Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 29.07.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 29. júlí 1985 o*. luiuuiao TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI Óvíst hvað verður um gamla veginn „Það er fímm milljón króna fjárveiting í ár til að hreinsa frá berginu þar sem munnarnir eiga að koma,“ sagði Guð- mundur Svavarsson umdæmis- verkfræðingur hjá Vegagerð- inni aðspurður um hvaða fram- kvæmdir væru fyrirhugaðar á næstunni við gerð jarðganga í gegn um Ólafsfjarðarmúlann. Búið er að velja munnunum staði, sá eystri verður í Kúhaga- gili í 60 metra hæð yfir sjávar- máli en sá vestari verður í Tófu- gjá í 130 metra hæð yfir sjávar- máli. Göngin verða 3,2 km á lengd og lengst af 2,5% halli á þeim. Að- staða til jarðgangagerðar er talin vera nokkuð góð á þessum stað. Engin fjárveiting hefur fengist til verksins á næsta ári ein árið 1987 á að byrja á sjálfum göngunum. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 350-400 milljónir króna. ins að húsið fengi að standa eitt- hvað lengur, en þó ekki lengur en til 15. september. Beiðni þessi er tilkomin vegna þess að aðili sá er kaupir húsið til niðurrifs er ekki tilbúinn að fjarlægja það alveg strax. En um miðjan september ætti húsið að vera horfið og þessi langa þræta sem um það hefur staðið milli bæjaryfirvalda og eigenda þar með úr sögunni. -yk. Guðmundur var spurður um það hvað yrði um gamla veginn fyrir Múlann þegar göngin kom- ast í gagnið. „Pað er ekkert búið að ákveða um það. Honum verð- ur sennilega haldið eitthvað við svo lengi sem það er hægt með góðu móti en ef hann verður illi- lega ófær vegna skriðufalla, þá veit ég ekki hvað verður lagt í mikinn kostnað við að opna hann. Ég held að reynslan verði að skera úr um það,“ sagði Guð- mundur. -yk. Stubbur tók þátt í hundadaga- hátíðinni - fékk að mála sig og allt. Mynd: gej ---------------------------> Einhver frestur verður líklega enn á því að gamla Eimskipa- félagshúsið á mótum Skipagötu og Kaupangsstrætis verði rifíð þó að Hæstiréttur hafí staðfest dóm undirréttar þar um. Alþýðuhúsið nýja var vígt með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Flestir þeir aðilar sem eiga lilut að byggingunni eru komnir þar inn með sína starfsemi. Hér sést yfir salinn á 4. hæð hússins þar sem saman var kominn fjöldi fólks ævið vígsluna. Mynd: -yk. Húsið átti samkvæmt dómsorði Hæstaréttar að vera farið fyrir 4. ágúst en að sögn Hreins Pálsson- ar bæjarlögmanns barst um það munnleg beiðni frá eiganda húss- Göng um Ólafsfjarðarmúla: Gamla „Eimskipafélagshúsið“: Rifið fljótlega Nýr mettúr hjá Akureyrinni - Giskað á að aflaverðmætið sé um 27 milljónir króna í gær kom Akureyrin að landi á Akureyri með 230 tonn af frystum þorskflökum. Áður var búið að Ianda úr skipinu 60 tonnum af grálúðu á Isafirði. Giskað er á að aflaverðmæti farmsins sé um 27 milljónir króna og er það verðmætasti farmur sem íslenskt fískiskip hefur borið að landi. Það stóð ekki lengi fyrra metið sem sett var í síðasta túr Akureyrarinn- ar. „Petta er þrælavinna og það lögðu allir á sig,“ sagði Porsteinn Vilhelmsson skipstjóri og einn af eigendum Akureyrarinnar í gær. Þeir byrjuðu veiðiferðina á grá- lúðuveiðum en skiptu svo yfir í þorskinn eftir nokkra daga og jókst jafnt og þétt allan tímann. Veiðiferðin var 24 dagar, ná- kvæmlega jafnlöng og sú síðasta. Það eyðist sem af er tekið og Þorsteinn var spurður að því hvað væri eftir af þorskkvóta Ak- ureyrarinnar. Hann reyndist vera búinn en Samherji hf. er búinn að taka skip á Ieigu sem er ætlað að leggja upp hjá Hvaleyri í Hafnarfirði. í staðinn eru þeir að vinna að því að fá hluta af kvóta Maí og Júní fluttan yfir á Akur- eyrina. Óþarft er að fjölyrða um það hvaða hagur það er fyrir bæjar- félagið að hafa fyrirtæki í bænum sem skilar jafn miklum verð- mætum og útgerðarfyrirtæki Ak- ureyrarinnar og nægir að minna á að Samherji var í fimmta sæti yfir hæstu gjaldendur í Norður- landskjördæmi eystra. -yk. Engin fjárveiting á næsta ári Akureyri: Tjaldstæðagestir færri en í fyrra „Aðsóknin hefur ekki verið svipur hjá sjón miðað við síð- asta sumar,“ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, starfsstúlka á tjaldstæðum Akureyrar að- spurð um aðsóknina í sumar. Það sem ræður úrslitum um að- sóknina er veðrið, að sögn Svan- hildar og hafa að meðaltali 100- 170 gist á hverri nóttu á tjald- stæðunum í þessum mánuði. Strax og veðrið batnaði fyrir helgina fjölgaði gestum mikið. Búið er að koma upp nýju húsi með snyrtingum fyrir efra svæðið og einnig hefur verið gert átak í að bæta aðstöðu fyrir hópa. Svanhildur sagðist telja að að- staða fyrir tjaldstæðagesti væri orðin mjög góð. Það er vakt á tjaldstæðunum frá klukkan átta á morgnana til klukkan 12 á kvöldin og auk þess er næturvarsla um helgar. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.