Dagur - 24.07.1985, Page 2

Dagur - 24.07.1985, Page 2
2 - DAGUR - 24. júlí 1985 Heldur þú að veður- farið hafí áhrif á sálarlífíð? Bragi Pálmason: Nei, ekki held ég það. Ég held að menn séu jafn hressir þó að veðrið sé svona vont. Sigfús Hansen: Alveg pottþétt. Þegar veðrið er gott eru allir í góðu skapi, en eru aftur leiðir þegar rignir. Jónas B. Aðalsteinsson: Ég held ekki. Skapið er undir hverjum og einum komið og menn geta alveg verið hressir í vondu veðri. Sigríður Árnadóttir: Já, alveg örugglega. Menn eru þyngri í rigningu og leiðinlegu veðri. „Það eru um þrjú ár síðan ég byrjaði að rækta sveppi og það var hálfgerð tilviljun að ég fór út í þetta. Ég gerði mikið af því að tína sveppi úti í náttúr- unni og fylgdist með hvernig þeir lifa og vaxa. Ég fór að lesa mér til og við það varð áhuginn enn meiri. Mér fannst þetta mjög athyglisvert. Þetta er eitthvað sem er í manni, ég hef mjög gaman af að glíma við erfið verkefni og svepparæktin er mjög erfið.“ Það er Magnús Sigursteinsson sem á og rekur Svepparækt Magnúsar í Ólafs- firði sem þetta segir. Blaðamenn Dags komu við hjá Magnúsi á ferð sinni um Ól- afsfjörð á dögunum og forvitnuð- ust um svepparækt. Þegar okkur bar að var Magnús nýlega búinn að tína um hundrað kfló af sveppum og sagði að það tæki sveppina um fimm til sex vikur að koma upp úr moldinni frá því að sáð er. „Þá eru þeir á stærð við títuprjónshaus. Síðan líða um sex til sjö dagar þar til þeir komast í tínsluhæfa stærð. Éftir að þeir eru komnir upp úr moldinni tvö- falda þeir stærð sína á hverjum sólarhring." Magnús segir að svepparæktun sé geysi vandasöm og að upp- skera verði aldrei eins góð og er- lendis vegna þess að hér sé ekki til hveitihálmur. Hérlendis er notaður kornhálmur, hann er lagður í bleyti og blandað saman við hann hrossaskít og öðrum áburðarefnum. Þessu er hlaðið upp í haug og í vikutíma þarf hitastigið að vera 58-60° C. Síðan þarf að rífa hauginn í sundur og bæta í hann fleiri áburðartegund- um og aftur er haugurinn hlaðinn upp og hitaður. Þetta er gert nokkrum sinnum og er allt sett í hillur í ákveðnum klefum í rækt- unarhúsinu. Þegar gerilsneyðing hefur átt sér stað þá er þetta kælt niður og sáning getur farið fram. I hálfan mánuð þarf að halda þessu við ákveðið hitastig og síð- an er sérstök mold, blönduð kalki og öðrum efnum,sett yfir. Eftir fjórtán til tuttugu daga fer að sjást í fyrstu sveppina. - Er þetta stór markaður? „Það er nú mest á staðina hér í kring, Akureyringar kaupa þó nokkuð af sveppum, Siglfirðingar og Dalvíkingar einnig. Og tölu- vert fer hér á Ólafsfirði. Það sem einna erfiðast er við þetta, er að koma vörunni á markað að vetr- inum, því samgöngur eru nokkuð erfiðar stundum. En þetta hefur samt allt bjargast. Að vísu var uppskeran heldur léleg í vetur.“ - Hvers vegna? „Það eru margir þættir sem því valda. Ég er að ímynda mér að það sé vegna þess að áður hafði ég moldina sem notuð er í ræktuninni í pokum, en í vetur hafði ég hana í hillum. Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og þetta er geysi vandasöm og viðkvæm ræktun. Það er heilmik- ið atriði að viðhafa mikinn þrifn- að í kringum þessa ræktun, því sú hætta er alltaf fyrir hendi að aðrir sveppir og örverur geti sprottið upp í beðunum. Það má ekkert út af bera svo að ræktunin mistakist ekki.“ Magnús sagði það töluvert vandamál að í nágrenninu finni hann ekki mold sem henti vel til ræktunarinnar, en hann sé að prófa sig áfram með eigin mold sem höfð var í pokum á gólfinu. „Ég ætla að gera tilraun með þessa mold og sjá hver árangur- inn verður," sagði hann. - Er þetta allt sama tegundin sem þú ræktar? „Nei, ég er með þrjár tegundir af sveppum í ræktun og þeir eru mismunandi að lögun og lit. Bragðmunur er einnig mikill. Þessir sveppir eru notaðir á marga vegu, hráir, steiktir, í salöt og þeir sveppir sem ekki ganga út fara í súr. Ég fer með þá heim og við sýrum þá í ediki. Þeir eru mjög góðir þannig.“ Að lokum Magnús, hvað varstu að gera áður en þú hófst svepparæktun? „Ég er lærður bifvélavirki og vann við það. Ja, ólíkt og ólíkt ekki? Bifvélavirkjar eru allan daginn að fást við ýmis vanda- mál. Þegar búið er að leysa eitt vandamálið tekur annað við. Svepparæktunin er að því leytinu lík bifvélavirkjun, það er alltaf verið að leysa vandamál. Það trúir því sjálfsagt enginn hversu mikil vinna er að baki þessari ræktun. Þetta er alls konar mold- ar- og mokstursvinna, að tæta hálm og ýmislegt fleira sem er síður en svo auðvelt." - mþþ Magnús Sigursteinsson. „Hef gaman af að glíma við erfið verkefni“ - Segir Magnús Sigursteinsson í svepparækt Finndu eina fyrir mig Karl skrifar: Það er naumast að lesendabréf mitt í Degi 15. júlí hefur farið fyrir brjóstið á fólki. Á mánudag- inn eru tvö bréf í lesendahorninu og annað þeirra er skrifað af karl- manni. Hann stingur upp á því að ég fái mér konu og er ekkert nema gott um þá hugulsemi hans að segja. Hins vcgar er ég afar latur maður aö eðlisfari og er því ekki víst að ég nenni að standa í því brasi. E.t.v. væri þessi bréfritari - Nokkrar línur til „karlmanns“ tilbúinn að finna eina fyrir mig og ekki væri verra að hún væri ófrísk vegna þess hversu latur ég er. Ég hef ekkert skipt um skoðun varðandi þctta kvennabrölt og mér finnst ástæðulaust hjá Guð- rúnu Óskarsdóttur að vera að fjasa út af því. Hér ríkir prent- frelsi og Dagur birtir mína skoöun í þessu lesendahorni sínu alveg eins og annarra. Mínar skoðanir saka engan Guörún Óskarsdóttir og hafðu það. „ Karl“ fáðu þér konu Karlmaður hríngdi: „Vegna lesendabréfs sem birtist f blaðinu mánudaginn 15. júlí, þar sem karl nokkur tjáir sig vegna gróðursetningar kvenna, langar mig að segja fáein orð. Karl þessi er áreiðanlega ógiftur og hefur því ekki fengið að vera með á kvöldvökunni, skrif þessi eru því til komin vegna öfunds- sýki. Hann ætti bara að ná sér f konu hið snárasta og vera með f næstu gróðursetningu og kvöld- vöku.“ Urklippa af lesendabréfi s.l. mánudag, „Karl fáðu þér konu“.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.