Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 12
1^11 Alltaf vex vöruúrvalið Ö f Akureyri, mánudagur 29. júlí 1985 Vinsamlegast komið og skoðið Bkl 1 Norðurland vestra: Útsvarið hæst á Skagaströnd Heildarálagning á einstaklinga í Norðurlandskjördæmi vestra nam 311.624 þús. kr. fyrir árið 1985 og er það 30.40% hækk- un frá árinu áður. Hækkun tekjuskatts milli ára nemur 25.8% og hækkun útsvars 33.46%. Gjöld félaga nemur 77.509 þús. kr. og er það 35.96% hækkun frá árinu áður. Þau fimm félög sem hæst gjöld greiða í kjördæminu í ár eru: 1. Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, kr. 9.316.725. 2. Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði, kr. 3.827.732 3. Kaupfélag Austur-Húnvetn- inga Blönduósi, kr. 3.405.485 4. Þormóður rammi hf. Siglu- firði, kr. 2.724.781. 5. Sparisjóður Siglufjarðar Siglufirði, kr. 2.651.641 Gjaldhæstu einstaklingarnir eru: 1. Sveinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Skagaströnd, kr. 803.721. 2. Jón Dýrfjörð vélvirkjameist- ari Siglufirði, kr. 801.988. 3. Guðjón Sigtryggsson skip- stjóri Skagaströnd kr. 750.145. 4. Erlendur Hansen iðnrek- andi Sauðárkróki, kr. 694.976. 5. Kristinn Gunnarsson lyfsali Siglufirði, kr. 608.404. Ef borin er saman meðal álagning útsvars í sveitarfélögum kemur í ljós að hún er áberandi hæst á Skagaströnd þar sem með- al útsvar einstaklinga er 35.810 krónur, en það sveitarfélag sem kemur næst í kjördæminu er með meðal útsvarsálagningu innan við 28 þús. kr. -yk. „Þegiðu þarna hundspottið þitt.“ Mynd: KGA Hvar landa loðnubátarnir? Seljendur vilja siqla - til Færeyja eða Danmerkur með aflann ef ekki fæst hærra verð hér heima „Ef íslensku verksmiðjurnar greiða ekki viðunandi verð þá þýðir það að bátarnir munu fara með loðnuna á erlendan markað,“ sagði Sverrir Leósson útgerðarmaður þegar Dagur bar það undir hann hvar hann teldi að loðnunni sem veidd verður við Jan Mayen yrði landað. Sverrir sagði að ef miðað væri við ákveðnar forsendur varðandi fitu og þurrefnainnihald væri verð í Danmörku 2700 krónur fyrir tonnið, í Færeyjum 2000 krónur en kaupendur á íslandi hefðu boðið 1530 krónur. Sverrir tók undir það sjónarmið sem komið hefur fram hjá Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ um Níu óku of hratt - Tveir grunaðir um ölvun við akstur Hundadagahátíðin fór að mestu áfallalaust fram frá sjón- arhóli lögreglunnar að sögn Ingimars Skjóldal aðstoðar- varðstjóra. Þaðsem helst var athugavert við framkomu þátttakenda hátíðar- innar var að sumir þeirra gerðu sig seka um átroðning á lóðum í nágrenni við hátíðarsvæðið og bárust lögreglunni einhverjar kvartanir frá íbúum vegna þess. Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur frá föstudegi og þangað til síðdegis í gær og sagði Ingimar að varla liði sá dagur að ekki væru kærðir einhverjir öku- menn fyrir of hraðan akstur, ann- að hvort í bænum eða á vegunum í nágrenninu. Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur um helgina. -yk. að gefa ætti verð á loðnu frjálst þessa tvo mánuði fram að því að loðnuveiðar hefjast við ísland, til reynslu. Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins telur að það sé ekki tíma- bært að gefa loðnuverð frjálst á meðan loðnukaupendur eru svo „rígbundnir í sjóðakerfinu.“ Það sem um væri að ræða væri að setja lágmarksverð sem öllum væri frjálst að fara upp fyrir. Líklega munu um 10 íslenskir bátar fara á loðnuveiðar við Jan Mayen í ágúst og september eins og fram kemur hér að framan. Það er ekki nóg með að verk- smiðjurnar í Danmörku bjóði hærra verð fyrir loðnuna heldur hefur verið bent á að þar er olíuverð mun lægra en hér heima þannig að íslensku verksmiðjurn- ar þurfa að fara eitthvað upp fyrir ákveðið lágmarksverð ef þær ætla að fá loðnu til verkunar. -yk. Ólafsfjörður: Bættum- gengni á soiphaugunum í síðasta mánuði fóru fulltrú- ar heilbrigðiseftirlits í eftir- litsferð til Ólafsfjarðar. í skýrslu þeirra kom fram að töluvert hafí miðað í rétta átt, en þó hafí það aðallega verið tvennt sem lagfæra þurfti. Umgengni þurfti að bæta á ruslahaugunum og komast fyrir rottugang sem þar hefur orðið vart. „Það vildi svo til að á þessum tíma hafði liðið heldur langur tími frá því að rutt hafði verið yfir sorpið, annars er það alltaf gert annað slagið,“ sagði Vaitýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri á Ólafsfirði. „Og við höfum upp- rætt rotturnar með því að eitra fyrir þær“. Valtýr sagði að gera þyrfti átak hvað varðaði rusla- haugana. í athugun væri að Ól- afsfjörður og Dalvík sameinuð- ust um sorpeyðingarstöð eða þró. „Það mál er í skoðun, við erum að bera saman kostnaðinn." - KGA. Það má búast við hægviðri hjá ykkur fyrir norðan alveg fram á fímmtudag. Skýjað og þokkalegt veður inn til landsins, en súld stöku sinn- um úti við strönd. Breytingin á fimmtudag verður vind- snúningur til sunnan-suð- austanáttar, sagði okkar maður á Veðurstofunni. # Fótaskortur á tungunni Þeir voru margir sem hlust- uðu á Útvarp Síríus um helg- ina og höfðu gaman af. Menn höfðu á orði að þetta útvarp gæfi t.d. Rás 2 ekkert eftir. Og það er ekki fjarri iagi. Mikið var talað um að mönnum yrði fótaskortur á tungunni á Rás 2, en að því er heimildarmenn S&S sögðu var ekki mikið um slíkt hjá Útvarpi Síríus. Þó eru til um það dæmi, þannig var þaulvanur útvarpsmaður að kynna lag með hinum látna söngvara, Marvin Gey og sagði: Þessi maður varð fyrir slæmri lífsreynslu því hann varð fyrir föður sínum, sem hreinlega drap hann. Vissulega slæm reynsla. Ætli maðurinn hafi nokkurn tíma beðið þess ban... nei, bætur síðan. # Hundakuldi Þá er henni lokið, hunda- dagahátíðinni. Það var létt yfir veðurguðunum um helg- ina og allir í besta skapi. í undangengnu kuldakasti hef- ur það verið mál manna að vonda veðrið hafi verið hundadögum að kenna. Fólk hefur þyrpst í Ijósalampa tautandí, fara þeir ekki að hætta við þessa hátíð, veðrið batnar ekki fyrr. En nú geta hundadaga- menn endanlega sannað og sýnt að vont veður á ekkert skylt við hátíðina. Á meðan á hátíðinni stóð var þetta Ifka fína veður, en strax nú á mánudegi er komið sama leiðindaveðrið og var allsráð- andi fyrir hundadagahátíð. • „Skota- stúkan" Skotar hafa orð á sér fyrfr að vera nískir og þess vegna hefur stæði það sem margir Akureyringar velja sér í Brekkugötunnl þegar knatt- spyrnuleikir fara fram fengið nafnið „Skotastúkan". Þar hefur verið nokkurt fjölmenni þegar leikir hafa farið fram í sumar og um þverbak hefur keyrt nú upp á síðkastið. í Brekkugötunni er fólk í hundraða tali sem ekki tímir að greiða aðgangseyri og íþróttafélögin í bænum sem þurfa svo sannarlega á jgreiðslu frá áhorfendur að halda sitja eftir með sárt ennið. Það er ekki fjarri lagi að setja dæmlð þannig upp að á hvern heimaleik þurfi að koma það margir áhorfendur að aðgangseyrir þessf nægi viðkomandi félagi til að greiða ferðakostnað við næsta úti- leik, sem nemur tugum þús- unda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.