Dagur - 09.08.1985, Page 11
DAGUR- 11
fleiri en bæjarfulltrúar að taka á ár-
inni við uppbyggingu atvinnulífs-
ins, ekki síst fölkið sjálft."
- Hefur „samsuða11 í bæjar-
stjórninni, um mikilvæg málefni,
orðið til að veikja hana út á við?
„Nei, það tel ég ekki, því þegar
við erum að leita eftir samstöðu um
mál innan bæjarstjómarinnar, þá
erum við líka að leita eftir bestu
leiðinni. Þess vegna em bæjarfull-
trúar sammála. Það er okkar
styrkur, hvað bæjarstjórnin er
samhent. Það varð að vísu ágrein-
ingur um gerð síðustu fjárhagsáætl-
unar, en ég held að hann hafi verið
búinn til.“
- Ætlar Kvennaframboðið að
bjóða aftur fram?
„Ég vona það, því okkar bíða
mörg verkefni. Okkar hlutverki er
alls ekki lokið.“
- Verður þú vör við óánægju
meðal bæjarbúa með störf bæjar-
stjórnar?
„Það er nú upp og ofan. Á tíma-
bili, haustið ’82 og veturinn þar á
eftir, fann ég fyrir ýfingum, en mér
finnst þær hafa dofnað."
- Finnst þér bæjarbúar afskipta-
lausir um ykkar störf?
„Að því leytinu já, að mér finnst
þeir ekki fylgjast nægilega vel með,
enda er fréttaflutningur af störfum
bæjarstjórnarinnar takmarkaður.
Sigfríður Þorsteinsdóttir: Égget
vel ímyndað mér „óháðan borg-
aralista“ við næstu kosningar.
Og mér finnst mikil vanþekking á
störfum bæjarstjórnar, sem síðan
leiðir til þeirrar óánægju sem talað
er um.“
- Hvernig er samstarfið í vinstri
meirihlutanum?
„Við erum búin að hanga saman
í á fjórða ár og það hefur enginn
talið möguleika á sterkari meiri-
hluta.“
- Áttu von á því að við næstu
kosningar komi fram „óháður
borgaralisti"?
„Það get ég vel ímyndað mér, en
úr hvaða öflum hann verður
samansettur, ég veit það ekki, ætli
það verði fólk úr öllum áttum. Það
er einhver upplausn í stjórnmála-
flokkunum, sem brýst út með þess-
um hætti,“ sagði Sigfríður Þor-
steinsdóttir.
O Búist við
átökum
Sjálfsagt gæti ég spunnið endalaust
úr þessu efni. Allt útlit er fyrir átök
í bæjarpólitíkinni á Akureyri fyrir
komandi kosningar, að líkindum
hjá öllum flokkum, ekki síst vegna
þess að „örugg" sæti eru á lausu
hjá þeim flestum. Þá mun ekki
vera einhugur um það innan
Kvennaframboðsins, að bjóða
aftur fram, en úrtöluraddirnar eru
Gunnar Ragnars: Hættir hann
við að hætta til að „lúffa“ ekki
fyrir Jóni.
9. ágúst 1985
þó í minnihluta. Utlit er fyrir bar-
áttu um efstu sætin hjá Sjálfstæðis-
flokknum. Gísli Jónsson var þar í
efsta sæti við síðustu kosningar, en
hann er nú hættur þátttöku í pólit-
ík. Gunnar Ragnars mun hafa
íhugað að hætta í bæjarstjórn, en
hann mun hafa „hætt við að hætta“
þegar hann varð var við „bröltið í
Jóni“, eins og einn heimildarmaður
minn orðaði það. Hann bætti því
við, að Gunnar væri bardagamaður
og vildi ekki „lúffa“ fyrir Sólnes.
Ég náði ekki í Gunnar, hann var í
laxi, en ég spurði Sigurð Jóhannes-
son um óskameirihluta Bárðar og
félaga, meirihluta framsóknar-
manna og sjálfstæðismanna.
„Ég vildi helst hafa þetta eins og
áður var, þannig að um leið og
kosningar væru búnar, þá verði
myndaður einn Akureyrarflokk-
ur,“ sagði Sigurður. „Ég held að
það hafi ekkert komið upp í sam-
starfi þeirra flokka, sem mynda
núverandi meirihluta, þannig að
ástæða sé til að ætla að það sam-
starf standi ekki út kjörtímabilið."
- En að kosningum loknum?
„Ef ég kem til með að hafa áhrif
á þau mál, þá göngum við óbundnir
til kosninga, um hugsanlegt meiri-
hlutasamstarf að þeim loknum. Ég
get ekki hugsað mér það eins og er,
að fara að binda mig fyrirfram í
einhverju kosningabandalagi. Ég
hefði viljað vinna í þá veru sem var
hér áður, þegar samstarf var meira
á milli allra flokka í bæjarstjórn.
Raunar er enn um að ræða sam-
starf og samkomulag í langflestum
málum, sem bæjarstjórn fjallar
um. Þau eru teljandi á fingrum sér,
þau mál sem ágreiningur hefur orð-
ið um á milli meirihluta og minni-
hluta. En ef á annað borð þarf að
mynda formlegan meirihluta, þá
myndi ég helst óska eftir að sam-
starfsflokkarnir væru sem fæstir,
hvaða flokkur sem í hlut á. Það
skapar sterkari málefnasamning,
að þurfa ekki að semja við marga
flokka."
- Þú talar um breiða samstöðu,
en aðrir tala um að það hafi veikt
bæjarstjórnina út á við, að sífellt
sé verið með einhverja „samsuðu",
sem allir geti sætt sig við. Slíkt hafi
gert stefnuna óljósari.
„Það má ef til vill segja það, því
þegar leitast er við að ná sem
breiðastri samstöðu, þá verða allir
að slá eitthvað af sinni stefnu. Það
kemur enginn einn flokkur fram
sinni stefnu í slíku samstarfi. Það
er alveg rétt. En ég tel að samstað-
an sé meira virði heldur en að einn
flokkur geti keyrt í gegn sín mál,“
sagði Sigurður Jóhannesson.
Að lokum ræddi ég við Jón G.
Sólnes. Hann sagði að margum-
rædd „slúðurfrétt" hefði ekki við
nokkur rök að styðjast, hún væri
aðeins tilbúningur, skrifuð til að
skrifa um eitthvað. Hann sagði það
veikleikamerki með núverandi
meirihluta í bæjarstjórn, að hann
væri myndaður af þrem flokkum.
„Hér áður fyrr voru engir meiri-
hlutar eða minnihlutar í bæjar-
stjórninni. Það var svolítið harðlífi
á meðan verið var að kjósa bæjar-
stjóra, en þegar það var búið tók
Akureyrarflokkurinn til sinna
ráða,“ sagði Jón.
- Verður þú í framboði við
næstu bæjarstjórnarkosningar?
„Það er enginn maður farinn að
ympra á framboðsmálum, hvað þá
sérframboðum, það þori ég að full-
yrða. Ég er ekkert farinn að hugsa
um mín framboðsmál ennþá, við
skulum sjá hvernig þetta þróast.
Það er nógur tími.“
- Hvað um framboðslista
„óháðra borgara"?
„Ég veit það ekki, það er
ómögulegt að segja. Mér finnst
einhvern veginn, að landið liggi
þannig, að slíkt gæti gengið. Það
eru svo margir sem eru lausir í rás-
inni núna, það er grundvallarbreyt-
ing í skoðunum manna í sambandi
við bæjarmál, allt önnur en í lands-
málum. Ég vil því ekki útiloka, að
slíkur möguleiki sé fyrir hendi,"
sagði Jón G. Sólnes. - GS
Hvað fínnst þér um
störf bæjarstjórnar?
Steinunn Sigurðardóttir:
„Maður er ekki sáttur við allt en
hvort aðrir hefðu gert eitthvað
betur skal ég ekki segja um. Ég
tel þó að það verði að leggja
meiri áherslu á atvinnumálin, þar
er ástandið orðið ansi dapurt og
vantar meiri kraft.“
með störf bæjarstjórnar. Hitt er
annað mál að ég er ekkert í pólit-
ík og ekki tilbúinn að setja út á
einstök mál en hvernig getur
maður verið sáttur á meðan allt
atvinnulíf í bænum drabbast
niður eins og verið hefur?“
Signý Pálsdóttir:
„Sem starfsmaður Leikfélags
Akureyrar get ég ekki verið ann-
að en sátt við þann stuðning sem
bæjarstjóm hefur veitt L.A. á
undanförnum árum. Annars er
ég ákaflega ópólitísk og vil ekki
fara að tjá mig um einstök mál-
efni að öðru leyti.“
m
f.
É|
m
Guðmundur Gunnarsson:
„Það er erfitt að svara þessu
svona óundirbúið en ég myndi
ekki hafa uppi neina harða gagn-
rýni á störf bæjarstjórnar. Sjálf-
sagt mætti ýmislegt betur fara en
ég tel að í bæjarstjórn sitji menn
sem vilja bæjarfélaginu vel, þó
að menn séu ekki sammála um
stefnuna, hvað eyða eigi mörgum
milljónum í malbik og hvað
mörgum milljónum í dagvistun-
arstofnanir.“