Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. júlí 1985 Er hann að bresta á með sólskini? Aðalsteinn Bergdal: Það er ekki nokkur vafi á því, ég kom með sólskinið með mér að sunnan. Guðjón Jónsson: Já, að sjálfsögðu. Hreiðar Eiríksson: Já, ég held það. Við eigum það alveg skilið. Kristín Skúladóttir: Já, ég er bara næstum alveg viss um það. Það má alltaf lifa í voninni. Hann ætlaði sér að læra bif- vélavirkjun eða vélvirkjun en starfar nú sem húsgagnabólstr- ari. Hann hefur flutt verkstæð- ið sitt margoft á milli staða hér í bænum, svo það er von að maður spyrji hvað allir þessir flutningar eigi að þýða? „Ég held að mér sé ætlað að flytja svona oft. Þess vegna sætti ég mig við það.“ Það er Björn Sveinsson hús- gagnabólstrari sem er í viðtali Dags-ins í dag. Hann var hálf þreytulegur þegar okkur bar að garði. „Ég lenti í því að keyra mann austur á Tjörnes í gær- kvöld og var seint á ferð í nótt. Þetta sýnir að maður er farinn að eldast og þolir ekki svona nætur- vökur við akstur.“ - Hvernig stendur á því að maðurinn sem ætlaði að læra við- gerðir á vélum er í húsagna- bólstrun? „Þetta æxlaðist einhvern veg- inn þannig að ég fór í þetta nám. Þannig var að á þessum árum sem ég var í þessu, - það var 1957 í október, - var erfitt að komast í iðnnám. Mér bauðst að læra bólstrun svo að ég sló til. Og mér er óhætt að segja að ég tel mig heppinn að hafa lent frekar í þessu en vélaviðgerðunum." Björn lærði iðn sína í Reykja- vík. „Ég er Reykvíkingur í húð og hár, en flutti til Akureyrar fyrir 15 árum. Það var aðallega til að prófa, því ég hafði oft komið til „Eg er eins og utanbæjarmaður í Reykjavík,“ segir Bjöm Sveinsson. Mynd: gej Akureyrar og líkaði vel. Því var það að fjölskyldan tók ákvörðun um að flytja norður. Við ætluð- um að reyna í eitt til tvö ár en þau eru orðin fleiri. Ég var svo heppinn að komast í vinnu strax og við komum hingað. Þetta var rétt áður en Valbjörk sáluga lagðist af, og þar vann ég þar til yfir lauk hjá þv: ágæta fyrirtæki. Þar á eftir vann ég hjá Karli Bárðarsyni í eitt og hálft- til tvö ár, fór síðan að vinna hjá Stáliðn og þaðan fór ég á sjó og var í átta mánuði. Það var gott að vera á sjónum, - sældarlíf -, en ekkert fjölskyldulíf. Eftir það fór ég út í eigin rekstur. En það er sorglegt hvað þessi iðngrein hefur dregist saman. Þegar ég kom í bæinn voru hér 6 verkstæði og 15 menn í vinnu við bólstrun en nú eru tvö lítil verkstæði og 2 menn að vinna. Það er eitt af því sem fólk sparar við sig í upphafi kreppu, að láta gera við húsgögnin sín. - Er starfið skemmtilegt? „Já starfið er mjög skemmti- legt. Það sem er kannski skemmtilegast við það er að fá illa farin húsgögn og gera þau að nýjum. - Þú ert einn hér á verkstæð- inu, er það ekki leiðinlegt til lengdar að vinna einn? „Nei, það á ágætlega við mig að vera svona einn. En það er ekki þar með sagt að ég vilji ekki hitta fólk, því ég hef ákaflega gaman af að hitta fólk og spjalla, fyrir utan það, að hingað koma fastir vinir mínir til að ræða málin, sumir einu sinni til tvisvar á dag.“ - Hvað er til umræðu? „Það verður ekki látið uppi. En það er margt gott sem spjall- að er um, það get ég sagt þér.“ - Þar sem þú ert fæddur og uppalinn í Reykjavík, hefur þú þá ekki margt að segja frá yngri árum? „Þrátt fyrir að ég sé ekki búinn að búa hér á Akureyri nema í 15 ár, þá er ég eins og utanbæjar- maður er ég kem til Reykjavíkur. Það eru komin ný bæjarhverfi í hvert sinn sem maður kemur þangað. Hins vegar er ég á grænni grein ef ég fer í gamla bæinn, því þar þekki ég mig vel. Það var gaman að vera ungur í Reykjavík á mínum yngri árum. Þá voru staðir eins og Iðnó, Þórs- kaffi, Alþýðuhúsið, nú og ég náði örlítið í Glaumbæ áður en ég óx upp úr þessu. Svo má ekki gleyma því að það var vinsælt að fara austur fyrr fjall á böll. Það voru ekki vandræði að eyða helg- inni í þá daga.“ - Drakk unga fólkið mikið í þá daga? „Auðvitað skvettu menn í sig þá eins og nú, en það var ekkert til vansa.“ - Að lokum, ert þú orðinn Akureyringur? „Það máttu bóka. Ég fer aldrei til Reykjavíkur til að búa þar, nema þá farlama. Það mundi kosta hjónaskilnað ef ég ætlaði að flytja. Hér er gott að vera og hér ætlum við að vera.“ Björn Sveinsson bólstrari, takk fyrir spjallið. - gej „Voru með dólgslæti“ Siglflrðingur hringdi: Ég á orðið ansi erfitt með að sitja þegjandi undir framkomu þess fólks sem fylgir knattspyrnuliði Völsungs frá Húsavík á leiki liðsins. Þegar Völsungar léku hér á Siglufirði í sumar var þétta fólk með dólgslæti á áhorfendapöll- unum og „hápunkturinn“ var þegar a.m.k. einn stuðning- manna Völsungs tók niður um sig á áhorfendapöllunum og sýndi á sér óæðri endann. Ég fæ ómögu- lega skilið tilgang þessa verknað- ar, hann er a.m.k. örugglega ekki leikmönnum Völsungs til fram- dráttar. Síðan fór ég nú á dögunum á leik Leifturs og Völsungs á Ólafs- fjarðarvélli og þangað komu húsvískir knattspyrnuáhuga- menn í langferðabílum. Ég fylgd- ist vel með þeim á áhorfenda- pöllunum og framkoma þeirra þar var ekki í þágu Völsungs, það er ég viss um. Sífelldar upphrópanir og hót- anir um að beita menn ofbeldi eru Völsungi ekki til framdráttar og vona ég að stuðningsmenn liðs- ins fari að sjá að sér og haga sér eins og siðmenntað fólk á leikjum Völsungs, a.m.k. þegar liðið heimsækir aðra staði. Þeir mega svo sem mín vegna girða niður um sig á leikjunum á Húsa- vík, það snertir mig lítið en ætli þeir geri þetta heima hjá sér?.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.