Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 3
Endurskoðun bifreiða á verkstæðum á Akureyri: 29. júlí 1985 - DAGUR - 3 Hefur gefið góða raun - að sögn Sigurðar Indriðasonar bifreiðaeftirlismanns í ár og í fyrra hefur staðið yfir tilraun á vegum Bifreiðaeftir- litsins og Bflgreinasambands- ins með skoðun bifreiða á verkstæðum. Nú er skoðun inni á verkstæðum lokið í ár og Sigurður Indriðason bifreiða- eftirlitsmaður var spurður um reynsluna af þátttöku bifreiða- verkstæðanna í öryggisskoðun bifreiða. Þar sem skammt er liðið frá því að skoðun verkstæðanna lauk og þau skiluðu sínum skýrslum var Sigurður ekki búinn að taka saman neinar tölulegar niður- stöður en hann sagði að samstarf- ið við verkstæðin hefði gengið með ágætum og að menn hefðu leitað töluvert til verkstæðanna. í ár var sú breyting gerð frá því í fyrra að verkstæðin fengu hvíta miða til að láta á þá bíla sem komu þangað til endurskoðunar en í fyrra var það þannig að menn fengu hvíta miða hjá eftirlitinu með athugasemdum um það sem að var og áttu að framvísa athugasemdunum á verkstæði. Nokkur brögð voru að því að menn hundsuðu það að fara með bílana á verkstæði þar sem þeir voru komnir með hvítan miða og sagði Sigurður að það hefði gefist mun betur að verk- stæðin fengju hvíta miða sem þau gátu Iátið á bílana í stað grænna miða sem menn fengu hjá eftirlit- inu þegar einhverju var áfátt í ástandi bílanna. Af fyrstu 2400 bifreiðunum sem færðar voru til skoðunar með A-númeri á þessu ári fengu 166 græna miða. Stór hluti þeirra leitaði til verkstæðanna til að fá fullnaðarskoðun. „Mér sýnist að þetta hafi sérstaklega verið notað á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði," sagði Sigurður en á þessum stöðum eru ekki staðsett- ir bifreiðaeftirlitsmenn. Hvítu miðarnir sem verkstæðin hafa sett á bíla eru auðkenndir með gati til að hægt sé að þekkja þá bíla frá þeim sem hlotið hafa sína skoðun hjá Bifreiðaeftirlit- inu. „Mér sýnist að þetta fyrir- komulag geti orðið til þæginda fyrir alla aðila ef þetta gengur svona snurðulaust,“ sagði Sigurð- ur. -yk. Harmonikusnillingur á ferð - leikur á Norðurlandi Sænski harmonikusnillingur- inn Lars Ek er væntanlegur til landsins í boði Landssambands harmonikuunnenda. Mun tríó hans halda tónleika víðsvegar um land. Fyrst að Varmalandi í Borgarfirði laugardagskvöld- ið 3. ágúst kl. 8.30. A Akur- eyri í Sjálfstæðishúsinu 6. ág. og á Húsavík í félagsheimilinu 7. ág. Þá verður haldið til Reykjavík- ur og þar kemur Lars Ek fram á tónleikum í veitingahúsinu Ár- túni föstudagskvöldið 9. ág. kl. 8.30. Tónleikaferðinni lýkur svo í Gunnarshólma í Landeyjum 10. ág. Það eru félög harmonikuunn- enda á stöðunum auk nýstofnaðs félags í Árnes og Rangárvalla- sýslum, sem sjá um tóleikana, en eftir þá flesta verður efnt til dans- leikja og munu sveitir heima- manna og gestir spila fyrir dans- inum. i í Fjörður um Verslun- armannahelgina Pólar-hestar sem aðsetur hafa í Grýtubakka í HöfðahverB hafa í sumar haldið úti ferðum í Fjörður, ásamt annarri þjónustu sem hestaleigur almennt veita. Um Verslunarmannahelgina fara Pólar-hestar í sína 5. ferð í Fjörður. Lagt verður af stað um hádegisbil á laug- ardag og komið til baka seinni hluta mánudags. Pólar hestar leggja til fæði nema um annað sé samið, en þátttak- endur mega gjaman hafa með sér veiðistöng. Hlý föt og regnföt er nauðsynlegt að hafa meðferðis og einnig svefnf>oka, en um annan búnað verður séð. Mjög er þátttakendafjöldi takmarkaður og ekki verður tekið við pöntunum eftir miðvikudagskvöld. Nánari upplýsingar veittar í síma 33213 og 33179. Fyrir- hugað er að fara þessar ferðir allar helgar út ágústmánuð. Fyrir Verslunarmanna- Gefjunar svefnpokar Caravan svefnpokar og bakpokar Tjöld í úrvali Mikið úrval af ódýrum bama- strigaskóm. Vomm að taka upp sendingu af hinum sívinsælu gúmmískóm SÍMI (96) 21400 Lars Ek er einn vinsælasti harmonikuleikari á Norður- löndum um þessar mundir. Hann spilar í stíl gömlu meistaranna Pietros Frosinis, Ragnars Sund- quists og Nisse Lind, sem er lítt þekktur hér, en hann var frægur fyrir sína léttu sveiflu á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld. Lars Ek þykir ná blæ þessara snillinga einkar vel og ýmsir hafa líkt hon- um við Toralf Tollefsen hvað snertir tækni og léttleika. Lars Ek er tæplega fertugur, hann byrjaði að spila á harmoniku 5 ára og kom fyrst fram á tón- leikum aðeins 11 ára gamall. Síðustu árin hefur Lars Ek ferðast um Norðurlöndin og komið fram á hundruðum hljóm- leika og hlotnast meiri frægð, en dæmi eru um harmonikuleikara síðan á gullaladarárum harmo- nikunnar á fyrri hluta aldarinnar. Með Lars Ek munu leika tveir ís- lenskir hljóðfæraleikarar Þor- steinn R. Þorsteinsson á gítar og Þórður H. Högnason á bassa. Notum ljós í auknum mæli Dagana 29. júlí- 2.ágúst verður sérstök tölvubankakynning í Iðnaðarbankanum við Geislagötu, Akureyri. Kl. 12-18 Komið og reynið sjálf lykilkortið. Iðnaðaibankiim /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.