Dagur - 07.08.1985, Síða 6
6 - DAGUR - 7. ágúst 1985
7. ágúst 1985 - DAGUR - 7
||j|l§j|
Verðlaunahafar á landsmótinu samankomnir á góðri stund,
„Engin golfmót
em létt“
- segir Sigurður Pétursson Isiandsmeistari í golfi
Sigurður Pétursson Golfkiúbbi
Reykjavíkur varð í þriðja sinn
íslandsmeistari í meistara-
flokki karla í golfí á landsmót-
inu sem haldið var að Jaðri um
helgina. Áður hefur Sigurður
einnig tvisvar orðið unglinga-
meistari. Sigurður sigraði með
nokkrum yfírburðum og því
var hann spurður að því hvort
þetta hefði verið létt.
„Nei, engin golfmót eru létt.“
- En þú stefndir að því að
sigra?
„Já, ég stefndi að því. Ég var
jafn Ómari eftir fyrsta daginn en
tók síðan forystuna og hélt henni
upp frá því.“
- Hvað ertu búinn að æfa
lengi?
„Ætli það séu ekki komin
þrettán ár og þetta er þá það
fjórtánda.“
- Hvað æfirðu þig mikið í
hverri viku?
„Ég hef aldrei æft eins mikið
og í sumar, ég æfi frá fimm og
upp í átta tíma á dag.“
- Hvernig finnst þér Jaðars-
völlurinn að spila á honum?
„Völlurinn er mjög góður.
Þétta er besti völlurinn á landinu
í dag.“
Sigurður sagðist ætla að halda
áfram á fullu við æfingar og næsta
skref hjá honum er að hann,
ásamt Ragnari Ólafssyni, ætl-
ar að reyna fyrir sér með það
hvort hann kemst í atvinnu-
mennsku í golfi. Þeir fara út til
Spánar í svokallaðan golfskóla
þar sem þeir spreyta sig í keppni
við fjölda annarra golfleikara
sem einnig vilja komast í at-
vinnumennsku. „Ef maður fær
góðan tíma og æfir sig þarna úti
þá held ég að við eigum alveg
möguleika,“ sagði þessi snjalli
golfleikari að lokum.
Sigurður Pétursson einbeitir sér við púttið.
Sigurður og Ragnhildur meistarar
- á íslandsmótinu í golfi 1985 sem haldið var á Jaðarsvelli við Akureyri
íslandsmótinu í golfí árið 1985
lauk á Jaðarsvelli á Akureyri
síðastliðinn sunnudag. Kepp-
endur á mótinu voru 197 tals-
ins úr 16 klúbbum og hafa að-
eins einu sinni verið fleiri á
landsmóti. Keppt var í 4 flokk-
um karla og 3 kvenna og léku
allir 72 holur nema 3. flokkur
kvenna sem lék 36 holur.
Um 50 manns störfuðu við
þetta mót og gekk mótshaldið
með miklum ágætum að sögn
Gylfa Kristjánssonar mótsstjóra.
íslandsmeistarar í meistaraflokk-
um karla og kvenna urðu Sigurð-
ur Pétursson úr Golfklúbbi
Reykjavíkur og Ragnhildur Sig-
urðardóttir, einnig úr Golfklúbbi
Reykjavíkur.
Úrslit:
3. flokkur karla:
1. Bessi Gunnarsson, GA 350
2. fvar Harðarson, GR 356
3. Sigurður Aðalsteinsson, GK 359
2. flokkur karla:
1. Guðmundur Sigurjónss., GS 334
2. Sigurþór Sævarsson, GS 334
3. Karl H. Karlsson, GK 340
1. flokkur karla:
1. Guðmundur Arason, GR 309
2. Helgi Eiríksson, GR 312
3. Friðþjófur Helgason, NK 317
4. Ólafur Gylfason, GA 317
Meistaraflokkur karla:
1. Sigurður Pétursson, GR 294
2. Ólafur Jónsson, GK 306
3. Hannes Eyvindsson, GR 311
4.-7. Ragnar Ólafsson, GR 312
4.-7. Gylfi Kristinsson, GS 312
4.-7. Ómar Örn Ragnarsson, GL 312
4.-7. Magnús Jónsson, GS 312
8.-9. Kristján Hjálmarsson, GH 316
8.-9. Sigurður Sigurðsson, GS 316
2. flokkur kvenna:
1. Sigríður B. Ólafsdóttir, GH 189
2. Hildur Þorsteinsdóttir, GK 198
3. Kristine Eide NK 198
1. flokkur kvenna:
1. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK 376
2. Erla Adólfsdóttir, GA 378
3. Aðalheiður Jörgensen, GR 380
Meistaraflokkur kvenna:
1. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 329
2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 335
3. Þórdís Geirsdóttir, GK 341
„Alveg til í að verða frægur markmaður“
Stutt spjall við markverði KA í 6. flokki
Það var létt yfir þeim félögum
Örvari Arngrímssyni og Eiríki
Karli Ólafssyni eftir pollamót-
ið í knattspyrnu sem haldið
var á Akureyri fyrir stuttu, Það
er ekki nema von því Örvar
varð íslandsmeistari með a-Iiði
KA en Kalli, eins og Eiríkur
Karl er kallaður var kjörinn
besti markmaður mótsins í b-
flokki.
Þeir félagar voru teknir tali eft-
Eins og fram hefur komið er
Vaskur kominn í úrslitakeppni
4. deildar. Það var því forms-
atriði fyrir þá að spila síðasta
leikinn sem var við Árroðann
úr Öngulsstaðahreppi.
Enda fór svo að Vaskur átti
ekki í neinum vandræðum með
Eyfirðingana og sigraði 6-2. Ár-
roðamenn voru uppteknir í hey-
ir mótið og voru til í að segja svo-
lítið um fótbolta.
Örvar sagði að sér hefði þótt
mótið skemmtilegt, og besti
leikurinn sem þeir félagar í a-lið-
inu spiluðu hafi verið gegn
Breiðabliki frá Kópavogi. KA
strákar unnu þann leik 2:0. Þeir
félagar spiluðu 5 leiki, unnu þrjá,
gerðu eitt jafntefli og töpuðu
einum, það var fyrir KR. „En
þeir voru ekki betri en við,“ sagði
skap og voru aö tínast á vara-
mannabekkinn fram að hléi. En
það var ekki ástæðan fyrir tapinu
heldur voru Árroðamenn lélegir
að eigin sögn. Örn Tryggvason
og Friðrik Jónasson skoruðu
þessi tvö mörk fyrir Árroðann.
Mörk Vasks skoruðu Valdemar
Júlíusson tvö, Tómas Karlsson
tvö, Jónas Baldursson og Halldór
Aðalsteinsson eitt hvor.
Örvar. Þegar hann var spurður
að því hverjir hafi verið bestir,
var hann ekki lengi að svara því
að þeir í KA hafi verið bestir,
enda hafi þeir unnið mótið. En
hver var besti markvörður að mati
Örvars? Mér þótti markmaður-
inn frá Neskaupstað góður, en
þeir voru fleiri góðir líka, t.d.
markmaðurinn hjá ÍA.
Kalli er spurður hvort það hafi
ekki komið honum á óvart að
hafa verið kosinn besti markmað-
ur í b-flokki. „Jú það kom mér
nokkuð á óvart,“ segir Kalli ró-
legur. En Kalla þótti markmaður
Keflavíkurliðsins standa sig vel
og átti jafnvel von á að hann yrði
kosinn. Var þá ekki gaman að
verða fyrir valinu? „Jú ég fékk
bikar sem ég má eiga, og verð-
launapening. Svo fengu öll liðin
sem þátt tóku í mótinu mynd af
sér á viðurkenningarspjaldi frá
Eimskip." Þegar þeir félagar
voru spurðir hvaða markvörður
væri bestur í dag sagði Kalli að
„Grobbi“ hjá Liverpool væri lík-
lega bestur, en Örvar taldi að
markvörðurinn í skoska landslið-
inu væri sá besti.
Hvað um framtíðarhorfur hjá
þessum ungu hressu strákum?
- „Ég væri alveg til í að verða
frægur markmaður,“ sagði Kalli,
en Örvar var ekki eins ákveðinn,
því hann væri ekki viss um hvort
hann æfði mark næsta ár. „Mig
langar til að æfa vörn,“ sagði
hann.
Nú eru þeir báðir í 6. flokki,
Örvar í a-liðinu og Kalli í b-liði
og var kosinn besti markvörður
mótsins í b-flokki. Hann var því
spurður hvort hann hefði ekki
hug á að ná sæti Örvars í a-lið-
inu?
„Jú ég hef það. Því ef hann
æfir útistöðu næsta ár þá hlýt ég
að ná því,“ sagði Kalli hinn ró-
legasti.
En það er ekki spurning, þessir
ungu menn eiga framtíðina fyrir
sér og hafa nægan tíma til að gera
upp hug sinn um það hvort þeir
ætla að verða frægir knattspyrnu-
menn, eins og flesta unga drengi
dreymir um, eða gera eitthvað
annað alls óskylt. En eitt er víst
að fótbolti á hug þeirra allan.
Njáll Eiðsson þjálfari strákanna leggur á ráðin með þeim.
Knattspyrna, 4. deild d-riðill:
Vaskir gerðu sex
Vaskur-Árroðinn 6:2
Stórt golfmót, eins og lands-
mótið, krefst styrkrar stjórn-
unar og öflugs starfsliðs, til
að allt gangi snurðulaust. Að
lokinni verðlaunaafhending-
unni á sunnudagskvöld bað
Gísli Bragi formaður Golf-
klúbbs Akureyrar um orðið.
Og afbenti mótsstjóranum,
Gylfa Kristjánssyni og konu
hans, Birnu Blöndal, forláta
lampa að gjöf, og þakkaði
Gísli Bragi Gylfa fyrir vel
unnin störf. Gylfí vildi að það
kæmi fram, að hann hefði
haft sér til halds og trausts
mjög duglegt fólk, sem í sam-
einingu hefði gert mótshaldið
gerlegt. Með þeim hjónum,
Gylfa og Birnu, er á mynd-
inni hægri hönd mótsstjór-
ans, Smári Garðarsson.
Bessi Gunnarsson.
„Pabba að þakka
að ég fór að æfa“
- segir Bessi Gunnarsson
íslandsmeistari í 3. flokki karla
Bessi Gunnarsson Golfklúbbi
Akureyrar sigraði í 3. flokki
karla á 350 höggum. Dagur
spurði Bessa að því hvort hann
hefði átt von á að vinna í þess-
um flokki.
„Eftir þriðja daginn átti ég al-
veg eins von á því. En ég átti ekki
von á því eftir annan daginn,
hann var svo hrikalega lélegur.“
- Ertu búinn að æfa golf lengi?
„Ég byrjaði að spila fyrir al-
vöru árið 1981. Ég var að vísu í
golfi hérna niðri á gamla vellin-
um þegar ég var polli. Það er nú
orðið langt síðan.“
- Nú ert þú sonur Gunnars
Konráðssonar (Nunna Konn)
sem lengi var meðal fremstu golf-
spilara landsins. Hafði það ein-
hver hvetjandi áhrif á þig að fara
að spila golf?
„Það má sjálfsagt segja að
maður hafi þetta frá honum, það
er alla vega honum að þakka að
maður fór að spila þetta.“
Þess má geta að Bessi spilaði
hálflasinn allt mótið en það kom
ekki í veg fyrir að honum tækist
að sigra.
Sigríður Bima Ólafsdóttir.
„Völlurinn er
mjög góður“
- setjir Sigríður B. Ólafsdóttir, nýbakaður
Islandsmeistari í 2. flokki kvenna
Húsvíkingar eignuðust sinn
meistara í golfi á landsmótinu
sem fram fór á Jaðarsvelli í síð-
ustu viku. Það var Sigríður
Birna Ólafsdóttir sem sigraði í
2. flokki kvenna en hún fór 36
holurnar á 189 höggum.
„Ég hef aldrei spilað neitt mik-
ið en hef dundað við þetta nokk-
ur undanfarin ár,“ sagði Sigríður
í samtali við Dag eftir mótið.
Hún sagðist fyrst hafa spilað golf
árið 1972. Á Húsavík er kominn
allgóður 9 holu völlur og hefur
verið unnið að uppbyggingu vall-
arins og starfsemi klúbbsins
linnulítið frá því að klúbburinn
var stofnaður fyrir 18 árum.
„Mér hefur líkað mjög vel við
þetta mót. Við fengum líka gott
veður fyrstu tvo dagana og
völlurinn er mjög góður,“ sagði
Sigríður að lokum.