Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 19. ágúst 1985 Til leigu 3-4ra herb. ibúft á syðri Brekkunni. Reglusemi áskilin. Uppl. i síma 25110. 3ja herb. íbúð á Akranesi til sölu. íbúðin er á efri hæð í tvíbýli. Einnig bílskúr og eignarlóð. Uppl. í síma 95-6090. Óska eftir 3ja herb. íbúö til leigu, helst á Brekkunni. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 62337 frá kl. 9-5 eða 62165 eftir þann tíma. Skólastúlka óskar eftir herbergi í vetur frá 1. október. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 31133 eftir kl. 5 á daginn. Óska eftir 3ja herb. íbúð tll leigu sem fyrst. Öruggar mánaðar- greiðslur. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 63157 og 26462. 19 ára piltur óskar eftir herbergi eða lítilli íbúð til leigu. Uppl. í síma 26108. Óska að taka á leigu 2ja herb. íbúð frá 1. sept. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 96- 44235. íbúð (má vera í raðhúsi) óskast sem fyrst. Helst á Brekkunni. Al- gjörri reglusemi heitið. Uppl. í síma 91-621307. Til sölu 6 cyl. Perking dieselvél með túrbínu og 5 gíra kassa. Uppl. í síma 25644 eftir kl. 19.00. Til sölu sófasett 3-1-1 og tvö borð. Einnig hjónarúm með rauðri klæðningu og útvarpi. Uppl. í síma 26374. Til sölu tvíburabarnavagn, burðarrúm og ungbarnastóll. Uppl. í síma 26462. Amstrad tölva CPC 464 með lita- skjá til sölu. Uppl. í síma 22835. Til sölu hestahey. Uppl. í síma 95-4541. (Ólafur). Bjórgerðarefni, víngerðarefni, viðarkolsíur, kol 1 kg pokar, ger- næring, sykurmælar, vínmælar, öltappar, hevertsett, bjórkönnur, líkjör 12 teg., maltkorn, felliefni, gerstopp, grenadine, þrýstikútar. Sendum í póstkröfu. Hólabúðin, Skipagötu 4. Sími 21889. Mazda 616 árg. '75 til sölu. Óska eftir 3ra dyra bíl, má ekki vera eldri en árg. 73. Uppl. í síma 21012 kl. 12-13 og 19-20. Vantar konu 25-30 ára til inni og úti sveitastarfa. Uppl. í síma 95- 4541. (Ólafur). FM bensín bátavél og skrúfa. Uppl. í síma 24619. r-Borgarbíó—| Mánud. kl. 9. LÖGREGLUSKÓLINN Bráðskemmtileg gamanmynd. Hestamenn - Bændur Hey til sölu. Árs gamalt kr. 2.50 per.kg. Nýtt hey kr. 3.00 per. kg. ATH. Önnumst flutning að kosn- aðarlausu til Akureyrar og nágren- is. Uppl. í síma 24908 eftir kl. 19. Bakarar takið eftir. Ég óska eftir að komast á samning hjá bakara. Er búin með fyrsta árið í skólanum. Uppl. í sima 96- 21233 síðdegis. Óska eftir að kaupa tvær-fjórar 24 volta handfærarúllur. Þarfn- ast þeirra sem fyrst. Uppl. gefur Pétur í síma 73129 eftir kl. 19.00. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Aðstoða þá sem misst hafa öku- réttindi eða þurfa endurhæfingu í akstri. Kenni á nýjan GM OPEL 1600. Útvega öll prófgögn. Egill H. Bragason, ökukennari sími 23347. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingernigar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Símar 25603, 25650 og 21012. Árni, Aron, Tómas. PASSAMYNDIR TILBÚNAR^ STRAX IJÍSTIÍ Notum ljós í auknum mæli Kaþólska kirkjan: Verð fjarverandi frá 19. ágúst til 20. september. Séra Patrick Breen, prestur í Breiðholti í Reykjavík mun gegna starfi mínu þennan tíma. Hann verður til viðtals í Eyrarlandsvegi 26, sími 21119. Messur verða í kaþólsku kirkj- unni eins og venjulega, þ.e. virka daga kl. 6 síðdegis og sunnudaga kl. 11 árdegis. Séra Ágúst K. Eyjólfsson. Minningarkort Slysavarnafélags íslands fást í Bókabúð Jónasar, Bókvali og Blómabúðinni Akri Kaupangi. Styrkið starf Slysa- varnafélagsins. Kvennadeild S.V.F.Í. Akureyri. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins Hlífar. Þau fást í Bóka- búðinni Huld, Blómabúðinni Akri, hjá Laufeyju Sigurðardótt- ur Hlíðarg. 3 og símaafgreiðsiu Sjúkrahússins. Allur ágóðinn rennur til Barnadeildar F.S.A. Minningarspjöld Minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur Brekku- götu 21 Akureyri. (ORÐDagSÍNJT 'SÍMI Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Siglufjörður: Blönduós: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Snorri Bjurnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Hafliði Jóstcinsson, Garðarsbraut 53, sími 41765. Puríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Sólveig Tryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52155. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa. SIGURSVEINS FRIÐRIKSSONAR, SKARÐSHLÍÐ 11g, AKUREYRI. Sérstakar þakkir til Útgerðarfélags Akureyringa og starfsfólks. Sveinbjörg Rósantsdóttir, Unnur Sigursveinsdóttir, Tryggvi Stefánsson, Rósa Sigursveinsdóttir, Jón Már Héðinsson, Edda Bolladóttir, Sigurður Ármannsson, Eggert Bollason, Bára Arthúrsdóttir, og barnabörn. Faðir okkar, STEFÁN ÁGÚST MAGNÚSSON Norðurgötu 10 andaðist 13. ágúst að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðað verður þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.30 frá Akureyrar- kirkju. Börnin. Utfararskreytingar Kransar ★ Krossar ★ Kistuskreytingar. AKUR Kaupangi. Sími 96-24800 og 96-24830. Amheiður Eyþórsdóttir endurkjörinn formaður NAN Aðalfundur Neytendafélags Ak- ureyrar og nágrennis (NAN) var haldinn þann 23. maí sl. Guð- steinn V. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri neytendasamtak- anna var gestur fundarins og greindi frá daglegum störfum skrifstofu samtakanna í Reykja- vík. í máli hans kom fram að mikið er leitað til kvörtunar- og upplýsingaþjónustu samtakanna og eru skráð símtöl um 200 á mánuði en skrifleg mál tekin fyrir eru að jafnaði 5 á mánuði. Skrif- stofan sér að mestu leyti um út- gáfu- og kynningarstarf samtak- anna, samband við fjölmiðla, tengsl við neytendafélögin út um landið og margt fleira. Á aðalfundinum var stjórn NAN að mestu endurkjörin og hana skipa nú: Arnheiður Ey- þórsdóttir formaður, Una Sigur- liðadóttir varaformaður, Inga Einarsdóttir gjaldkeri, Margrét Ragúels ritari, Stefán Vilhjálms- son meðstjórnandi og ritstjóri NAN-frétta. í varastjórn eru: Jón Árnason, Jón Björnsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis er nú flutt í nýtt hús- næði að Gránufélagsgötu 4, 3. hæð. Þar verður opin kvörtunar- og upplýsingaþjónusta á þriðju- dögum og miðvikudögum frá kl. 17.00 til 18.30. Sími NAN er 22506. Ráðstefna um íslenskar kvenna- rannsóknir Dagana 29. ágúst til 1. september nk. verður haldin á vegum Há- skóla íslands almenn ráðstefna um kvennarannsóknir. Vaxandi áhugi er meðal kvenna í hinum ýmsu greinum á rannsóknum sem beinast að kon- um eða málefnum þeim tengdum. Hafa slíkar rannsóknir verið kallaðar kvennarannsóknir („women studies"). Við Háskóla íslands eða í tengslum við hann hafa fjölda- margar kvennarannsóknir í þess- um skilningi verið gerðar. Á ráð- stefnunni í ágúst munu konur úr lögfræði, líffræði, sagnfræði, fé- lags- og sálfræði, guðfræði, ís- lensku og fleiri greinum segja frá rannsóknum sínum og niður- stöðum. Á kvöldin munu konur fjalla í máli og myndum um starf kvenna í ýmsum listgreinum, um líf kvenna á Grænhöfðaeyjum og líf verkakonu í Reykjavík. Ráðstefnan hefst að kvöldi hins 29. ágúst í Odda hugvísinda- húsi Háskólans. Aðgangur er ókeypis og konur og karlar á öllum aldri eru velkomin. Ráðstefnan verður með léttu yfirbragði, góður tími gefst til umræðna og geta gestir hlýtt á þau erindi sem þeir kjósa en sleppt öðrum. Dagskrá ráðstefnunnar liggur frammi á aðalskrifstofu Háskól- ans sími 91-25088.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.