Dagur - 09.08.1985, Qupperneq 13
Hópferð
áleikKA
ogÍBK
KA-menn hyggjast efna til
hópferðar á leik KA og ÍBK í
undanúrslitum bikarkeppninn-
ar, ef næg þátttaka fæst.
Leikurinn verður sem kunnugt
er í Keflavík næstkomandi
þriðjudagskvöld. Nánari upp-
lýsingar veita Haukur Ásgeirs-
son og Gunnar Níelsson.
Swmrgleðin
íSjdamm
Sumargleðin heldur upp á 15
ára afmæli sitt í allt sumar og
að undanförnu hefur hún gert
víðreist um Norðurland. Um
næstu helgi verða kapparnir í
Sjallanum á föstudags- og
laugardagskvöld og verða það
allra síðustu skemmtanir
Sumargleðinnar á Norðurlandi
í ár. Forsala aðgöngumiða fyr-
ir matargesti er milli kl. 16 og
17 í dag, en eftir það verða all-
ar ósóttar pantanir seldar.
Krakkamót
KEAá
laugardag
Krakkamót KEA í knatt-
spyrnu hefst á Þórsveilinum á
Akureyri á laugardaginn kl.
10. Það verða 10 lið sem taka
þátt í mótinu; tvö frá Þór, tvö
frá KA, eitt frá Siglufirði, eitt
frá Dalvík, eitt frá Magna á
Grenivík, eitt frá Reyni á Ár-
skógsströnd og eitt frá Leiftri
í Ólafsfirði. Það verða því á
annað hundrað krakkar, sem
reyna með sér á Þórsvellinum
á laugardaginn. Þar má því
búast við miklu fjöri og spenn-
andi keppni.
Guðný Ásgeirsdóttir, píanóleikari, og Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson, klarinettuleikari.
Tónleikar í
Tónlistarskólanum
Laugardaginn 10 ágúst halda
þau Guðný Ásgeirsdóttir
píanóleikari og Jón Aðal-
steinn Þorgeirsson klarinettu-
leikari tónleika í Tónlistar-
skóla Akurevrar. Hefjast þeir
kl. 17.00. Á dagskránni eru
verk eftir Debussy, Brahms,
Lutóslavsky, Baird og Straw-
insky. Guðný Ásgeirsdóttir
stundar nám í píanóleik við
Tónlistarháskóla Vínarborgar,
Jón Aðalsteinn lauk prófi frá
einleikaradeild sama skóla nú
í vor.
TÓNLIST ARKROS SGÁT AN
NO:32
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 32
Lausnir sendist til; Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
108 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
Mikið um dýrðir
á ÁrskógsvelU
Um helgina verður mikið um
að vera á íþróttavellinum við
Árskóg. Á laugardaginn fer
þar fram einn af úrslitaleikjum
4. deildar á milli Reynis og
Sindra. Leikurinn hefst kl.
16.00, en klukkan 10 sama dag
hefst svonefnt aldursflokka-
mót UMSE í frjálsum íþrótt-
um á vellinum. Þar eigast við
unglingar upp að 18 ára aldri
og er reiknað með um 150
þátttakendum. Þetta er lang-
fjölmennasta íþróttamótið á
vegum UMSE. Það stendur
allan laugardaginn og síðan
verður því framhaldið á
sunnudaginn og hefst keppni
þá kl. 10.
Lagt í ’ann
- Hljónisveitin Grafík á hljómleikaferð um landið
Hljómsveitin Grafík er að
leggja í hljómleikaferð um
landið nú um helgina. Hún
leikur í Bifröst á Sauðárkróki
laugardaginn 10. ágúst, sunnu-
daginn 11. ágúst verða hljóm-
leikar í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri og í Félagsheimilinu á
Húsavík þann 12. ágúst.
Hljómleikaferðin endar svo
með þátttöku í Norrokkhljóm-
leikum í Kaupmannahöfn og
Árósum dagana 23. og 24.
ágúst.
Á þessum hljómleikum
leikur Grafík m.a. efni af fyrri
hljómplötum auk efnis af vænt-
anlegri hljómplötu sem kemur
út fyrir jól. Hljómsveitina
skipa: Helgi Bjömsson söngv-
ari, Rafn Jónsson trommuleik-
ari, Rúnar Þórisson gítarleikari,
Hjörtur Howser hljómborðs-
leikari og Jakob Magnússon
bassaleikari.
Norðurlandsmót skáta
haldið í Hrísey
I gærkvöld var Norðurlands-
mót skáta sett í Hrísey. Mótið
sækja 250-300 skátar. víðs veg-
ar af Norðurlandi, en einnig
koma til mótsins gestir frá
Djass-
viðburður
í Kjallara
Sjallans
Á miðvikudaginn í næstu viku
verður meiriháttar uppákoma
fyrir djassunnendur í Kjallara
Sjallans. Þá kemur þar fram
þekktur djassleikari af gamla
skólanum Cab Kay, sem spilar
á píanó og syngur að auki.
Cab Kay er þekkt nafn í djass-
heiminum og kappinn hefur
leikið með mörgum þekktustu
djassleikurum heims. Vonandi
getum við sagt nánar frá kapp-
anum í næstu viku.
öðrum stöðum á landinu og
þeir sem eru lengst að komnir
koma frá Danmörku. Mótið
stendur fram á sunnudag við
fjölbreytt verkefni, varðelda
og kvöldvökur, en á laugardag
er heimsóknardagur. Þá eru
allir áhugamenn um skátastarf
velkomnir út í Hrísey til að
í kvöld verður leikinn á Akur-
eyrarvelli afar mikilvægur
leikur í toppbaráttu annarrar
deildar. Þá eigast við KA og
Völsungur og öruggt mál að
hvorugt liðið sættir sig við ann-
að en sigur.
„Þessi leikur gæti skipt
sköpum fýrir okkur,“ sagði
Gústaf Baldvinsson þjálfari KA
í samtali við Dag. „Við leggjum
sjá hvað þar er að gerast hjá
skátunum; gamlir skátar, for-
eldrar þeirra barna og ungl-
inga sem mótið sækja. já. og
bara allir sem áhuga hafa á að
kvnna sér skátastarf. Um
kvöldið verður stór varðeldur
og kvöldvaka. sem allir eru
velkomnir á.
okkur alla fram um að vinna
þennan leik þar sem þetta er
mjög mikilvægur leikur. Við
þurfum að vinna eitthvað af
þessum toppliðum en við ger-
um okkur grein fyrir að þetta
.verður mjög erfiður leikur."
Fyrri leik liðanna í sumar
lauk með sigri Völsungs 3:2 og
nú er bara að sjá hvort liðið hef-
ur betur í kvöld.
Baráttuleikur
- í annarri deildinni þegar KA og
Völsungur mætast á Akureyri í kvöld