Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 29. júlí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Spamaður eykst Svo virðist sem íslendingar séu farnir að spara og þótt margir eigi erfitt með að skilja það, þá hafa samt einhverjir peningaráð svo að þeir geti lagt fyrir. Fréttir hafa borist af því upp á síðkastið að ekki sé nægjanlegt framboð á ýmiss konar verðbréfum. Peninga- framboðið sé meira en svo að sparnaðar- löngun fólks sé fullnægt. Innistæður almenn- ings í bönkum vaxa nú hraðfara, enda kepp- ast bankarnir um að falbjóða ýmsar sparnað- arleiðir, sem eiga að geta gefið góða ávöxtun. Það er greinilega af sem áður var, þegar all- ir kepptust við að eyða hverri krónu jafnóðum og hún barst þeim í hendur. Létu það raunar ekki nægja heldur stofnuðu til skulda í stór- um stíl. Þetta kemur líka fram í öðru, nefni- lega því að vöxtur innflutnings er hægari nú en hann var fyrir nokkrum mánuðum. Við- skiptahallinn hefur farið minnkandi og er nú um helmingi minni en í fyrra. Frá áramótum hefur með hverjum mánuði dregið úr svo- nefndum almennum innflutningi. Að vonum eru menn ánægðir yfir því að innlendur fjárhagslegur sparnaður skuli vera að aukast og þar með framboð á innlendu lánsfé. Það verður líklegast að segja háu vöxtunum það til hróss, að þeir eigi mestan þátt í þessari þróun. Þeim til lasts má svo hins vegar ótvírætt kenna þeim um mjög erf- iða rekstrarstöðu fjölmargra fyrirtækja, raun- ar alls atvinnureksturs í landinu. Því má segja að deilur um háu vextina séu enn ekki út- kljáðar. Margir óttast nefnilega að þessi sparnaður sé aðeins tímabundinn og að með haustinu rjúki eyðsluæðið af stað á nýjan leik. Aðeins sé um að ræða árstíðabundna hvíld frá hinu hefðbundna neyslumunstri. Hvað svo sem gerist á haustdögum, þá hef- ur orðið mjög jákvæð breyting í þessum málum. Ef sparnaðarhneigð fólks hefur aukist svo varanlegt sé hefur orðið sú hugarfars- breyting sem var orðin löngu tímabær og nauðsynleg. Hún bendir til þess að almenn- ingur í landinu sé að öðlast nýja trú á það þjóðfélag sem við lifum í. Betur væri ef satt reyndist. Á undanförnum árum hefur neyslan ekki dregist saman í neinu samræmi við tekjusam- dráttinn, sem þýðir að fólk hefur haldið neysl- unni uppi með lántökum eða með því að ganga á innistæður sínar. Vonandi bendir þetta til þess að fólk sé að rétta sig af fjár- hagslega og að það sé jafnframt farið að hugsa með öðrum og skynsamlegri hætti um fjármál sín. Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum: Þetta á að vera úrvalið af hrossum á Norðurlandi „Það var almennt álit manna að mótið hafi farið mjög vel fram í heildina og skipulagning verið mjög góð,“ sagði Rafn Arnbjörnsson, sem keppti fyr- ir hestamannafélagið Hring á bikarmóti Norðurlands í hesta- íþróttum. Var mótið haldið á nýju mótssvæði Hrings að Flötutungum í Svarfaðardal um helgina og er þetta stærsta mótið sem þar hefur verið haldið. „Aðstaðan á vellinum er mjög góð og dómarar höfðu það á orði að völlurinn væri upplagður til að halda á íslandsmót í hestaíþrótt- um. Ég held að mér sé óhætt að segja að mótið hafi tekist mjög vel og menn voru mjög spenntir fyrir þessu keppnisformi," sagði Rafn. Formið var þannig að íþróttadeildir 6 hestamannafé- laga af Norðurlandi sendu 3ja manna sveitir til keppni og sigr- aði sú sveit sem fékk hæstan samanlagðan stigafjölda. Það var sveit Léttis frá Akureyri sem fór með sigur af hólmi, hlaut 914,27 stig. „Þetta er mjög skemmtilegt form, það þjappaði mönnum saman, því þarna voru félögin að keppa hvert við annað, en ekki einstaklingar úr félögunum inn- byrðis. Velgengnin var því öllum metnaðarrriál. Þetta var mjög spennandi, t.d. var íþróttadeild Hrings efst áður en gæðinga- skeiðið byrjaði. Hún var þá með 40 stigum meira en íþróttadeild Léttis, en síðan töpuðu Hrings- menn á gæðingaskeiðinu og misstu niður forskotið, þannig að úrslit ráðast ekki fyrr en á síðustu stundu.“ Sagði Rafn að veðrið hefði sett nokkurt strik í reikninginn, að því leyti að fólk kom ekki til að gista á mótssvæðinu. Á laugardag og sunnudag kom þó nokkuð af fólki, en mun færra en vonast hafði verið til. „Þetta voru góð hross, þetta á að vera úrvalið af hrossum af Norðurlandi og ég held að það megi segja að þetta hafi verið nokkuð sterkt mót. Nú verður þetta árviss viðburður og næsta mót verður á Húsavík. Það verð- ur keppikefli allra að ná bik- arnum af Létti og Léttir reynir svo að halda honum,“ sagði Rafn að lokum. Úrslit: Hindrunarstokk: Sæti Stig 1. Þór Ingvarsson, Hringur 79,80 2. Þórir kólfsson, Þytur, 69,70 3. Hugrún ívarsdóttir, Léttir, 77,80 Hlýðnikeppni: 1. Þórir ísólfsson, Þytur 38,50 2. Þorsteinn Stefánss., Hringur 34,50 3. Ingimar Ingimarss., Stígandi 32,50 Fjórgangur: 1. Ármann Gunnarss., Hringur 56,51 2. Þorsteinn Stefánss., Hringur 54,66 3. Stefán Friðgeirss., Hringur 49,75 Tölt: 1. Ármann Gunnarss., Hringur 86,60 2. Ragnar Ingólfsson, Léttir 84,80 3. Jóhann Magnússon, Léttfeti og Stígandi 79,80 Fimmgangur: 1. Magnús Lárusson, Þytur 62,80 2. Stefán Friðgeirss., Hringur 57,20 3. Ingimar Ingimarsson, Léttfeti og Stígandi 59,0 Gæðingaskeið: 1. Þórarinn Illugason, Þjálfi og Grani 76,05 2. Ingimar Ingimarsson, Léttfeti og Stígandi 74,05 3. Stefán Friðgeirss. Hringur 74,05 Sveitakeppni: 1. íþróttadeild Léttis 914,27 2. íþróttadeild Þyts 888,73 3. íþróttadeild Hrings 881,16 - HJS Minning Sigríður Soffía Ásgeirsdóttir F. 16. febrúar 1966 - D. 21 .júní 1985 Þegar ung stúlka deyr í litlu byggðarlagi er áfallið þar öðru- vísi en í stærra samfélagi. Allir vita strax hvað gerst hefur og setur hljóða, því bönd skyld- leika og vinsemdar, tengja þar alla á einhvern hátt. Missirinn er allra. Það var þetta sem gerðist þeg- ar fréttin um að Sigríður Soffía væri látin. Síssa eins og við köll- uðum hana, var farin í aðra og lengri ferð en áætlað var heima á Grenivík, á björtum vordögum þegar Þýskalandsferðin var ákveðin. Öll eigum við okkar minningar um Síssu hvert með sínum hætti. Fyrir mér var hún ímynd hinnar glöðu æsku, frjálsleg í framkomu jafnt sem í leik og starfi, sýndi ávallt að manndómur réði ferð- inni. Eitt er sem mig langar sérstak- lega að minnast á sem einkenndi Síssu ætíð og það var hugsunin um aðra og í þessu tilfelli var það þannig að hún skrifaði mjög sér- staka ritgerð um frænda sinn og mág minn, sem slasaðist alvar- lega í bílslysi en þessi ritgerð var svo vel gerð að með eindæmum þótti og það sérstaka við þetta var að hún skrifaði hana rétt á eftir sínu eigin fyrra sjúkdómstil- felli. Tilgangurinn með því að nema á brott svo vandaða stúlku í blóma lífsins er mér óskiljanlegur en líf Síssu hafði sannarlega tilgang. Það vita allir sem henni kynntust að hún var sannur vinur vina sinna. Hún var líka ástkær vinkona Guðbjargar dóttur minnar. Margar svipmyndir lið- innar tíðar standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og þar á meðal skírnin og man ég glöggt þegar komið var heim frá henni, að við Lísa móðir hennar kölluðumst á milli húsanna og hún sagði mér að ekki ætti að kalla hana Siggu heldur Síssu, eftir nöfnu sinni. Þetta er ein margra minninga sem leita á hugann, en þessi þó sérstaklega tengd kirkjunni sem kallaði okkur nú saman með sorgarhljómi, til að kveðja Síssu hinstu kveðju. Ég og fjölskylda mín vottum Ásgeiri, Lísu, Heimma, Inga og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Megi fögur minning um góða stúlku verða huggun harmi gegn. Sigríður Arnþórsdóttir. Hví var þessi beður búin, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Pað er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Pú ert blessuð hans í höndum. hólpin sál með Ijóssins öndum. B.Halld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.