Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 8
8- DAGUR-29. júlí 1985 t Minning Axel Bjöm Clausen Fæddur 4. ágúst 1938 - Dáinn 18. júlí 1985 Það var glaður og hress vinnufé- lagi er kvaddi okkur deginum áður en hann lést svo sviplega og snöggt sem raun varð á. Hann átti sín spor, þau marka leið á þeim veg er lífið leiðir til. Axel var okkur ekki einungis góður vinnufélagi, hann var sá er vinnur trúnað með einlægni og kærleiksríkri framkomu, hann var okkur vinnufélögunum ein- lægur vinur. Axel hafði gengið með alvarlegan sjúkdóm í nokk- ur ár er leiddi til þess að hinsta kallið kom fyrirvaralaust er hann var í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni. Kraftur hins góða er oft hulinn, en birtist í þeim er gerir vel. Með heilindum og lítillæti starfaði Axel, hann óx með verk- um sínum og er hann með léttri kímni sinni og hlýlegri framkomu okkur minnisstæður. Axel bar ekki persónu sína eða mótlæti á torg, en slíkir menn eru virkir í kyrrþey. Þannig menn kunna að sigrast á sjálfum sér og geta verið frjálsir, það hefur ör- ugglega verið Axel styrkur þegar heilsu hans fór að dala, sjálfur talaði hann lítið um sjúkdóm sinn, sem lagði hann að velli að lokum. Axel fæddist á Akureyri þann 4. ágúst 1938. Hann var sonur Jónasar Stefánssonar og Fannýj- ar Clausen. Hann nam ungur rafvirkjun og gerðist meistari í greininni. Hann var einn af stofnendum Ljósgjaf- ans hf. á Akureyri. Árið 1974 hóf hann störf á tæknideild F.S.A. Þar starfaði hann sem traustur fagmaður. Nú er þessi vinnufélagi og vin- ur horfinn yfir móðuna miklu, hann hefur lagt í þá ferð sem við öll að lokum verðum að halda, gönguna til ljóssins, þess ljóss sem við öll leitum að. Það er von okkar og bæn að hann sem öllu ræður veiti honum blessun sína. Konu hans Maggý Þorsteins- dóttur, börnum, barnabörnum ^og nánum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð. Vinnufélagar. t Minning Páll Jónsson Fæddur 12. nóvember 1908 - Dáinn 14. júlí 1985 Hann langafi er dáinn. Þetta voru orðin, sem vöktu okkur upp þann 14. júlí sl. Hver gat trúað því, að búið væri að taka langafa frá okkur, en það er huggun harmi gegn, að öllum líður vel hjá Guði. Við get- um lítið sagt, okkur langar aðeins í þessum fáu orðum að þakka þér elsku langafi fyrir árin, sem við fengum að njóta meðal þín, þau verða okkur alltaf kær, svo ljúfur og góður varstu. Grátum ekki, gleymum sorg, gleðjumst, því að andinn lifir, hann er sæll í himna borg, hafínn jarðlífs þrautir yfir, virðing í og vegsemd genginn, verðlaun trúrra þjóna fenginn. (Matthías Jochumsson.) Góði guð haltu verndarhendi þinni yfir elsku langömmu í hinni miklu sorg. Kveðja frá langafabörnum, Páll Brynjar Pálsson, Kristín Pálsdóttir. Ódýrir tQboðsréttir: Mánudagur 29/7 Djúpsteikt fiskflök m/coktailsósu kr. 190,- Lambakótelettur m/gulrótum kr. 280- Þriðjudagur 30/7 -Djúpsteiktar vorrúllur m/súrsætri sósu lor. 170.- Sænskar kjötbollur m/hrísgrjónum kr. 230,- Miðvikudagur 31/7 Gratineruð fiskflök m/salati kr. 180.- Svínaschnitzel m/steiktum kartöflum kr. 305.- Fimmtudagur 1/8 Steiktur karfi mumiére kr. 180.- Mínútubuffsteik á la Sjallinn kr. 330.- Föstudagur 2/8 Marineruð fiskflök m/tómötum kr. 190,- Lambasmásteik m/grænmeti kr. 230.- Laugardagur 3/8 Steiktur silungur m/agúrkusalati Reykt svínasneið Vowoii kr. 310,- Verið ávallt velkomin í Kiallarann. Þeir sigruðu í pollamóti KSÍ og Eimskips og eru því óopinberir íslandsmeistarar í 6. flokki a. Njáll Eiðsson og strák- arnir hans í KA. Mynd: gej Pollamót KSÍ og Eimskips: KA-pollamir sigursælir Pollamótinu sem KSÍ og Eim- skip stóðu fyrir ásamt KA lauk á félagssvæði KA kl. 16.00 í gær. Þótti mótið og öll fram- kvæmd takast hið besta. Einn- ig voru veðurguðirnir í góðu skapi þá daga sem mótið stóð yfir. Keppt var í tveimur riðlum, a og b. I a riðli sigraði KA en í b riðli voru það KR stubbarnir sem sigruðu. KR var í öðru sæti í a riðli, en ÍA var í þriðja. í b riðli voru Framarar í öðru sæti, en KA í þriðja. Einnig eru kosnir bestu ein- staklingar í mótinu og urðu KA menn sigursælir þar. I a riðli var markakóngur Andri Sigþórsson úr KR skoraði 7 mörk. Besti markmaður mótsins var kosinn Magnús Ásgeirsson úr Þrótti Neskaupstað. Besti varnarmaður mótsins var síðan Ingólfur Áskelsson úr KA. í b riðli var Þórhallur Hinr- iksson markakóngur, skoraði 6 mörk. Besti markmaður í b riðli var Eiríkur Karl Ólafsson úr KA og besti varnarmaðurinn var síð- an Ingimar Karlsson úr KA. Annars urðu úrslit sem hér segir: Laugardagur 27. júlí. A: UBK - ÍA 0:1 A: KA - ÍBK 2:0 B: Víkingur - ÍBK 0:2 A: UBK - KR 2:2 A: ÍA - ÍBK 0:2 B: ÍBK - KA 0:3 A: KR - Þróttur N. 4:1 B: Fram - Þróttur N. 5:0 B: KA - KR 2:2 A: Þróttur N. - KA 0:2 B: Fram - Víkingur 2:1 B: Þróttur N. - KR 0:8 Sunnudagur 28. júlí. A: KA - UBK 2:0 A: KR - ÍA 1:7 B: KR - ÍBK 1:1 A: UBK - ÍBK 1:2 A: ÍA - Þróttur N. 0:0 B: Fram - KR 0:2 A: Þróttur - UBK 1:3 A: ÍBK - KR 0:3 B: KA - Þróttur N. 6:0 A: ÍBK - Þróttur N. 3:0 B: KA - Fram 0:0 B: Víkingur - Þróttur N. 6:0 A: KR - KA 3:2 B: Vfldngur - KA 3:2 B: Þróttur - ÍBK 0:1 A: KA - ÍA 1:1 B: ÍBK - Fram 1:3 B: KR - Víkingur 0:0 3. deild, b-riðill: Magni skaust í toppsætið! iMagni frá Grenivík fékk I Tindastól í heimsókn á laugar- daginn og lyktaði viðureign liðanna með því að heima- menn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. Reyndar skoruðu Grenvíkingar öll mörkin því að þeir gerðu sjálfsmark Magni er því kom- inn með 26 stig og er í efsta sætinu í riðlinum. í Neskaupstað léku Þróttur og Austri og endaði sú viðureign með markalausu jafntefli. Leiknir sigraði HSÞ b með 4 mörkum gegn 2 og virðist nú fátt geta bjargað Mývetningum frá falli. Valur frá Reyðarfirði sigraði Hugin með 4 mörkum gegn engu. „Þetta var mjög sanngjarnt og við hefðum átt að vinna þá stærra. Þeir voru mjög daufir,“ sagði Sigmar Methúsalemsson, einn leikmanna Vals eftir leik- inn. Eins og áður segir er Magni frá Grenivík nú í efsta sæti riðiis- ins með 26 stig. Einherji er með 23 stig og á einn leik til góða. Tindastóll er með 22 stig og ef að líkum lætur munu þessi þrjú lið berjast hart um sigurinn í deild- inni. Á botninum situr HSÞ b með 4 stig. Þar á eftir koma Val- ur og Huginn með 9 stig hvort lið og stendur baráttan líklegast um það milli þeirra hvort liðið fellur með Mývetningum. -yk. Mark með glæsimark UMFS - KS 0:2 Siglfirðingar gerðu góð ferð í Borganes um helgina. Þeir tóku með sér 3 stig heim. Að sögn tfðindamanns okkar á þessum leik áttu Siglfirðingar leikinn eins og sagt er á knatt- spyrnumáli. Ólafur Agnarsson og Mark Duffield skoruðu fyrir Siglfirð- inga, en eitt mark var dæmt af þeim sem sagt var að skorað hefði verið úr rangstöðu. En að sögn sumra var það mark gert eftir öllum reglum knattspyrn- unnar. Markið sem Duffield skoraði þótti sérlega glæsilegt. En hann tók viðstöðulausan bolta og þrykkti honum í vinkil- inn - algjör þruma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.