Dagur


Dagur - 24.07.1985, Qupperneq 4

Dagur - 24.07.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 24. júlí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRIMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vöxtur þéttbýlis ræður byggðaþróun Eðlilegt er að álykta að byggðaþróun sé af- leiðing atvinnuþróunar í landinu á hverjum tíma. Reynslan virðist staðfesta þessa álykt- un, því varla finnst sá staður hér á landi þar sem fólki hefur ekki fjölgað þegar atvinna og tekjur hafa vaxið, þegar til skamms tíma er litið. Þegar til lengdar lætur hafa að vísu fleiri atriði áhrif, eins og fjölbreytni atvinnu og þjónustu. Á framsóknaráratugnum svokallaða náðist jafnvægi í byggðaþróun sem hélst allt til árs- ins 1980. Frá 1980 til 1984 hefur landsbyggð- in hins vegar tapað suður 3.490 manns, eða 3,7% af íbúafjölda sínum 1979. Áratuginn 1961 til 1970 var tiltölulega stöðugur brott- flutningur fólks af landsbyggðinnni. Þessi áratugur hefur verið nefndur Viðreisnarára- tugur. Alls tapaði landsbyggðin suður 7.103 mönnum 1961—1970 eða 9% íbúafjölda síns 1960. Á síðasta ári nam brottflutningur frá landsbyggðinni 1.071 manni, sem er mesta byggðaröskun á einu ári síðan farið var að mæla þessar hreyfingar árið 1961. Viðreisnarstjórnin var langt frá því velviljuð landsbyggðafólki. Einfaldasti mælikvarðinn á það er byggðaröskunin sem varð á þessum árum. Gjörbylting varð á í þessum efnum þegar hin félagslegu öfl náðu forystunni í ís- lenskum stjórnmalum. Jafnvægi náðist 1975 og hélst allt til 1979. Þetta jafnvægi var svo nákvæmt að á þessum árum fluttu sex manns frá Suðvesturlandi til landsbyggðarinnar um- fram aðflutta. Gífurleg atvinnuuppbygging átti sér þá stað/út um allt land. Frystihúsa- áætlun og skutj/ogaravæðing átti þar mestan þátt. ^ Þjónustugreinar eru nú í örustum vexti allra atvinnugreina hér á landi. Stærstur hluti þessarar aukningar lendir á höfuðborgar- svæðinu. Afleiðingarnar eru svo augljósar að ekki verður um villst. Byggðaröskun hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. Það er slæmt fyrir framsóknarmenn að þurfa að sitja undir þessum staðreyndum og bendir til þess að íhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum ráði meira en góðu hófi gegni um framvinduna. Að vísu hefur að frumkvæði forsætisráðherra verið unnið markvisst að nýrri sókn í efna- hags- og atvinnulífinu. Sú sókn er tæpast haf- in að neinu marki og áhrifa hennar gætir ör- ugglega ekki ennþá á byggðaþróunina. Því hefur verið haldið fram, að það sem ráði úrslitum varðandi þróun byggðar sé það, hvar þéttbýli vaxi. Sé þetta rétt hlýtur það að vera mikið áfall, að stjórnvöld skuli ekki hafa tekið betur undir þær kröfur en raun ber vitni, að nýjar og áhrifamiklar stofnanir yrðu settar upp á Akureyri. Aldursflokkamót sundsambands (slands: Á fimmta hundrað kepp- endur mættu til leiks Aldursflokkamót Sundsambands ís- lands var haldið á Akureyri um helgina. Mót þetta var geysilega fjölmennt því til þess mættu um 400 ungmenni en Sundfélagið Óðinn sá um alla framkvæmd. Gekk mótið mjög vel fyrir sig og voru notuð raf- magnstímatökutæki því annars hefði ekki verið hægt að halda jafn fjölmennt mót og þetta á tveimur dögum. Mótið var jafnframt stigakeppni félaganna. Ungmennafélag Bolung- arvíkur sigraði, síðan kom Vestri ísaflrði, þá HSK, Ægir í 4. sæti, Óð- inn í 5. sæti og svo félögin hvert af öðru. 3 Islandsmet voru sett á mótinu, og ekki færri en 18 Akureyrarmet sem sýnir vel gróskuna í sundi í bænum. Úrslit í mótinu urðu sem hér segir: 400 m skriðsund pilta. 1. Ingólfur Amarson Vestri 4:33,4 2. Birgirö.Birgisson Vestri 4:41,2 3. Sturla Sighvatsson Ægir 4:53,9 200 m fjórsund drengja. 1. Hannes M. Sigurðsson UMFB 2:29,9 2. Svavar Þ. Guðmundss. Óðinn 2:31,3 Ak.met karla, dr., og pilta. 3. DavíðJónsson Ægir 2:45,3 50 m skriðsund sveina. 1. Þorsteinnn H. Gíslas. Ármann 31,6 2. Guðmundur Arngrímss. UMFB 32,5 3. Gunnar Ellertsson Óðinn 33,4 50 m bringusund meyja. 1. Heiðrún Guðmundsd. UMFB 40,6 2. Björg H. Daðadóttir UMFB 41,4 3. Birna Björnsdóttir Óðinn 41,5 Ak. met meyja. 100 m skriðsund stúlkna. 1. Bryndís Ólafsdóttir HSK 1:00,7 2. Helga Sigurðardóttir Vestri 1:00,9 3. Sigurrós E. Helgad. Vestri 1:03,2 200 m bringusund pilta. 1. Símon P. Jónsson UMFB 2:42,0 2. Finnbjörn Finnbjörnss. Ægir 2:44,4 3. Steinþór Bragason Vestri 2:52,5 100 m skriðsund telpna. 1. Hugrún Ólafsdóttir HSK 1:02,5 2. Ingibjörg Arnard. Ægir 1:04,1 3. HildurK. Aðalsteinsd. UMFB 1:07,0 100 m haksund drengja. 1. Svavar P. Guðmundss. Óðinn 1:10,4 Ak. met karla & pilta & drengja. 2. Hannes M. Sigurðsson UMFB 1:15,3 3. Halldór Ólafsson UMFB 1:18,4 100 m baksund stúlkna. 1. Bryndís Ólafsdóttir HSK 1:15,2 2. SigurrósE. Helgad. Vestri 1:15,8 3. Maren Finnsdóttir KR 1:17,7 50 m baksund sveina. 1. Guðmundur Arngrímss. UMFB 00.40:60 2. Arnar Freyr Ólafss. HSK 00.40:60 3. Gunnar Ellertsson Óðinn 00.41:80 50 m flugsund meyja. 1. Arna Sveinbjörnsd. Ægir 36,8 2. Drífa Þórarinsdóttir ÍBV 37,4 3. Björg Jónsdóttir UMFN 38,0 100 m flugsund pilta. 1. Ingólfur Arnarson Vestri 01.05:10 2. Símon Þ. Jónsson UMFB 01.08:30 3. Birgir Örn Birgiss. Vestri 01.09:60 100 m flugsund telpna. 1. Ingibjörg Arnardóttir Ægir 01.12:40 2. Hugrún Ólafsdóttir HSK 01.14:40 3. Jóhanna Benediktsd. HSK 01.19:00 100 m bringusund drengja. 1. Hannes Sigurðsson UMFB 01.19:40 2. SvavarP. Guðmundss. Óðinn 01.21:10 3. Sindri Valdimarsson Ægir 01.24:20 200 m fjúrsund stúlkna. 1. Bryndís Ólafsdóttir HSK 02.35:80 2. Helga Sigurðardóttir Vestri 02.38:30 3. Heba Friðriksdóttir UMFN 02.46:70 4x100 m boðsund, fjórsund pilta. Sveit UMFB pilta UMFB 04.42:70 Sveit >7estra Vestri 04.47:50 Sveit Ægis piltar Ægir 04.49:40 4x100 m boðsund skriðsund telpna. A-sveit HSK telpur HSK 04.31:20 Sveit Ægis telpna Ægir 04.35:40 Sveit UMFB telpna UMFB 04.46:40 400 m skriðsund stúlkna. 1. Bryndís Ólafsdóttir HSK 04.42:90 2. Helga Sigurðardóttir Vestri 04.47:10 3. Stefanía Halldórsdóttir HSK 05.09:40 200 m fjórsund telpna. 1. Hugrún Ólafsdóttir HSK 02.37:30 2. Ingibjörg Amardóttir Ægir 02.40:30 3. Hildur K. Aðalsteinsd. UMFB 02.47:50 50 m skriðsund meyja. 1. Bima Björnsdóttir Óðinn 00.31:60 Ak.met meyja & telpna. 2. Arna Sveinbjörnsdóttir Ægir 00.32:90 3. Heiðrún Guðmundsd. UMFB 00.33:10 50 m bringusund sveina. 1. BjörnH. Einarsson ÖSP 00.41:30 2. Guðmundur Arngrímss. UMFB 00.42:60 3. Snorri Óttarsson Óðinn 00.43:80 100 m skriðsund pilta. 1. Ingólfur Arnarson Vestri 00.56:80 2. Birgir Örn Birgisson Vestri 00.59:30 3. Magnús Jakobsson UMFB 01.00:80 200 m bringusund stúlkna. 1. Þuríður Pétursdóttir Vestri 02.53:90 ,2. Bára Guðmundsdóttir Vestri 02.58:70 3. Björg Jónsdóttir Vestri 02.58:80 100 m skriðsund drengja. 1. Hannes Sigurðsson UMFB 00.59:50 2. SvavarÞ. Guðmundss. Óðinn 01.00:40 án stiga Ak. met. dr. 3. Jón Valur Jónsson UMSB 01.03:90 100 m baksund telpna. 1. Hugrún Ólafsdóttir HSK 01.16:70 2. Kolbnín Y. Gissurard. HSK 01.17:10 3. Ingibjörg Arnardóttir Ægir 01.19:30 100 m baksund pilta. 1. Ingólfur Amarson Vestri 01.12:10 2. Birgir Örn Birgisson Vestri 01.13:30 3. Jóhann Samsonarson SH 01.16:00 50 m baksund meyja. 1. Birna Björnsdóttir Óðinn 00.37:80 Ak.met kvenna, stúlkna, telpna & meyja. 2. Björg Jónsdóttir UMFN 00.38:80 3. Díana Hlöðversdóttir UMFN 00.39:80 50 m flugsund sveina. 1. Gunnar Ellertsson óðinn 00.36:40 2. Heimir Jónasson ÍA 00.37:60 3. ÞorsteinnH. Gunnarss. Ámann 00.38:60 100 m flugsund stúlkna. 1. Bryndís Ólafsdóttir HSK 01.09:10 2. Helga Sigurðardóttir Vestri 01.12:60 3. Sigurrós Helgadóttir Vestri 01.18:50 100 m flugsund drengja. 1. Hannes Sigurðsson UMFB 01.07:50 íslandsmet drengja. 2. Svavar Þ. Guðmundsson Óðinn 01.10:50 Ak. met drengja. 3. DavíðJónsson Ægir 01.12:70 200 m fjórsund pilta. 1. Ingólfur Arnarson Vestri 02.25:20 2. Símon P. Jónsson UMFB 02.31:30 3. Birgir Örn Birgirsson Vestri 02.31:90 100 m bringusund telpna: 1. Pálína Björnsdóttir Vestri 1.24,30 2. Aldu Viktorsdóttir ÍA 1.25,30 3. Bryndís Ernstdóttir Ægir 1.27,00 4x100 m fjórsund stúlkna. A-sveit Vestra Vestri 4.53,90 ísl.met stúlkna A-sveit HSK HSK 4.56,80 Sveit Ægis Ægir 5.18,00 4x100 m skriðsund drengja. SveitUMFB UMFB 4.29,00 Sveit Ægis Ægir 4.31,50 Sveit Óðins Óðinn 4.41,30 Aukagrein: 4x100 m skriðsund stúlkna. A-sveit Vestra Vestri 4.20,60 ísl.met stúlkna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.