- 5-6 manna fjölskylda: kr. 892.000,- 7 manna og fleiri: kr. 1.031.000,- Draupnisgötu 7m 'fi 96-23248 Pósthólf 535 602 Akureyri. AKUREYRARBÆR Auglýsing frá Hitaveitu Akureyrar Notendur athugið að unnið verður við upp- setningu á rúmmetramælum í eftirtöldum göt- um dagana 15. til 21. apríl: Espilundur, Birkilundur, Einilundur, Víöilundur, Akurgerði, Kotárgeröi, Stekkjargeröi, Hamra- gerði, Álfabyggð, Ásabyggö, Goöabyggð, Byggöavegur, Lyngholt, Stórholt, Langholt, Ein- holt, Þverholt, Miðholt, Stafholt, Hraunholt, Krossanesbraut, Óseyri. íbúar eru vinsamlegast beðnir að taka verk- tökum vel og athuga, að hafa greiðan aðgang að hemlagrindum. Hitaveita Akureyrar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.