Dagur - 24.05.1985, Page 3
24. maí 1985 - DAGUR - 3
Bílaiðnaðurinn, sem enn er umfangs-
mesti iðnaður heims, er að hjarna við
eftir síðari öldudalinn af völdum ol-
íuverðhækkana og efnahagskreppu.
Talið er að um 3,9 milljónir manna
hafi unnið við bílaframleiðslu í
Bandaríkjunum, Evrópu og Japan
árið 1979. Síðan lá leiðin undan, en
síðustu 2-3 árin hefur aftur árað bet-
ur og bílaverksmiðjur í Bandaríkjun-
um og Japan eru farnar að skila
hagnaði.
Flestir framleiðendur reyna nú að
hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði,
því þar virðist helst vera von til hagn-
aðar að nokkru marki. Bandaríkja-
menn greiða nú með glöðu geði 50%
hærra verð að jafnaði fyrir bíl en þeir
gerðu fyrir 5-6 árum. Því er jafnvel
haldið fram að Japanir séu ánægðir
með kvóta sinn á Bandaríkjamarkaði
(innflutningur frá Japan er takmark-
aður við 1.850 þús. bíla á ári) því
takmörkunin hafi gert japanska bíla
eftirsótta og því hægt að selja þá á
hærra verði en ella. Þar með hafi
tekjur Japana af_ bílaútflutningi til
USA aukist þrátt fyrir minni sölu í
stykkjum talið.
Takmörkun innflutnings frá Japan
var ætluð til að auðvelda bandarísku
bílasmiðjunum aðlögun að breyttum
aðstæðum, aukinni samkeppni og
dýrara eldsneyti. Stóru framleiðend-
urnir hafa tekið þetta alvarlega og
eru allir (General Motors, Ford,
Chrysler og American Motors)
komnir vel á veg með endurskipu-
lagða framleiðslu, bæði nýjar gerðir
bíla og nýjar framleiðsluaðferðir.
Jafnframt hafa þessi stóru fyrirtæki
gengið til aukinnar samvinnu við
bílaframleiðendur í Japan og
Evrópu.
í Evrópu eru það sex fyrirtæki sem
bítast um markaðinn, GM, Ford,
Volkswagen, Fiat, Renault og
Peugeot. Frönsku fyrirtækin, Ren-
ault og Peugeot eru enn að berjast
við taprekstur. Fiat er nú réttum
megin við strikið og Volkswagen ger-
ir ráð fyrir sléttri útkomu á síðasta
ári. Dótturfyrirtæki amerísku ris-
anna eru í harðri samkeppni og veitir
GM (Opel) þar heldur betur sem
stendur.
í Japan er Toyota óumdeilanlega í
Honda
broddi fylkingar
og hafði 40% af
markaðinum þar árið
1983, ef frá eru taldir
smábílar. Reyndar er Daihatsu,
dótturfyrirtæki Toyota, fremst
flokki í framleiðslu og sölu smábíla í
Japan. Einhverjir tímabundnir
stjórnunarerfiðleikar hafa þjakað
Nissan að undanförnu og því er lík-
legt að Toyota hafi meiri áhyggjur af
miklum uppgangi Honda að undan-
förnu. Honda hefur náð miklum ár-
angri í útflutningi og þá einkum á
fremur dýrum og vel búnum bílum.
Þá hefur Mazda (Ford á 25% í
Mazda) einnig gengið vel í útflutn-
ingi, einkum þó til Evrópu.
Hér hefur þó fyrst og fremst verið
talað um hinn almenna markað og
algenga framleiðslu. Nokkrir bíla-
framleiðendur, sem sérhæfa sig í
framleiðslu vandaðra og jafnframt
heldur dýrari bíla virðast lúta öðrum
lögmálum en almennt gerist í bíla-
heiminum. Má þar nefna að Daiml-
er-Benz verksmiðjurnar högnuðust
hressilega öll samdráttarárin og búa
fjárhagslega við einna sterkasta
Bflaframleiðsla fer nú aftur vaxandi.
öðu framleiðenda í Evrópu. Svip-
aða sögu má segja af Volvo, BMW,
Porsche og fleiri slíkum.
En hverjir framleiða mest af bílum
og hverjir eiga alla þessa bíla? Árið
1984 var framleiðsla helstu fyrirtækja
í bílaiðnaði sem hér segir:
Fjöldi bíla
Bílaeign (og stundum lífskjör) er
oft tilgreind með því að telja hve
margir íbúar eru um hvern bíl og til
fróðleiks læt ég hér fljóta með tölur
þar um frá árinu 1983.
íbúar á hvern bíl
1,9
1. General Motors
2. Ford
3. Toyota
4. Nissan
5. Volkswagen/Audi
6. Renault
7. Peugeot
8. Fiat
9. Chrysler
10. Honda
11. Mazda
12. Mitsubishi
13. Daimler-Benz
14. Austin-Rover
USA
USA
Japan
Japan
V.-Þýskal.
Frakkland
Frakkland
Ítalía
USA
Japan
Japan
Japan
V.-Pýskal.
England
6.330 þús.
3.620 þús.
2.490 þús.
2.050 þús.
1.880 þús.
1.550 þús.
1.460 þús.
1.390 þús.
1.270 þús.
1.020 þús.
770 þús.
590 þús.
480 þús.
400 þús.
USA
Ástralía
V.-Þýskaland
Frakkland
Ítalía
Bretland
Spánn
Japan
A.-Pýskaland
Brasilía
Mexikó
Sovétríkin
Taiwan
Suður-Kórea
Nígería
Kína
2.3
2.5
2.6
2,8
3.4
4.4
4.5
6,0
15,0
16,0
26,0
27,6
104,9
125,0
10.200,0
I Kína eru 10200 íbúar um hvern
bfl en á íslandi 2-3.
Tekið skal fram að hér er um að ræða
heildarframleiðslu fyrirtækjanna
ásamt dótturfyrirtækjum.
ísland er líklega í flokki með Ástr
öluni og V.-Þjóðverjum í þessar
töflu.
GARÐYRKJUAHÖLD
SKÓFLUR ALLS KONAR
RISTUSPAÐAR
KANTSKERAR
GARÐHRlFUR
HEYHRÍFUR
GARÐSLÁTTUVÉLAR
RAFMAGNSORF
GARÐKÖNNUR
SLÖNGUHENGI
SLÖNGUTENGI
VERKFÆRAHENGI
O.FL. O.FL. O.FL.
GARÐSLÖNGUR
20 OG 30 MTR.
GÚMMlSLÖNGUR
ALLAR STÆRÐIR
PLASTSLÖNGUR
GLÆRAR MEÐ OG ÁN
INNLEGGS
Á UTIGRILLIÐ
ÓDÝR OG GÓÐ VIÐARKOL
KVEIKJILÖGUR
Gleðilegt sumar
Akureyringar-Norðlendingar
FLAGGSTANGIR
ÚR TREFJAGLERI, FELLAN-
LEGAR MEÐ FESTINGU
6-8-10 M.
ÍSLENSK FLÖGG
MARGAR STÆRÐIR
FLAGGSTANGAHÚNAR
FLAGGLlNUR
FATNAÐUR
Á BÖRNIN
POLLABUXUR
ÓDÝR OG GÓÐ STÍGVÉL
VINNUFATNAÐUR
ÓDÝR STlGVÉL
SILUNGANET
UPPSETT
BLÝ- OG FLOTTEINAR
KOLANET
SLÖNGUR
BJORGUNARVESTI
Á BÖRN OG FULLORÐNA
BÁTADÆLUR
KEÐJUR
SVARTAR OG GALV.
LÁSAR, VÍRAR, KÓSAR
MIKIÐ ÚRVAL
MALNINGARVÖRUR
TILBOÐSVERÐ
*
OPIÐ
ÁLAUGARDÖGUM
VERIÐ VELKOMIN
SLÖKKVITÆKI
MIKIÐ OG GOH ÚRVAL
AF ALLS KONAR SLÖKKVI-
TÆKJUM, BRUNAKEFLUM
OG REYKSKYNJURUM
ERUM AÐ FÁ
SEGLBfíETTI
VINSAMLEGAST
STAÐFESTID PANTANIfí
*
Góð vara
fyrir gott verð
SKIPAÞJONUSTAN HF.
VERSLUN, UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
TRYGGVABRAUT 10 - SIMAR (96)24725 - 21797 - 602 AKUREYRI