Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 12
Pakkningaefni korkur, skinn og hercuies. sími 96-22700 Ijj TZ V eitt b"rn öskaj&a*" o;'lf e»nstnanns-l ð taka 2-3ja herb. íbúð íWPrb ‘bú& 6& -t sept- BeaW'* '6,9U- Reð,USemi - s^rsu^e^- tneð ei^ =Qm wrst. Reglusemi og greiöslum heiti, fyrirfn Menntaskólanema vantar 2\a herb. ibúð til leigu. Uppl. gefur 18 ára skólanemi (strákur) ósk- |ar eftir herbergi á '®^a^erb. !gög*5?£ Ung hjón með tvö börn óska eft- Ung h\bn ™ íbúó sem ^ ir íbúð sem fyrst, helst 3ja her- ett\r & wö ung rneö herb. anum- ha«,ösami V\nsamlegaha"°------ SS ^tCSfeSSf fciSR og reg' Ausem'l toand' Óska strax eftir Helst á eth Bre' .kkunnu Akureyri: Leiguíbúðaskortur - Aukin ásókn í leiguíbúðir Félagsmálastofnunar vegna „þenslu“ á markaðinum Yfír 20 umsóknir bárust um eina íbúð, sem Félagsmála- stofnun Akureyrar auglýsti nýlega við Keilusíðu. Það kom fram í máli Sigríðar Stefáns- dóttur, bæjarfulltrúa og for- manns félagsmálaráðs, í bæjar- stjórn í síðustu viku, að sumar þessar umsóknir væru þess eðlis, að nær ómögulegt væri að hafna þeim. Pað kom fram í samtali við Guðrúnu Sigurðardóttur, félags- málaráðgjafa, að löngum hefur verið niikil ásókn í þessar íbúðir, en hún færi vaxandi. Ástæðurnar taldi hún in.a. þær, að leiguverð á almennum markaði virtist fara hækkandi, væntanlega vegna aukinnar ásóknar í leiguhúsnæði á Akureyri. Það yrði til þess, að fólk með stórar fjölskyldur, t.d. einstæðir foreldrar, réðu illa við leigukjör á almennum markaði og leitað til Félagsmálastofnunar. Þar eru íbúðir leigðar á 3-5 þús- und eftir stærð og staðsetningu, en á almennum markaði munu samsvarandi tölur vera 10-15 þúsund. Akureyrárbær á um 70-80 íbúðir, sem leigðar eru út með þessum kjörum. - Það er alltaf þannig, að það er erfitt að velja úr þeim umsókn- um sem berast, sagði Guðrún. - Margir búa við þannig hag, bæði fjárhagslega og félagslega, að okkur finnst mjög erfitt að þurfa að segja „nei“. - Eru þá ekki of fáar íbúðir í boði á vegum Félagsmálastofn- unar? - Það væri vissulega gott að þær væru fleiri. Já, það væri mjög gaman að geta sagt „já“ við alla sem koma, sagði Guðrún Sigurð- ardóttir. Mikil ásókn er í leiguíbúðir á Akureyri þessa dagana. Þannig var auglýst eftir 14 íbúðum í smáauglýsingum Dags í síðustu viku, en aðeins 4 voru auglýstar til leigu. Og þeir sem vildu leigja fengu lítinn frið eftir að auglýs- ingarnar birtust. Að hluta til veldur skólafólk þessari auknu eftirspurn, en einnig er um fjöl- skyldufólk að ræða. - GS „Salan gengur glimrandi vel“ - segir Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Sjafnar um söluna á nýju bleiunum og dömubindunum „Salan hefur gengið alveg glimrandi vel, en af því við framleiðum fjórar stærðir í sömu vélinni er ekki endanlega útséð um hvað salan verður mikil,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Sjafnar, að- spurður um hvernig salan á bleiunum og dömubindunum frá Sjöfn hefði gengið. Sjöfn framleiðir tvær stærðir af bleium og tvær af dömubindum og þarf alltaf að stilla vélina fyrir hverja stærð. Sagði Aðalsteinn að þessi framleiðsla virtist líka vel, þeir hefðu einungis orðið varir við jákvæð viðbrögð. Framleiðslan á bleiunum og bindunum er í hinu nýja húsnæði Flutt í nýja skóla- húsið nú í haust „Húsnæðið er það langt komið að klárað verður að innrétta helminginn af því fyrir kennslu í haust og flytja í þann hluta,“ sagði Guðjón Björnsson, sveit- arstjóri í Hrísey um grunn- skólabygginguna sem verið er að reisa þar. Húsnæði skólans er um 600 fermetrar á einni hæð. Ofan á Nýja skólahúsið í Hrísey. húsið kemur síðan viðbygging sem hýsa mun skólabókasafn. Þeir 300 fermetrar sem teknir verða í notkun í haust eru stærri en gamla skólahúsið sem nú verður tekið undir aðra starf- semi. Sagði Guðjón að ekki væri afráðið hvað gert yrði við húsið, en nóg væri með það að gera. Það vantar húsnæði undir æsku- lýðsstarfsemi, bókasafn, hrepps- skrifstofur, sparisjóðinn, o.fl. Gamla skólahúsið var orðið alltof lítið og auk þess gamalt og þjónaði því illa hlutverki sínu. íbúum eyjarinnar hefur fjölgað talsvert frá síðasta ári og fleiri hafa áhuga á að flytjast út í Hrís- ey. Sagði Guðjón að atvinnu- ástand væri gott og yrði væntan- lega allt þetta ár. Nóg er að gera við fiskvinnslu, gatnagerðina og skólabygginguna. Ekki er búist við atvinnuleysi í fiskvinnslunni, eins og svo víða annars staðar. - HJS Sjafnar, sem ráðgert er að flytja alla starfsemina í innan skamms. „Ég get ekki svarað því nákvæm- lega að svo stöddu hvenær við flytjum, því erfiðlega hefur geng- ið að fá mannskap á þessum tíma til að taka upp vélar og setja niður í nýja húsinu,“ sagði Aðal- steinn. Húsnæðið undir fram- leiðsluna og starfsmannaaðstaða eru alveg tilbúin, en eftir er að innrétta skrifstofur. Verður hús- næði Sjafnar tæplega 10.000 fer- metrar þegar allt verður komið í gagnið. - HJS Kennaraskorturinn: Þrjá mála- kennara vantar til Dalvíkur „Okkur vantar enn þrjá kennara að grunnskólanum, til að kenna íslensku, ensku og dönsku í efri bekkjun- um,“ sagði Kristján Aðal- steinsson, settur skólastjóri Dalvíkurskóla, ■ samtali við Dag. Það kom fram í samtalinu við Kristján, að Dalvíkurbær býður kennurum 110 fermetra raðhúsíbúðir fyrir 5.500 krón- ur á mánuði. Það er því ekki rétt, eins og skilja mátti á frétt í Degi á miðvikudaginn, að húsaleiga fyrir kennara á Dal- vík sé 10-15 þúsund. Það átti við um Akureyri. Auk þess er hitunarkostnaður á Dalvík í lægri kantinum, því það kostar ekki nema 1.200 kr. að hita áðurnefnda íbúð á mánuði. En þrátt fyrir þessi „fríðindi“ hafa endurteknar auglýsingar í dagblöðum og útvarpi ekki borið árangur, að sögn Kristjáns. Aðeins eínn rétt- indakennari svaraði þeim og hann hefur þegar verið ráðinn. - GS - Veðurstofa, verður rign- ing áfram? Já, þetta ætlar ekki að verða ykkar sumar; ég sé ekki annað en austan-og norðaust- anátt með súld og rigningu næstu fímm sólarhringa. En það verður væntanlcga ekki slydda, því það berst tiltölu- lega hlýtt loft til ykkar. Þið verðið bara að horfa á Ijósu hliðarnar á þessu öllu saman. 0 Stórfellt rán Dynheimar urðu fyrir gífur- legu tjóni fyrir nokkru. Ein- hver óprúttinn náungi lét sig hafa það að nema á brott úr húsinu rándýrt myndbands- tæki af JVC gerð, tæki sem nýlega hafði verið keypt. Einnig greip sá hinn sami með sér hljóðdósirnar úr plötuspilurum diskóteksins og eítt stykki kassettutæki tók hann með. Ekkert hefur síðan spurst til þessara tækja, þrátt fyrir umfangs- mikla rannsókn. Umsjónar- menn Dynheima eru að von- um svekktir yfir þessu tapi. Á hinu furða þeir sig hins vegar, að þjófurinn lét svo lít- ið að skilja eftir fjarstýring- una fyrir myndbandstækið, og munu forráðamenn Dyn- heima vera tilbúnir til að selja þelm sem nú hefur mynd- bandstækið undir höndum fjarstýringuna fyrir lítinn pen- ing - svo að full not fáist af tækinu. • Með kúrekahatt í tilefni þess að ákveðið hefur verið að radarstöð verði stað- sett á Gunnólfsvíkurfjalli, orti „einn að austan“ þessa vísu: Guði jafnt kóng skal gjalda sitt! Geir er snjall - ekki satt? Fjallið mitt, æskufjallið mitt fær nú kúrekahatt. 0 Risaandvarp Aðdáendur Duran Duran hér á klakanum eru fjölmargir. Þegar þeir sameinast i and- anum er að vænta kraftmikils andvarps. Og sú varð raunin einn morguninn í fyrri viku, þegar fréttist af þvf að skúta Símonar Lebonn - songvara Duran - hefði snúið upp kili i illviðri suður af Englandi... Það er ekki erfitt að ímynda sér örvæntingu allra Duran Duran aðdáendanna sem heyrðu þessa véfrétt. Er hann ...? En framhald frétt- arinnar var á þá leið að allir hefðu komist lífs af og samanlagt andvarp aðdáend- anna - sem önduðu léttara - fór eins og hvlrfilbylur um landið. Eða þannig. 0 Geographic á íslandi Hið þekkta og vandaða tima- rit National Geographic hyggst gera íslandi skil á síð- um sínum, eftir því sem Þjóð- viljinn segir. Nú eru hér á landi Ijósmyndari og blaða- maður tímaritsins og „fókus- inn“ er á mannlífi og menn- ingu mörlandans. Afrakstur vinnu þeirra hér á landi mun líta dagsins Ijós í september- hefti tímarítsins á næsta ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.