Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 19.08.1985, Blaðsíða 9
19. ágúst 1985 - DAGUR - 9 Nokkrír valinkunnir og atorkusamir skátar frá Akureyri. Leiðinlegt veður hefur greinilega ekki áhrif á góða skapið. Pallavú! Kvöldvakan á laugardagskvöldið var fjölmenn og tókst með ein- dæmum vel. Um síðastliðna helgi héldu skátar heljarinnar mót í Hrísey. Var mótið sett á fimmtudegi og stóð fram á hádegi á sunnudag. Mótið var skipulagt af skátum á Akur- eyri og var Jóhannes Árnason mótsstjóri. Almennir þátttakendur voru um 260 á aldrinum 11-16 ára. Þar fyrir utan voru milli 50 og 60 starfsmenn mótsins og nokkrir voru í fjölskyldubúðum. Lét nærri að íbúatala eyjarinnar tvöfaldað- ist um helgina. Skátarnir voru frá Reykjavík, Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi, Sauðár- króki, Ólafsfirði, Þórshöfn, Vopnafirði og Neskaupstað. Að sögn Jóhannesar, mótsstjóra var þetta ágætís æfing fyrir næsta landsmót sem haldið verður í ná- grenni Reykjavíkur á næsta ári. Á mótinu var boðið upp á nýjung, sem voru tölvur. Voru þær settar upp í gömlum skóla í eynni og gátu skátarnir verið þar í tölvuleikjum. Nutu tölvurnar mikilla vinsælda og hefur veðrið eflaust átt stóran þátt í því. Veðr- ið var leiðinlegt, en þó rigndi ekki fyrr en á sunnudag. Sagði Jóhann- es að skátarnir hefðu lítið látið veðrið á sig fá og sýndi það best hvað þeir eru þrautseigir. Eins og vaninn er á skáta- mótum var boðið upp á ýmiss kon- ar leiki og þrautir og margt hægt að gera sér til skemmtunar. Það var vatnasafarí, þrautabraut og rennibraut, svo eitthvað sé nefnt. Menn skrá sig í ýmis verkefni og síðan er farið í að leysa þau. Alla mótsdagana var gefið út blað, sem bar nafnið Heilinn. Var því dreift í öll hús á eynni og mun vera fyrsta dagblaðið sem þar er gefið út. Á laugardagskvöldið var varðeldur og kvöldvaka sem fram fór í stóru tjaldi. Rúmlega 300 manns voru á kvöldvökunni sem tókst mjög vel. Sagði Jóhannes að Hrísey væri mjög vel fallin til að halda þar mót af þessu tagi. Heimamenn væru mjög hjálplegir og þeir hefðu mætt þarna mikilli vinsemd. Mót- ið hefði á allan hátt tekist mjög vel, nema hvað veðrið hefði mátt vera betra. Vildi hann koma á framfæri þakklæti til allra sem hönd hefðu lagt á plóginn. -HJS Það má greinilega nýta dekk á ýmsan máta, t.d. hengja þau upp og troða sér svo í gegn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.