Dagur - 24.05.1985, Page 6

Dagur - 24.05.1985, Page 6
Tíu ára afmæli Lundarskóla: Um síðustu helgi hélt Lundar- skóli á Akureyri upp á tíu ára afmæli sitt og var mikið um dýrðir. Dagskráin hófst fljót- lega eftir hádegið með virðu- legum ávörpum formanns skólafélagsins, forseta bæjar- stjórnar og formanns foreldra- félagsins. Bárust skólanum gjaflr frá æskulýðsráði, KA og foreldrafélag skólans gaf fé til framkvæmda við lóð skólans. Að þessu loknu hófust ýmiss konar útileikir, það var sungið, dansað, útileikhús var í gangi, fimleikasýning og einhverjir fóru í júdó. Boðið var upp á andlits- skreytingu í tilefni dagsins og í einni af kennslustofum skólans héldu nemendur í þriðja bekk Tansaníuhátíð, en þeir voru að skila lokaverkefni sínu í samfé- lagsfræði þar sem fjallað var um Tansaníu. Foreldrafélag skólans stóð fyr- ir kaffisölu og er talið að um þús- und manns hafi drukkið kaffi í blíðskaparveðri við Lundarskóla. Foreldrafélagið stóð einnig fyrir flóamarkaði og af einhverjum ástæðum var lítil sala í regn- hlífum og skíðavörum, en að öðru leyti var salan nokkuð góð. Talið er að um tvö þúsund manns hafi heimsótt svæðið og tókst afmælið framar bestu von- um að sögn skólastjórans Harðar Ólafssonar. Sagði hann að heil- mikið fjör hefði verið, en samt engin ærsl og hamagangur eins og stundum verður þegar mikill mannfjöldi er saman kominn. Menn voru sumsé í hátíðarskapi í tíu ára afmælisveislunni. -mþþ Margir gerðu góð kaup á flóamarkaðinum. * \ á f'X X,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.