Dagur - 07.08.1985, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR
i SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
V//A
Litmynda-
framköllun
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 7. ágúst 1985
os. miuoiao
Rafmagn fór
af Akureyri
í morgun
Rafmagn fór af Akureyri um
hálftíuleytið í morgun. Sam-
kvæmt upplýsingum rafveit-
unnar var þetta vegna bilunar
í byggðalínu en ekki tókst að
hafa upp á upplýsingum um
það hvers eðlis bilunin var eða
hvað viðgerð liði í morgun.
Rafmagn var komið á aftur eft-
ir hálftíma eða svo.
„Þeir eiga að einbeita
sér að atvinnumálum“
- en grafa allt hitt kjaftæðið um jafnrétti, kvennabaráttu og bamaheimili. Bárður tilheyrir hópi áhugamanna
innan Sjálfstæðisflokksins, sem sagt er að hyggi á sérframboð við bæjarstjómaikosningamar á næsta vori
„Þetta er hópur manna innan
Sjálfstæðisflokksins, sem hitt-
ist óformlega og ræðir bæjar-
mál, en þar hefur ekki verið
rætt um neitt sérframboð fyrir
næstu bæjarstjórnarkosning-
ar,“ sagði Bárður Halldórsson
í samtali við Dag.
í einu sunnanblaðanna í síð-
ustu viku er þess getið í „slúður-
dálki“ að megn óánægja sé innan
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
með bæjarfulltrúa flokksins. í
framhaldi af því er sagt að „hóp-
ur manna“ stefni að sérframboði
við bæjarstjórnarkosningarnar
næsta vor, sennilega með Pétur
Antonsson í toppsætinu. Auk
Bárðar munu Jón Kr. Sólnes,
og fleiri tilheyra þessum „hópi“
Bárður var spurður, hvort þeir
væru óánægðir með störf bæjarr
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
„Við skulum segja, að við séum
óhressir með bæjarstjórnina eins
og hún leggur sig,“ svaraði
Bárður.
- Hvað finnst ykkur að?
„Mér finnst ekki nándar nærri
því nógu mikill kraftur í þessu,
því það er ekkert annað en mis-
skilningur bæjarfulltrúanna, að
þeir geti svo lítið gert. Alþýðu-
flokksmenn í bæjarstjórn ísa-
fjarðar rifu upp bæjarfélagið þar
fyrir tæpum sextíu árum, en það
var þá á horriminni; eignarlega
vel statt, líkt og Akureyri í dag,
en allt atvinnulíf í rúst. En
nokkrir einstaklingar, þó þeir
væru undir fána Alþýðuflokks-
ins, rifu þetta upp á skömmum
tíma. Það sama er hægt að gera
hér á Akureyri í dag.“
- Hvernig viljið þið bera ykk-
ur að?
„Það á að semja sátt á milli
Framsóknar og íhalds, en síðan
á að einbeita sér að atvinnumál-
um og grafa allt hitt kjaftæðið.
Við eigum bara að leggja af alla
umræðu um jafnrétti, kvennabar-
áttu, barnaheimili og allt það
vesen, en snúa okkur síðan að at-
vinnumálum af krafti. KEA er
staðreynd og sjálfstæðimenn
eiga að taka saman höndum við
Framsókn um að byggja Akur-
eyri upp á nýtt. Þeir verða að
leyfa einstaklingum að njóta sín
og við verðum að láta þá í friði,“
„Það hafa nokkrir lokið hey-
skap, en almennt eru menn að
Ijúka við,“ sagði Reynir Páls-
son bóndi á Stóru-Brekku í
Fljótum er hann var inntur eft-
ir hvernig heyskapur hefði
gengið í Fljótunum.
„Tíðarfar í júlí var eins og
menn vita slæmt, en ég held samt
á heildina litið þá hafi gengið
sæmilega og heyfengur er góður,
þessi góði kafli núna hefur bjarg-
sagði Bárður Halldórsson.
Pétur Antonsson sagði í sam-
tali við Dag, að hann vissi ekki
meira um þetta mál en stæði í
umræddu sunnanblaði. Hann
sagðist ekki kannast við umrædd-
an „hóp“ og hugsanlegt sérfram-
boð hefði aldrei verið rætt í sín
eyru. - GS
að miklu.“
Reynir sagði veiði í ám í Fljót-
um ekki hafa gengið vel það sem
af er sumri. „Veiði hefur verið
dræm í sumar, einkunt silungs-
veiði, en hér hefur verið mjög
góð silungsveiði á undanförnum
árum,“ sagði Reýnir. Að ein-
hverju leyti taldi hann að
skýringar á lélegri veiði væri að
leita í slæmu árferði árin 1981 og
1983. - mþþ
Góður heyfengur
Verkalýðs-
félög syðra
eiga 13
íbúðir á
Akureyri
Verkalýðsfélög sunnanlands
eiga alls 13 íbúðir á Akureyri,
að því er fram kemur í síðasta
tölublaði Vinnunnar. Þar er
einnig haft eftir Benedikt
Davíðssyni hjá Trésmiðafélagi
Reykjavíkur, að félögin hafi
keypt íbúðirnar, vegna þess
hvað þær séu ódýrar miðað við
sambærilegar íbúðir í Reykja-
vík.
Pað kom einnig fram í samtal-
inu við Benedikt, að leigan á
íbúð Trésmiðafélagsins væri
2.500 kr. fyrir vikuna og væri hún
bókuð í allt sumar og hyggst fé-
lagið leigja íbúðina áfram í vetur
til félagsmanna. Ekki á það þó
við um öll félögin, því sum þeirra
leigja íbúðirnar utanfélagsfólki
yfir vetrarmánuðina, t.d. náms-
fólki. Ekki mun allt upptalið með
þessum 13 íbúðum, því dæmi
munu vera um að fyrirtæki eða
stofnanir eigi íbúðir á Akureyri
fyrir starfsmenn sína. - GS
Loksins sól og sumarylur. KGA
Bárður Halldórsson um bæjarfulltrúana á Akureyri:
Nýting á
vatninu
hefur strax
stórbatnað
- segir Wilhelm V.
Steindórsson, hitaveitustjóri
í síðustu viku fengu þeir sem
kaupa vatn af Hitaveitu Akur-
eyrar fyrstu innheimtuseðlana
eftir að breytt var um sölufyrir-
komulag og mælar teknir upp
í stað hemla. Wilhelm Stein-
dórsson hitaveitustjóri var
spurður um viðbrögð fólks við
þessum nýju innheimtuseðlum
og þá reynslu sem komin væri
á breytt fyrirkomulag á vatns-
sölunni.
„Það hefur komið hingað fólk
sem telur að þetta sé of há áætlun
og það hefur líka komið hingað
fólk sem telur að áætlunin sé of
lág,“ sagði Wilhelm. Áætlunin er
miðuð við ársneyslu sem er deilt
jafnt niður á alla mánuði ársins og
síðan verður lesið af við áramót
og greiðslujafnað ef áætlun hefur
ekki staðist. Þeir sem hafa borið
áætlaða stöðu mælis á reikning-
um við raunverulega stöðu hafa í
flestum tilfellum komið auga á að
áætlunin er mun hærri en raun-
veruleg staða mælisins. Þetta
er mjög eðlilegt þar sem vatns-
notkun í júlí er langt undir með-
allagi og má reikna með að þessi
munur réttist af þegar líður á vet-
ur og kólnar í veðri. Wilhelm
sagði að meiningin væri að at-
huga stöðu mæla eftir einn mán-
uð og aftur eftir þrjá mánuði til
að sjá hvort endurskoða þyrfti
áætlun hjá einstaka notendum.
Með nýju skipulagi hefur dregið
verulega úr notkun á heitu vatni,
að sögn Wilhelms, en hann sagð-
ist hafa þá trú að enn mætti gera
betur í stýringu á ofnakerfum og
þar með nýtingu vatnsins. -yk.