Dagur - 01.10.1985, Síða 3

Dagur - 01.10.1985, Síða 3
H K „Ég kem til með að sakna margs héðan“ - segir Sigurður Gizurarson sýslumaður Þingeyinga sem senn flytur til Akraness Sigurður Gizurarson hefur gegnt embætti sýslumanns Þingeyinga og bæjarfógeta Húsavíkur síðan um miðjan júlí 1974. Honum hefúr verið veitt embætti bæjarfógeta Akraness frá 1. nóvember nk. Aðspurður um hvernig Sigurði líkaði nýja stöðuveitingin, sagði hann: „Mér líkar hún ágætlega. Hitt er annað mál að ég kem til með að sakna margs héðan, hér hef ég eignast marga góða vini. Það er gott fólk á Húsavík og í Þingeyjarsýslum. Það verður ekki alveg sársaukalaust að fara. En við eigum stóran barnahóp og þrjú þeirra eru komin suður í skóla. Þess vegna verður maður að reyna að komast á stað þar sem skólar eru sem krakkarnir geta gengið í. Þetta mál hefur rekið á eftir manni. Hitt er annað að hæfileg kaflaskipti á ævinni eru líka til góðs, að mínu áliti. Ég held maður hafi gott af að taka sig upp með vissu millibili,“ sagði Sigurður. - IM Norðlenskir áhugaleikarar: 50 manns á nám- skeiðum hjá L.A. lliisbiiiiaðardcildin i llnsalimdi lieíiir mi lekið að sér sölu- miiboð á eldliiisiiiiirélliiigiim l'rá 3k, sem er saineigiiariélag þriggja kaiipfélaga a Suður- landi. Af |ni lileliii voru liér sladdir iimlioðsiiieiin liá 3K, þeir llákon I lalldorsson og IVIaglliis Þorbergsson. sem liér eru við elclliiisiimréttiiign. l il liiislri er Jogian l’iirklms \ersl- imarsljori í luislirmaðardeild llrísalimdar. Mvnd: KGA. Fyrir skömmu voru haldin fimm námskeið hjá Leikfélagi Akureyrar, og voru þau ætluð fólki frá áhugaleikhúsum á Norðurlandi. Námskeið þessi voru haldin að beiðni Leikfélagasambands Norð- urlands og voru það um 50 manns sem sóttu námskeiðin sem stóðu yfir í tvo daga. Ingvar Björnsson ljósameistari Leikfélags Akureyrar kenndi lýs- ingu, Hilda Torfadóttir kennari og útvarpsmaður leiðbeindi um raddþjálfun, Sigríður Svana Pét- ursdóttir förðunarmeistari L.A. kenndi förðun, Þráinn Karlsson leikari kenndi leikmunagerð og Erla B. Skúladóttir kenndi lát- bragðsleik og spuna. Að námskeiðinu loknu sýndu hóparnir árangur erfiðisins á leik- sviði Samkomuhúss Akureyrar og var gerður góður rómur að. Nemendur voru á svæðinu frá Hvammstanga til Þórshafnar. í tengslum við námskeiðin héldu leikfélög á Norðurlandi ár- legan haustfund þar sem þau ræddu vetrarstarfið. Mikið og gott samstarf er með leikfélögun- um og er þetta fjórða árið í röð sem þau koma saman á haust- námskeiðum. Heildsala - smásala Allar stærðir og gerðir af raf- hlöðum t.d. fyrir leiktæki og tölvur. Mynd: Páll Oseyrl 6, Akureyrl . Pósthóll 432 . Sími 24223 ...... " ......................... » ^Trésmiðir Akureyri “ og Eyjafirði Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 2. október í Skipagötu 14, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga, úrsagnir. 2. Kosning þriggja fulltrúa og þriggja til vara á 19. þing Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið verður 4. og 5. október nk. 3. Aukning hlutafjár í Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. 4. Kjaramál, kröfugerð. 5. Önnur mál. Stjórn Trésmiðafélags Akureyrar. $ SAMBANDISLENZKRA SAMVINNDFÉIAGA Iðnaðardeild - Akureyri Frá Iðnaðardeild Sambandsins Prjónanámskeið verður haldið í október ef næg þátttaka fæst. Dag- og kvöldnámskeið. Nýjar uppskriftir. Kenn- ari Guðný Pálsdóttir. Innritun og upplýsingar í síma 22627 á miðviku- dag og fimnmtudag frá kl. 13-17. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Miðv.d. 2. okt. kl. 21 Bergþórshvoll Dalvík Fimmtud. 3. okt. kl. 21 Tjarnarborg Ólafsfirði Föstud. 4. okt. kl. 21 Samkomuhúsið Grenivík F ramsó knarllokku r in n. gWÉÉS^ Ritstjórn Auglýsingar DAGUR f Afgreiösla Sími (96) 24222 Þátttakendur á námskeiðunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.