Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 13
23. ágúst 1985 - DAGUR - 13 Norðurlandsmót í golfi á Húsavík Norðurlandsmótið í golfi fer fram á Húsavík um helgina. Mótið hefst kl. 9 í fyrramálið og verða þá leiknar 18 holur, en á sunnudaginn hefst keppni kl. 8 um morguninn og verða þá leiknar síðari 18 holur mótsins. Að venju er búist við mikilli þátttöku kylfinga víðs vegar af Norðurlandi, eða frá Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði, Sauðár- króki og jafnvel frá Siglufirði. Keppt verður í þremur flokkum, karlaflokki, kvenna- flokki og unglingaflokki. Telja verður að Kristján Hjálmars- son sem leikur á heimavelli sé sigurstranglegastur í karla- flokki, Inga Magnúsdóttir í kvennaflokki, en í unglinga- flokki getur orðið um jafnari keppni að ræða en undanfarin ár því á Húsavík er að koma upp nokkur hópur unglinga sem veitir nú jafnöldrum á Akureyri jafnan harða keppni í mótum. Hörkubarátta í knattspymunni Heil umferð verður í 2. deild fslandsmótsins í knattspyrnu á morgun, laugardag. Spennan í 2. deild er nú í hámarki en á toppi deildarinn- ar berjast ÍBV, Breiðablik, KA og KS harðri baráttu um tvö laus sæti í 1. deild að ári. Eins og er standa ÍBV og Breiðablik best að vígi en KA og KS koma þar skammt á eftir. Leikirnir um helgina eru Völsungur-Fylkir á Húsavík, ÍBÍ og IBV, Breiðablik og KS, UMFN og Skallagrímur og Leiftur og KA leika á Ólafs- fjarðarvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 14. í 3. deild B er baráttan um efstu sætin ekki síðri. Þar berj- ast Einherji frá Vopnafirði, Magni frá Grenivík og Tinda- stóll frá Sauðárkróki um efsta sætið sem gefur sæti í 2. deild að ári og um helgina er einmitt leikur sem getur haft mikil áhrif á gang mála þar. Einherji og Tindastóll mæt- ast á Vopnafjarðarvelli kl. 14 á morgun. Aðrir leikir eru Þróttur-Leiknir, Valur-Magni, Huginn-HSÞ. Allir leikirnir eru kl. 14 á morgun. Friðbjamar- dagur Minjasafn templara, Aðal- stræti 46 Akureyri Frið- bjarnarhús, hefur verið opið á sunnudögum í sumar frá kl. 14-17. Friðbjarnarhús er kennt við Friðbjörn Steinsson bóksala sem var einn af stofnendum góðtemplarareglunnar á ís- landi. Akveðið hefur verið að tileinka Friðbirni síðasta opn- unardag hússins í sumar. A sunnudaginn kemur, 25. ágúst eru allir velkomnir í Friðbjarnarhús. Þar verður gestum boðið kaffi og heitar vöfflur. (Ókeypis). Og sem endranær geta menn fræðst um sögu og starfsemi góð- templarareglunnar. Einnig fást í húsinu minjagripir sem tengjast húsinu og 100 ára af- mæli reglunnar. Sandspymukeppni Um síðustu helgi fór fram sandspyrnukeppni við Hrafna- gil í Eyjafirði á vegum Bíla- klúbbs Akureyrar. Þar var mikið um kraftmikla bíla sem tættu upp sandeyrar Eyja- fjarðarár. Enda fór það svo að tvö Evrópumet voru sett. Nú hyggst Bílaklúbburinn halda aðra keppni sem fram fer á sama stað. Verður þessi keppni nk. laugardag. Það þarf varla að taka fram að atlir mestu og bestu sandspyrnubíl- ar landsins verða á staðnum. Keppt verður í öllum flokkum, svo sem í flokki grindabila sem ganga undir nafninu „dragsterar", í flokki sérútbúinna fólksbíla. sérút- búinna jeppa. Einnig verður keppt í flokki „standard" bíla. bæði jeppa og fólksbíla. Þarna gefst fólki möguleiki að sjá kraftmikla og „skrýtna" bíla með stórar og kraftmiklar vélar. Keppnin hefst kl. 14.00. Forstjóraskipti hjá Iðnaðardeild Sambandsins: „Mannaskipti þýða allíaf breytingar“ - segir Jón Sigurðarson nýráðinn forstjóri „Þetta nýja starf leggst vel í mig, það er f eðliíegu framhaldi af því sem ég hef verið að gera, þannig að ég geng bjartsýnn til þeirra verkefna sem bíða mín,“ sagði Jón Sigurðarson, nýráð- inn framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins, í samtali við Dag. Jón tekur við framkvæmdastjóra- starfinu 15. sept., af Hirti Eiríkssyni, sem flyst til Reykjavíkur og tekur þar við starfi framkvæmdastjóra Vinnu- málasambands samvinnufélaganna. „Ég fluttist til Akureyrar tuttugu og fjögurra ára gamall og byrjaði þá að starfa að iðnaðarmálum. Þetta nýja starf er á sömu braut, en það stærsta sem ég hef fengist við,“ sagði Jón. - Þýðir þetta einhverjar breytingar á rekstrinum? „Já, svona mannaskipti þýða alltaf einhverjar breytingar. Það fyrirtæki sem ekki er sífellt að breytast, það getur ekki lifað. Það verða því eflaust einhverjar breytingar á rekstrinum, en ég vil ekki úttala mig um þær núna.“ - Nú er þetta viðamikið starf og tímafrekt; hefur það einhverjar breyt- ingar í för með sér varðandi þín auka- störf? „Já, ég þjóna nú ekki mörgum tóm- stundastöfum með þessu, eða stjórn- málum.“ „Ekid seirtm vœnrn að breyta til“ - segir Hjörtur Eiríksson, fráfarandi forstjóri „Ég er búinn að vera í 36 ár hjá Iðnað- ardeildinni um næstu áramót, þannig að mér fannst vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Hjörtur Eiríksson, fráfarandi forstjóri Iðnað- ardeildarinnar og verðandi fram- kvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaga, í samtali við Dag. „Ég fer héðan með mjög góðum huga, þó ég muni sakna margs frá Ak- ureyri, bæði úr starfi og leik, eins og gefur að skilja. En það var ekki seinna vænna fyrir mig að skipta um starf, fyrst ég á annað borð var ákveðinn í að gera það.“ - Nú ertu að flytja aftur til æsku- stöðvaniia, eftir áratuga búsetu á Ak- ureyri; ertu ekki orðinn rótgróinn Ak- ureyringur? „Jú, jú, ég er orðinn rótgróinn Akur- eyringur og sjálfsagt verður það eitt- hvert átak að rífa sig upp. Én ég er ekkert farinn að velta því fyrir mér ennþá og mikla það ekki fyrir mér.“ - í hverju verður nýja starfið fólgið? „Það er fólgið í því að hafa umsjón með öllum samningum sem gerðir eru á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Þetta er því nýtt, en ég kem ekki alveg ókunnugur til starfa, því með þann stóra hóp fólks, sem vinnur hjá Iðnað- ardeildinni, hef ég kynnst samninga- - Þýðir þetta, að þú dragir þig út úr bæjarpólitíkinni? „Ég á ekki von á breytingum á því sviði á næstunni. En hvað verður við næstu bæjarstjórnarkosningar mun ég ræða við mín flokkssystkini þegar þar að kemur,“ sagði Jón Sigurðarson. - GS málum. Ég held að það sé hverjum og einum nauðsynlegt, að skipta um starf af og til á lífsleiðinni og slíkt fer sem betur fer í vöxt hérlendis. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni og ég er mjög ánægður með minn eftirmann, Jón Sigurðarson. Ég óska honum gæfu í starfi,“ sagði Hjörtur Eiríksson. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.