Dagur


Dagur - 19.08.1985, Qupperneq 6

Dagur - 19.08.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 19. ógúst 1985 Næsti leikur í 2. deild: Valur - Steingrímur Birgisson á góðan skalla að marki Breiðabliks, en boltinn fór naumlega framhjá. Mynd: KGA Toppbarátta - í leik KA og Breiðabliks sem endaði með jafntefli, 1:1 KA:ÍBÍ á Akureyri Næsti leikur KA í 2. deildinni er gegn ísfirðingum og fer sá leikur fram á Akureyri. KA er nú í þriðja sæti deildarinnar en hefur leikið einum leik færra en liðin fyrir ofan, Breiðablik og ÍBV. KA-menn verða helst að vinna ÍBÍ ef þeir ætla að komast upp fyrir annað hvort þessara liða sem fyrir ofan eru í næstu um- ferðum. Sigri KA í leiknum á miðvikudaginn verður liðið enn einu stigi undir Breiðabliki og er því ljóst að það er á brattann að sækja. Úrslitakeppnin í 3. flokki: KR sigraði KAí úrslitaleik Urslitakeppni íslandsmótsins í 3. flokki drengja í knattspyrnu fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Þar keppti lið KA sem sigraði í sínum riðli í undan- keppninni og ávann sér þannig rétt til þátttöku ■ úrslitakeppn- inni. Skipt var í tvo riðla í úrslitun- um og vann KA sinn riðil, fékk fimrn stig af sex mögulegum. KA sigraði Fylki 5-0, ÍK 2-1 og gerði jafntefli við Tý, 1-1. í úrslitaleik um 1. sætið keppti KA við KR sem sigraði í hinum riðlinum og lauk þeirri viðureign með sigri KR, 6-0. KR er því íslandsmeist- ari í kriattspyrnu í 3. flokki drengja en KA hreppti annað sætið. Völsungar töpuðu - fyrir Skallagrími í Borgarnesi Völsungar gerðu enga frægðarför til Borgarness á laugardaginn. Þeir spiluðu við Skallagrím og töpuðu leiknum með 1 marki gegn 4. Það með má segja að endanlega sé úti um vonir Völs- unga um 1. deildar sæti og eru þeir nú fallnir niður í miðja deild. Jón Leó skoraði eina mark Völsunga í leiknum. Það voru Vestmanneyingar sem græddu mest á úrslitunum í leik KA og Breiðabliks á Akur- eyrarvelli á föstudaginn. Liðin skildu jöfn, 1:1, og fyrir vikið sitja Vestmanneyingar einir á toppi 2. deildar með 29 stig. Leikurinn á föstudaginn ein- kenndist af mikilli baráttu fremur en góðri knattspyrnu. Báðum lið- um tókst að skapa sér nokkur sæmileg færi í fyrri hálfleik án þess þó að þeim tækist að koma boltanum í netið. Sennilega hafa KA-menn átt ívið fleiri færi en þeir voru líka nærri búnir að skora sjálfsmark. Sæmundur ætl- aði að gefa boltann á Þorvald markvörð en sendingin var bæði heldur föst og ónákvæm og Þor- valdur mátti taka undir sig helj- armikið stökk til að ná að hremma knöttinn. í seinni hálfleik fjölgaði færum nokkuð og virtust KA-menn enn vera sterkari en þó ekki meira en svo að markið gat komið hvoru megin sem var, enda fór svo að Breiðablik varð á undan að skora. Jóhann Grétarsson komst með boltann inn fyrir vörn KA sem brást illa og Jóhann skoraði nokkuð auðveldlega. KA-menn svöruðu fyrir sig þegar um 5 mínútur voru til leiks- loka. Þeir fengu dæmda horn- spyrnu sem Árni Freysteinsson tók og sendi hann boltann vel inn í markteiginn þar sem Hinrik Þórhallsson var fyrir og skaut viðstöðulaust í markið. Fallegt mark. Eftir þetta sóttu KA-menn því sem næst látlaust á mark Breiða- bliks til leiksloka en staðan hélst óbreytt, jafntefli. Bestu menn í liði KA voru Njáll Eiðsson og Erlingur Krist- jánsson. Hringur með þrennu - hart barist á toppi 3. deildar b Það stefnir allt í tvísýna bar- áttu á toppnum í 3. deild b. Það eru Einherji frá Vopna- firði, Magni frá Grenivík og Tindastóll frá Sauðárkróki sem berjast þar um efsta sætið. Á laugardaginn var leikin heil umferð í riðlinum og fóru leikar þannig að Einherji vann HSÞ-b með tveimur mörkum gegn einu, Tindastóll vann Val með tveimur mörkum gegn engu, Huginn vann Austra með 4 mörkum gegn þremur og Magni vann Þrótt N., 4:0. í leik Magna og Þróttar bar það helst til tíð- inda að Hringur Hreinsson skor- aði þrennu eftir að Jón Stefán Ingólfsson hafði gert fyrsta mark Magna. í næstu umferð sem leikin verður á laugardaginn mætast Tindastóll og Einherji á Vopna- firði og er ekki að efa að þar verður hart barist enda geta úrslit í þeim leik haft mikið að segja um það hvaða lið vinnur riðilinn. í síðustu umferðinni mætir Ein- herji svo Magna á Grenivík þannig að þó Einherji sé nú efstur í deiidinni þá á liðið eftir að leika við tvo erfiðustu keppinautana í deildinni sem ætla sér örugglega báðir að sigra og því stefnir í tví- sýna baráttu á toppi 3. deildar b. þar sem þessi þrjú lið ættu að hafa nokkuð jafna möguleika. Úrslitakeppnin í 4. Valsarar sign - unnu alla sína leikL Selfoj Algerir yfirbi „Við vorum einfaldlega saltað- ir, það er fátt annað um leikinn að segja,“ sagði Jóhannes Atlason þjálfari Þórs eftir leik Iiðsins við Val í Reykjavík í gærkvöld. Og orð þjálfarans eru að sönnu. Yfirburðir Vals voru algerir, frá upphafi til enda. Þórsarar áttu vart við- reisnar von. Lokatölur urðu þrjú mörk gegn engu, fyrir Val. Sigur þeirra var sanngjarn, og þótt stærri hefði verið. Valsmenn hófu leikinn og strax skapaðist nokkur hætta við Þórs- markið, þegar Heimir Karlsson átti skot úr þröngri stöðu. Bolt- inn rúllaði eftir marklínunni og Þórsarar náðu að bjarga í horn. Fáum mínútum síðar mátti Þórs- vörnin hafa sig við, þegar Bald- vin markvörður missti yfir sig sendingu fyrir markið. Á 19. mínútu var Baldvin hins vegar vel á verði og varði örugglega lúmskt skot. Tíu mínútum síðar komst Hilmar Harðarson einn inn fyrir vörn Þórs, hann hafði nógan tíma til að vanda sig, en skaut framhjá frá vítateigslínu. Á 32. mínútu eru Valsmenn enn í sókn. Grímur Sæmundsen gaf fyrir markið, Guðmundur Þor- björnsson skallaði, en knötturinn fór í stöng. Guðmundur fylgdi vel á eftir og setti boltann í netið. Eitt - núll. Ef eitthvað var, þá lifnaði yfir Þórsliðinu við þetta mark. Nokkrum mínútum síðar, á 38. mínútu, áttu Þórsarar sína fyrstu eiginlegu sókn í þessum leik, og Siguróli átti ágæta sendingu fyrir Valsmarkið, en vörn Vals var sterk fyrir og náði að hreinsa. Þegar skammt var til leikhlés voru Valsmenn með boltann á eigin vallarhelmingi, há sending - einn lélegasti lei að vítateig Þórs, Heimir skallaði boltann áfram, þá kom aðvífandi Guðmundur Þorbjörnsson og með þrumuskoti sendi hann knöttinn í Þórsmarkið. Tvö - núll. Þórsarar hófu seinni hálfleik með nokkuð góðri sókn, sem endaði með ágætu skoti frá Hall- dóri Áskelssyni. Stefán Arnars- son varði vel. Á 7. mínútu átti Baldvin illa tekið útspark, Þórsurum mistókst að hreinsa og Heimir komst einn í gegnum vörnina. Skot hans stefndi framhjá Þórsmarki, en Iíklega hefur það verið ójafna á Hér munaði litlu að Valsmenn bættu fjórða ma Úr úrslitaleiknum, markvörður Selfyssinga stöðvar sókn Valsmanna. Mynd: 1

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.