Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 11
29. júlí 1985-DAGUR-11 Stórhátíó í Atlavík Haldin verður hátíð í Atlavík um Verslunarmannahelgina eins og nokkur undanfarin ár. Það er ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands sem gengst fyrir íþróttahátíð, tón- leikum og fjölskyldusamkomu í Atlavík í Hallormsstaða- skógi. Segir í fréttatilkynningu frá ÚÍA að í Atlavík sé fagurt um- hverfi, næg tjaldstæði og aðstaða til útivistar sérlega góð. Þetta er fimmta árið í röð sem ÚÍA held- ur hátíð sem þessa í Atlavík. Á hátíðinni verður hæfileika- keppni hljómsveita og er ennþá tækifæri fyrir hljómsveitir að láta skrá sig í síma 97-1353. Flugleiðir munu bjóða sérstakan Atlavík- urpakka á flugleiðinni Reykjavík - Atlavík - Reykjavík. Pakkinn kostar 5.857 kr. og er innifalið í honum flugfar báðar leiðir og að- gangur að samkomunni. Efnt verður til sætaferða frá flestum þéttbýlisstöðum á landinu til Atlavíkur. Hátíðin hefst á föstudag' kl. 17.00 og verða íþróttir á dagskrá til kl. 21.00. Þá mun hljómsveitin Fásinna skemmta til kl. 22,30. Frá 23.00-03.00 skemmta svo Stuðmenn, HLH-flokkurinn og fleiri. Á laugardag hefst dag- skráin kl. 11.00 og verður þá á dagskrá ratleikur, blakkeppni o.fl til kl. 16.00. Þá skemmta Halli, Laddi og Björgvin til kl. 16.30, er hljómsveitakeppnin hefst og er það undankeppni sem stendur til kl. 20.00. Fásinna skemmtir til kl. 22,30. Kl. 23.00 stíga Stuðmenn á svið, en auk þeirra mun HLH-flokkurinn, Megas, blámannaflokkur frá Senegal, og fleiri skemmta. Á sunnudag eru íþróttir frá kl. 11.00-14.00, en þá tekur við fjöl- skyldudagskrá sem stendur til kl. 17.00. Kl. 18.00-20.00 eru úrslit í hljómsveitakeppninni og á eftir treður sigurhljómsveitin upp. Stuðmenn og Blámenn skemmta frá kl. 23.00-03.00, en á miðnætti verður varðeldur. Alla helgina verður starfrækt útvarpsstöð á svæðinu. afsláttur Stutterma skyrtur Frá Ferðafélagi Akureyrar: Ferðir um verslunarmanna- helgina: Herðubreiðarlindir og Askja 3.-5. ágúst. Náttfaravíkur og Flateyjardalur 3.-5. ágúst (gönguferð). Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku í ferðir félagsins sem fyrst á skrifstofuna að Skipagötu 12, síminn er 22720. Minningarkort Slysavarnafélags íslands fást í Bókabúð Jónasar, Bókvali og Blómabúðinni Akri Kaupangi. Styrkið starf Slysa- varnafélagsins. Kvennadeild S.V.F.Í. Akureyri. Minningarspjöld Minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli; Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur Brekku- götu 21 Akureyri. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins Hlífar. Þau fást í Bóka- búðinni Huld, Blómabúðinni Akri,hjá Laufeyju Sigurðardótt- ur Hlíðarg. 3 og símaafgreiðslu Sjúkrahússins. Allur ágóðinn rennur til Barnadeildar F.S.A. Vinarhöndin styrktarsjóður Sól- borgar selur minningarspjöld til stuðnings málefnum barnanna á Sólborg. Minningarspjöldin fást í Huld Hafnarstræti, Sunnuhlíð og Kaupangi, Bókvali, Bókabúð Jónasar, hjá Júditi í Oddeyrar- götu lOog Judithi í Langholti 14. HOFUM OPNAÐ VERÐBRÉFAMARKAÐ Sfldarsöltunaráhöld: Til sölu eru síldarsöltunaráhöld fyrir 50 stúlkur, þ.e.a.s. kassar, bjóð og veltistampar. Mætti greiðast með síld. Upplýsingar í síma 96-21466. AKUREYRARBÆR Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Fyrsti varmaorkureikningurinn samkvæmt nýju sölufyrirkomulagi Hitaveitunnar verður sendur notendum í vikunni. Notkunin er áætluð sem meðaltalsmánaðarnotkun. Gjalddagi varmaorkureikningsins er um mánaða- mót og eindagi er 15 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast því á ógreidda reikninga að kvöldi 16. ágúst nk. Athugið að allar eldri hitaveituskuldir verða drátt- arvaxtareiknaðar á sama tíma, að kvöldi 16. ágúst nk. Dráttarvextir færast sjálfkrafa á næsta varma- orkureikning. Gerið skil, forðist dráttarvaxtaálögur og lokunar- aðgerðir. Hitaveita Akureyrar. Niðursuðuverksmiðjan K. Jónsson & Co hf. Akureyri, auglýsir eftir: 1. Kjötiðnaðarmanni. 2. Verkstjóra í Kavíardeild. 3. Manni til að blanda og laga kavíar. Framtíðarvinna. Upplýsingar gefur Kristján Jónsson í síma 96-21466. Óskum að ráða Við höfum opnað verðbréfamarkað á Akureyri Önnumst kaup og sölu hvers konar verðbréfa. Skrifstofan er í Gránufélagsgötu 4 - JMJ-húsinu á 3. hæð - og verður opin kl. 10-12 virka daga. Símar 23151 og 23484. afgreiðslufólk til starfa milli kl. 9 og 18, svo og til vaktavinnu á kvöldin og um helgar. Umsóknir leggist inn á pósthólf 314 fyrir 5. ágúst nk. VERÐBRÉFASALINN S.F. ERUM FLUTT að Ráðhústorgi 5 Opið 8-4 e.h. Sími 22244, 4 línur. UMBOÐIÐ Á AKUREYRI Umboðsmaður Þórarinn B. Jónsson Bifreiðastjóra vantar hjá Strætisvögnum Akureyrar. Uppl. eru gefnar í síma 24929 og skrifstofunni aö Draupnisgötu 3. Forstöðumaður. FRAMURAKSTUR Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf aö gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.