Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. ágúst 1985 Spilarðu golf? Konráð Gunnarsson: Já, já, ég er nú hræddur um það. Ég fer eins oft upp á golf- völl og ég get. Hörður Óskarsson: Nei, ég hef aldrei spilað golf. En það er aldrei að vita nema maður skelli sér í þetta. Egill Áskelsson: Nei, ég hef farið einu sinni eða tvisvar, en ekki fengið dell- una. Ragnar Ingi Reynisson: Já, ég hef oft spilað golf. Ég á unglingasett, en fer ekki á golfvöllinn, spila bara heima. Arnar Biil Gunnarsson: Ég spila stundum með Ragn- ari og það er ofsalega gaman. Ég ætla að kaupa mér golfsett. í Hrísey hefur veitingastaður- inn Brekka verið starfræktur í rúmlega 1 ár. Um síðustu ára- mót var staðnum lokað og haf- ist handa við að stækka hann. Byggðar voru svalir við húsið sem byggt var yfir og stækkaði staðurinn ti! muna við það. Mjög bjart er í viðbyggingunni og ákaflega notalegt að sitja þar, sérstaklega þegar sólin skín, en það gerði hún einmitt er blaðamenn Dags voru á ferð í Hrísey fyrir helgina. í Brekku sér Bjarni Ingvason um að matreiða ljúffenga rétti ofan í gesti staðarins og það er einmitt hann sem hér er mættur í Viðtal Dags-ins. „Fyrir utan að elda sé ég um daglegan rekstur staðarins,“ sagði Bjarni. „Ég var hér í fyrrasumar og aftur í sumar, en er á Svalbarðseyri á veturna." - Er staðurinn opinn allan árs- ins hring? „Síðastliðinn vetur var opið fram að áramótum. Pað var vegna þess að staðurinn var stækkaður. Svalirnar voru byggð- ar og það tók lengri tíma en búist hafði verið við. Hann var síðan opnaður aftur í maí og tekur nú 70 manns í sæti. Staðurinn verður opinn í allan vetur. Viðbyggingin er útbúin með sérstökum hitur- um og verið er að hanna ljós í hana, sem vonandi koma mjög skemmtilega út.“ - Þið leggið líklega aðaláhersl- una á nautakjötið? „Við erum með almennan mat- seðil og leggjum mikið upp úr fiskinum. Það hefur hins vegar ekki gengið nógu vel því fólk virðist aðallega koma hingað til að horfa á nautin og síðan að fá sér nautakjöt að borða. Fiskréttir hafa notið mikilla vinsælda í Reykjavík nú um nokkurt skeið, en sú menning virðist ekki vera komin hingað. Við höfum aðal- lega selt humar, sem er hér mun ódýrari en almennt gerist. Það er vegna þess að útgerðin er hér á staðnum og við getum fengið ódýrt hráefni. Það munar hátt í helming á verði á humarrétti hér og í Reykjavík. Við erum yfir- leitt með lágt verð, þó auðvitað sé dýrt innan um því sumt hráefni þurfum við að kaupa dýru verði.“ - Hefur verið mikið að gera í sumar? „Já, en það er þó minna en við bjuggumst við og það er vegna þess hvað veðrið hefur verið leiðinlegt. Það var betra í fyrra- sumar, enda var veðrið þá óvenju gott. En júlímánuður var góður og síðastliðnar fjórar vikur hafa Menningar-Mundi hringdi og vildi koma eftirfarandi hugleið- ingum á framfæri: Mikið ósköp finnst mér skemmti- legt að sjá hvað Gamli barnaskól- inn við Hafnarstræti á Akureyri er orðinn fallegur. Sannast þar enn, að oft leynist prinsinn í álögum. Þessi gömiu hús hafa sál og þegar þau hafa fengið svona andlitslyftingu, þá slá þau nýju steinkössunum snariega við. Það er ástæða til að þakka Sverri Hermannssyni, trésmíðameist- ara, og hans vaska liði, fyrir við- gerðina á þessu gamla og fallega verið mjög góðar. Það hefur ver- ið hæg og jöfn aukning hjá okkur. í upphafi var stefnt að þvf að fara hægt af stað og fara ekki út í miklar skuldbindingar og það hefur alveg staðist." Sagði Bjarni að það væru bæði íslenskir og erlendir ferðamenn sem kæmu í Brekku og heima- menn væru duglegir að sækja staðinn. „Það er ýmislegt sem mætti gera til að auka ferða- mannastrauminn út í eyna. T.d. hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar ekki sett það í sína bæklinga að hér sé seldur matur. Þeir fara með ferðamennina til Grenivíkur húsi, sem málararnir hafa nú kór- ónað. En fyrst ég er á annað borð að tjá mig um þetta mál, þá langar mig að víkja aðeins að framtíð hússins. Vonandi ber Akureyrar- bær gæfu til að finna því verðugt verkefni. Mér finnst við hæfi að það þjóni menningunni. Nú hef ég haft af því spurnir, að Myndlistaskólinn hans Helga Vilbergs sé á hrakhólum. Þess vegna vilji ráðamenn þar gjarnan komast með starfsemina í Gamla barnaskólann. Ég skil það svo sem vel, en ég held að Myndlista- í kaffi. Þeir gætu t.d. komið hing- að fyrir hádegi og borðað, en far- ið síðan til Grenivíkur eftir há- degi. Akureyringar koma líka allt of lítið hingað. Það þarf að koma því inn hjá fólki hvað það er lítið mál að koma hingað. Fólk heldur að þetta sé mikið mál af því það þarf að taka ferjuna. Ferðir ferjunnar koma ekki vel út fyrir okkur, því miður. Við höfum reynt að fá ferðunum breytt, en það hefur ekki tekist. Það er farið héðan kl. 21 og það hefur oft komið okkur í vanda. Við viljum fá þá ferð kl. 22 og einnig þarf að breyta hádegis- skólinn eigi ekki heima þarna; þetta húsnæði hentar honum ekki til langframa. Hann á vonandi eftir að gegna mun víðtækari verkefnum en hann gerir nú. Ég vil endilega tengja Gamla barnaskólann og Samkomuhúsið saman með tengibyggingu, því Leikfélag Akureyrar býr við allt of þröngan húsakost. í þessari tengibyggingu gætu verið bún- ingsklefar, leiktjaldageymslur og annað í þeim dúr. Þar með væri hægt að rýma neðri hæðina í Samkomuhúsinu og koma þar fyrir veitingasölu. Um leið væri hægt að lagfæra anddyrið í Sam- ferðunum. Við viljum líka fá fleiri ferðir yfir hásumarið, t.d. á 2ja tíma fresti. Núna eru 4 ferðir á dag og aukaferðir á föstudögum og sunnudögum.“ - Stóð ekki til að opna hér gistingu? „Jú, það var meiningin að opna gistingu hér uppi. Við höfum ekki fengið fé til þess. Við sóttum um fé frá Ferðamálaráði og það fæst vonandi fyrir árslok. Það er eins og það sé frekar lánað fé þangað sem vonlaust er um að staðið verði í skilum,“ sagði Bjarni að lokum. - HJS komuhúsinu, sem er óskaplega óaðlaðandi og raunar ergjandi fyrir leikhúsgesti, eins og það er. Raunar vil ég flokka allar endur- bætur á Samkomuhúsinu á undanförnum árum undir stefnu- laust kák. Gamla barnaskólann á svo að nýta sem allsherjar menningar- miðstöð. Þar eiga að vera sýning- ar ýmiss konar, leikþættir á litlu sviði, upplestur og fleira og fleira. Slík menningarmiðstöð, sem Gamli barnaskólinn og Sam- komuhúsið yrðu í sameiningu, býður upp á óteljandi möguleika.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.