Dagur - 03.05.1985, Síða 11
3. maí 1985 - DAGUR -11
Norðurlandsmót í badminton:
Tvöfalt
hjá
Haraldi
Norðurlandsmótið í badmint-
on fór fram um síðustu helgi í
Glerárskóla og hvfldi nokkur
leynd yfir mótinu. Þar mættu
29 keppendur frá Akureyri, 11
frá Siglufirði og 2 frá Húsavík.
vík.
Úrslit í einliðaleik karla urðu
þau að Haraldur Marteinsson
TBS sigraði Kristin Jónsson
TBA í úrslitaviðureign 15:10,
12:15, 15:4. Þeir tveir léku svo
saman í tvíliðaleiknum og unnu
þar í úrslitum Hauk Jóhannsson
TBA og Girish Hirlekar TBA
15:8 og 15:8.
í einliðaleik kvenna sigraði
Sigrún Jóhannsdóttir TBS Guð-
björgu Guðleifsdóttur TBS í úr-
slitum 11:5 og 11:5. Þær Sigrún
og Guðbjörg kepptu síðan saman
í tvíliðaleik og töpuðu þá úrslita-
viðureigninni fyrir Jakobínu
Reynisdóttur og Guðrúnu Er-
lendsdóttur TBA.
í tvenndarleik sigruðu Guð-
björg Guðleifsdóttir og Oddur
Hauksson TBS, þau unnu Sig-
rúnu Jóhannsdóttur og Sigurð
Steingrímsson í úrslitum 15:10 og
15:1. Sigurvegarar í B-flokki
urðu Sigurður Sveinmarsson
TBA og Margrét Eyfells TBA í
einliðaleik, og í öðlingaflokki
sigraði öðlingurinn Kári Árna-
son. Þess má svo geta að lokum
að næsta badmintonmót fer fram
11. maí og er það Akureyrarmót-
ið. Verður það í íþróttahöllinni.
ikureyrar:
istarar!
Sem fyrr sagði var sigur Þórs-
ara verðskuldaður í þessum
mikla baráttuleik. Lítið er þó að
marka liðin ennþá við þær að-
stæður sem leikið er við, en eftir
þessum leik að dæma ættu knatt-
spyrnuáhugamenn á Akureyri að
eiga skemmtilegt sumar fram-
undan þegar liðin komast á
grasið.
Erlingur Kristjánsson var yfir-
burðamaður í liði KA og reis eins
og klettur upp úr vörn liðsins í
tvennum skilningi. Þá var Þor-
valdur traustur í markinu er á
hann reyndi en aðra leikmenn er
erfitt að taka út úr. í liði Þórs
vakti nýliðinn Siguróli Kristjáns-
son mikla athygli í stöðu bak-
varðar og þar eru Þórsarar að
eignast sterkan leikmann. Óskar
Gunnarsson var og frískur og
sömuleiðis Nói Björnsson en
minna bar á Halldóri Áskelssyni,
Bjarna Sveinbjörnssyni og Jónasi
Róbertssyni en oft áður.
ndur sem er færra en Þórsarar fá á heimaleiki sína, og fóru Þórsarar sem voru
honum fjárhagslega og hugsa sig tvisvar um áður en þeir bjóðast til að halda
;ri íslands 85:75 og sést Pálmar Sigurðsson skora tvö stiga fslands.
- Mynd: KGA
Sigurður Gestsson.
Sigurður Gestsson og Aldís
Arnardóttir voru í sviðsljósinu
á íslandsmótinu í vaxtarrækt
sem haldið var á veitinga-
staðnum Broadway um fyrri
helgi. Sigurður og Aldís eru
bæði frá Akureyri en þó Aldís
sé nú búsett í Reykjavík, kepp-
ir hún jafnan fyrir sinn gamla
heimabæ.
I flokki unglinga undir 75 kg
sigraði ívar Hauksson frá
Reykjavík. Einar Guðmann frá
Akureyri varð annar og bræðurn-
ir Björn og Pétur Broddasynir í
þriðja og fjórða sæti.
Júlíus Guðmundsson sigraði
Sigurð Pálsson í þyngri unglinga-
flokknum en Júlíus varð síðan ís-
landsmeistari unglinga.
í léttari kvennaflokknum, und-
ir 52 kg sigraði Ása Árnadóttir frá
Reykjavík en Guðrún Reynis-
dóttir frá Akureyri sýndi mikla
keppnishörku og tryggði sér ann-
að sætið. Aldís vann svo auðveld-
lega í þyngri flokknum og tryggði
sér síðan sjálfan titilinn.
í léttasta karlaflokki sigraði
kraftlyftingamaðurinn Daníel
Olsen frá Kópavogi. Sævar
Símonarson frá Akureyri náði
sér ekki á strik og varð þriðji.
Þarna vantaði illilega kraftlyft-
ingamanninn Kára Elíson frá
Akureyri sem hefði átt góða
möguleika á að sigra Daníel. En
Kári hætti við þátttöku skömmu
ráðir titlar
kureyrar
Sigurður og Aldís á æfingu.
fyrir mótið eins og reyndar Flosi Jónsson.
Sigurður Gestsson sigraði í flokki undir 80 kg
eftir keppni við Bandaríkjamann og Gest
Helgason frá Reykjavík. Var þetta jafnasti
flokkur mótsins en Sigurður bar samt talsvert af.
I flokki undir 90 kg sigraði
Magnús Óskarsson, Reykjavík
en Magnús var nú langt frá sínu
besta. Fótbrotnaði nýlega og
keppti á annarri löppinni og gifs-
inu. Þarna hefði Flosi Jónsson átt
alla möguleika þar sem keppi-
nautar Magnúsar voru fremur
slakir.
í þyngsta karlaflokknum sigr-
aði Kári Ellertsson en hann og
aðrir sigurvegarar í karlaflokkn-
um biðu svo lægri hlut fyrir Sig-
urði Gestssyni.
Á þessu móti vöktu stórkostleg
sýningaratriði Jóns Páls Sigmars-
sonar mikla athygli. Jón Páll
bvrjaði á að brjóta reiðhjól niður
í upprunalega parta, síðan þandi
hann lungun og blés upp hita-
poka en hámark sýningarinnar
var þegar hann lét Hjalta Úrsus
Árnason brjóta gangstéttarhellu
með sleggju á brjóstinu á sér. Að
sögn Sigurðar Gestssonar sem
var við upphitun í salnum undir
sviðinu, var höggið svo mikið að
það hrundi úr loftinu ofan á hann
en Jón Páll kenndi sér ekki
meins. Þess má geta að þess er
nú skammt að bíða að Akureyr-
ingar fái að sjá Jón Pál í eigin
persónu með sýningaratriði sín
því hann hefur þekkst boð um að
koma fram á Akureyrarmótinu í
kraftlyftingum sem haldið verður
í Sjallanum laugardaginn 25.
maí nk. -ESE