Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. ágúst 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alheimsmóóursýki gegn hvalveiðum Þrátt fyrir það að íslenskir og erlendir sérfræð- ingar telji, að veiðar hvala í vísindaskyni séu nauðsynlegar til að komast að niðurstöðum um það hvort hvalastofninn í höfunum sé í hættu, er ljóst að andstaðan gegn þessari fyrirætlan er svo mikil erlendis að við gætum lagt afkomu útflutn- ingsatvinnugreina okkar í sjávarútvegi í stór- kostlega hættu með því að halda þessum veið- um til streitu. Geysiöflug hvalfriðunar- og nátt- úruverndarsamtök um víða veröld virðast hafa tekið höndum saman um að útrýma hvalveiðum með öllu strax. Ekkert tilht er tekið til færustu sérfræðinga og réttlát reiði flestra íslendinga vegna þessara þvingana megnar sín lítils. Mál- staður okkar á erfitt uppdráttar, enda við ramm- an reip að draga, þar sem ofangreind samtök hafa skapað einhvers konar alheimsmóðursýki gegn hvalveiðum. Til þess hafa þessi samtök úr geysilegu fjármagni að spila. Áróðurinn er gegndarlaus og ekkert til sparað. íslendingar hafa unnið stríð gegn stórveldum. Fiskveiðideilurnar við Breta eru gott dæmi um það. Svo sýnist þó sem nokkuð ólíku sé saman að jafna í þeim málum og varðandi hvalveiðarn- ar. í fiskveiðideilunum hafði ísland stöðu Davíðs gegn Golíati. Málstaðurinn var pottþéttur gegn yfirgangi breska ljónsins. Verndunarsjónarmið í hávegum höfð og áróðursstríðið var því auðunn- ið. í hvalveiðidæminu er annað uppi á teningn- um, því þar er ísland komið í fótspor Golíats gegn lítilmagnanum, hinum ofveiddu hvala- stofnum. Takist ekki að snúa þessu áróðursstríði við er baráttan fyrirfram töpuð og eins gott að viðurkenna það strax. Eins og einn af forsvarsmönnum selveiði- manna í Kanada benti á í viðtali við Morgunblað- ið fyrir skömmu, þá eru smáþjóðir sem lifað hafa af gæðum náttúrunnar að glíma við gjörólíkan hugsunarhátt stórborgarbúans, sem aldrei hef- ur þurft að afla sér til matar með öðrum hætti en þeim að teygja höndina ofan í frystikistu stór- markaðar. Þetta fólk þekkir margt ekki náttúr- una nema af afspurn - sér hvað þeirra eigin þjóðir hafa skaðað hana - sér hvað þeir hafa sjálfir fjarlægst hana - og vilja nú fyrir alla muni koma í veg fyrir að aðrir geri slíkt hið sama. Þeir gera sér litla grein fyrir því að það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, jafnframt því að nýta hana sér til lífsviðurværis. Ef íslendingar ætla að eygja einhverja von um að fá að lifa í friði á gæðum lands og sjávar í framtíðinni, verða þeir að upplýsa alheiminn um eðli smáþjóðanna, sem verða að fá að nýta allar þær auðlindir sem mögulegar eru. Þeir verða að sýna fram á að þeim sé treystandi til þess að ganga ekki of nærri þessu lífsviðurværi sínu. ís- lendingar þurfa að kosta til nokkrum heilsíðu- auglýsingum í víðlesnustu tímaritum heims í þessum tilgangi. Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismaður: Ekki lengur unað við þá fölsku hagsæld - sem blómstrað hefur í innflutningsverslun og margs konar þjónustu Það er jarðvegur um allt ísland. Gróður skýtur rótum þar sem jarðvegur er. Ræturnar eru frum- skilyrði eftirtekju. Rætur byggðahreyfingarinnar eru að breiðast út, styrkjast og eflast. Það finnum við glöggt við undir- tektir fólks og áhuga. í markmið- um byggðahreyfinga er rótin. Á landsfundinum í Mývatnssveit voru kynnt þau markmið sem hér fara á eftir, en þeir sem lögðu þau fram voru: Jónas Pétursson, Magnús Einarsson, Vilhjálmur Einarsson, allir af Héraði og Matthías Gestsson frá Akureyri. Jafnframt fylgir nú nánari skýring á þeim hugmyndum sem uppi eru um framkvæmd á margvíslegum þáttum markmiðanna. Tímahjólið snýst og allt áhuga- fólk þarf að hugleiða í nánari at- riðum það sem í þessu felst, getur falist eða er nauðsynlegt til þess að árangur hreyfingarinnar til réttlætis í þjóðfélaginu náist sem best, að rótin verði gróðursett um allar byggðir. Hugleiðið málin, ekki síst er því beint til sveitarstjórnarmanna. Markmið 1. Að styðja og vernda byggð um allt land. 2. Að styðja og vernda þjóðlíf sem byggir á heimaöflun í sam- ræmi við lífbeltin tvö, gróður- beltið og hafið umhverfis, í ljósi þekkingar á samhengi nota og verndar. 3. Að í stjórnarskrá komi svæða- skipting, fylki eða þing og stjórn- un og vald á svæðunum hvíli á sveitarfélögunum. Þar tilheyrir land, vatn- og hitaorka, sem ekki er í einkaeign, hverju svæði og verður sameign fólksins. Megin þeirra umsvifa í samfélagsmál- um sem nú eru á valdi ríkisins falli í hlut sveitarfélaga á hverju svæði í réttlátu hlutfalli skyldu og réttar. Reyna skal til hlítar hvort enn er traust í því sem forðum hét: „Bestu manna yfirsýn.“ 4. Að á hverju svæði komi sjálf- stæður viðskipta- og gjaldeyris- banki og verði staða þeirra banka, skyldur og réttur, tryggt í stjórnarskrá. 5. Manngildi er meira en auð- gildi. Skýringar um frekari útfærslu 1. Stuðningur og verndun byggð- ar felst í aðstoð og hvatningu við átthagatryggð og nýtingu nátt- úrugæða, hlunninda, sérstæðra búhátta, gæslu minja og sér-i stæðrar náttúru. 2. Til þess að gildi lífsafkomu til lands og sjávar komi til nytja efnahagslega og þjóðfélagslega í náttúrulegu uppeldi og margvís- legri skólun án kennslustofnana, þar með dvöl barna og unglinga við störf lifandi gilda. 3a. Þau samfélagsverkefni sem falli að fullu í hlut sveitarfélaga: Skóla- og menntastofnanir og rekstur þeirra að öllu leyti, aðrar en háskólastigin sem þó séu ekki bundin við höfuðborgina eina. Heilbrigðisstofnanir og sjúkra- stofnanir aðrar en Landspítali og Landakotsspítali. Löggæslu- og lögreglumál svæðanna og sýslu- mannsembætti. Margvíslegur stuðningur við snilli sem almennt er táknuð sem menning og kemur fram á margvíslegum sviðum. 3b. Þetta er sett fram í ljósi norskra fyrirmynda og ekki tæm- andi. Svæðaskipan verður að sníða eftir hugmyndum íbúa á hverju svæði. Nefna má: Múla- og Skaftafellsþing. Sunnlend- inga- og Suðurnesjaþing. (Suður- lands-, Vestmannaeyja- og Suðumesja.) Höfuðborgarþing, frá Hafnarfirði í Hvalfjarðar- botn. Vesturlands- og Vest- fjarðaþing (eða Vestfirði sér), Norðurþing, Norðlendingafjórð- ung. 3c. Aðalfundir sambanda sveitar- félaga verði ráðgefandi stofnanir. Vald í málum hvers svæðis, þings, verði hjá fundi eða þingi, sem kosið sé til sameiginlega á svæðinu eftir tilnefningu, fram- boði, úr hópi sveitarstjórnar- manna og hver kjósasndi velur að- eins tvo menn úr hópnum. Fjöldi í þessa stjórn verði 2 fyrir 1000 eða 1500 íbúa. Þótt listar séu boðnir fram verði aðeins kosin tvö nöfn, óháð á hvaða lista nafnið stendur. 3d. Hið réttláta hlutfall skyldu og réttar miðist við að gjaídeyris- öflun hvers svæðis skapi réttinn tii hlutdeildar í tekjum ríkisins v beinu hlutfalli við hlut svæðisins í gjarldeyrisöflun. Gjaldeyris- öflunin er bein undirstaða ríkis- teknanna. Jöfn hlutdeild heildar- teknanna fari fyrst til samfélags- | þáttanna sem verða í hlut ríkis- ins. Finna skal út frá uppskurði ríkisreiknings 2-3 seinni ár, skipt- ingu liðinna ára á þessum grund- velli sem gefur myndir af fram- kvæmdum þessara hugmynda. Hér að framan er allmörgum spurningum ósvarað. 4. Gjaldeyrisbankar á hverju svæði eru trygging þess að ljósar liggi fyrir öflun verðmætanna á hverju svæði, auk þess að ótví- ræður réttur verði sameiginlega til ákvörðunar á raungildi undir- stöðunnar. Verður með engu móti unað lengur við þá fölsku hagsæld sem blómstrað hefur í innflutningsverslun og þjónustu margs konar og hefur skapað þeim sem verðmætanna afla þurfalingsstöðu í fávísi yfirborðs- kenndrar skólamenntunar. 5. Velferð íslensks menningar- og manndómsþjóðfélags er ekki síst háð því að skilningurinn á manngildi nái yfirtökunum á auglýsinga- og gróðahyggju sem uppruna sinn á í orðum Kains: „Á ég að gæta bróður míns?“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.