Dagur - 09.08.1985, Síða 15

Dagur - 09.08.1985, Síða 15
9. ágúst 1985 - DAGUR - 15 Auglýsing Höfum tekið að okkur viðgerða- og varahluta- þjónustu fyrir afgastúrbínur. Útvegum túrbínur á túrbínulausar vélar. Eigum á lager samsettar kílreimar - NUTLING - í stærðum 9,5-22 mm. Límum hemlaborða í flestar tegundir bifreiða. Höfum tinda, hnífa, hnífafestingar o.fl. í ýmsar heyvinnuvélar. Mjög hagstætt verð. Bfla- og vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar Árskógsströnd ■ Sími (96) 63186. Starfsmaður óskast í afgreiðslu (gestamóttöku). Vaktavinna. Hótel Stefanía. Sími 26366. Starfsfólk óskast til ræstinga. Þarf að geta hafið störf strax. Securitas Akureyri sf. Sími 25603. ffl Hin árlega útsala okkar hefst á mánudaginn kl. 13.00 í Sunnuhlíð Þú gerír reyfarakaup á útsölunni okkar Gestir frá Færeyjum. Föstudaginn 9. og laugardaginn 10. ágúst kl. 20.00 verða sam- komur í sal Hjálpræðishersins, þar sem þrír gestir frá Færeyjum tala og vitna. Allir eru hjartan- lega velkomnir á samkomur þessar. §Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Sunnudaginn 11. ágúst kl. 20: Almenn sam- koma með ungbarnavígslu. Brig. María Marti frá Sviss tekur þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir. Byggist von þín á vísindum eða Biblíunni? Opinber biblíufyrirlestur sunnu- daginn 11. ágúst kl. 10.00 í Ríkissal votta Jehóva. Gránufél- agsgötu 48, Akureyri. Ræðu- maður Kjell Geelnard. Þjónustu- samkoman og Guðveldisskólinn alltaf á fimmtudögum kl. 20.00 á sama stað. Fyrirlestur: Viðhorf Guðs til kynlífs og hjónabands. Ræðumaður: Svanberg Jakobs- son. Allt áhugasamt fólk vel- komið. Vottar Jehóva. Dal víkurprest akall. Guðsþjónusta verður í Dalvík- urkirju á sunnudaginn kl. 11.00. Guðsþjónusta í Vallarkirkju á sunnudag kl. 21.00. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall: Messað verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar: 455 - 223 - 188 - 357 - 524. B.S. Messað verður að Seli 1 nk. sunnudag kl. 2 e.h. B.S. Messað verður að Dvalarheimil- inu Hlíð nk. sunnudag kl. 4 e.h. B.S. Tölvunámskeið á Akureyri Dagana 15.-18. ágúst verða haldin ýmis tölvunámskeið í Oddeyrarskólanum á Akureyri. Tölvunámskeið fyrir fullorðna: Gagnlegt og skemmtilegt byijendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Á námskeiðinu verður notkun tölva kynnt vel og allri tölvuhræðslu eytt. Nemendur fá innsýn í forritun í BASIC ritvinnslu með tölvu og notkun töflureikna. Tími: 15. og 16. ágúst kl. 19.30-22.30. 17. og 18. ágúst kl. 16.00-19.30. IBM PC: Námskeið í notkun IBM PC og annarra einkatölva. Kynnt er notkun algengustu notendaforrita. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. ★ Stýrikerfið PC-DOS. ★ Ritvinnsla með PC-tölvum. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN. ★ Gagnasafnskerfið dBASE n. ★ Bókhald á PC-tölvur. ★ Fyrirspumir. Tími: 15. og 16. ágúst kl. 9-12. 17. og 18. ágúst kl. 13-16. Unglinganámskeið: Byrjendanámskeið fyrir unglinga 12-15 ára i notkun tölva og forritun í BASIC. Tilvalið námskeið fyrir þá sem eiga heimihstölvu og vilja nota hana við að leysa verkefni. Tími: 15. og 16. ágúst kl. 16-19. 17. og 18. ágúst kl. 13-16. Töflureiknirinn MULTIPLAN Kennd er notkun töflureiknisins MULTIPLAN til þess að leysa algeng verkefni og gera fjárhagsáætlanir. Að loknu námskeiði eru þátttakendur færir um að nota MULTIPLAN hjálparlaust. Tími: 15. og 16. ágúst kl. 13-16. 17. ágúst kl. 9-12. Ritvinnsla: Námskeiðið veitir góða æfingu í ritvinnslu með tölvu. Nemendur eru æfðir í að setja upp skjöl og nota prentara. Tími: 15. og 16. ágúst kl. 9-12. Leiðbeinendur: Dr. Kristján Ingvarsson verkfræðingur, dr. Kjartan Magnússon, Ingvi Pétursson menntaskólakennari. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í versluninni Hljómveri, Akureyri, sími 23626 eða hjá Tölvufræðslunni í Reykjavík í síma 91-687590.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.