Dagur - 07.10.1985, Side 3
7. september 1985 - DAGUR - 3
Islandsmet?
Á aðalfundi Garðræktarfélags
Reykhverfinga hf. síðastliðinn
laugardag baðst stjórnarfor-
maðurinn Hrólfur Árnason
undan endurkosningu. „Mér
fannst það orðið tímabært,
enda farinn að finna fyrir aldr-
inum,“ sagði Hrólfur. Hann
tók við sem stjórnarformaður
félagsins 32ja ára gamall og þó
Hrólfur beri aldurinn vel eru
liðin 50 ár síðan.
Hugsanlegt er að Hrólfur hafi
hér sett íslandsmet í stjórnarfor-
mennsku.
Hreiðar Karlsson kaupfélags-
stjóri á Húsavík var kjörinn for-
maður stjórnar í stað Hrólfs. Og
er hann sjötti maðurinn sem
gegnir þessu embætti hjá félaginu
en það hefur starfað samfleytt frá
stofnun 1904, og gæti því verið
elsta starfandi hlutafélag á land-
inu.
Þeir Steingrímur Jónsson
sýslumaður, Bjarni Benediktsson
kaupmaður, Stefán Guðjónsen
kaupmaður og Sigurður Bjark-
lind kaupfélagsstjóri voru stjórn-
arformenn félagsins fyrr á árum.
- IM
,Við getum ekki haldið áfram að hittast svona...‘
Mynd: KGA
„Þetta er að verða
öflug fjöldahreyfing"
- segir Pétur Valdimarsson formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta
Landssamtök um jafnan rétt
milli landshluta héldu fund að
Hótel Varðborg sl. sunnudag.
Aðalmálefni fundarins var
stofnun Akureyrardeildar
samtakanna og kosning
stjórnar. Stjórnin hefur ekki
skipt með sér verkum, en hana
skipa: Gunnar Pétursson,
Halldór Backman, Kristján
Baldursson, Lára Ellingsen,
Olafur H. Torfason, Sigurður
Jónsson og Sólrún Sveinsdótt-
ir.
jafnan rétt milli landshluta er
Pétur Valdimarsson. Hann er nú
nýkominn úr ferð um Vestfirði.
Þar voru stofnaðar deildir sam-
takanna á Bolungarvík, ísafirði,
Suðureyri, Flateyri, Þingeyri,
Bíldudal og Patreksfirði.
Reiknað er með að í lok októ-
ber eða í byrjun nóvember verði
búið að stofna deildir um allt
land og þá verði boðað til sam-
eiginlegs fundar fulltrúa allra
deilda til að taka ákvarðanir um
framhaldið.
áætla að félagar í samtökunum
væru nú nálægt 10000 að tölu.
„Þetta er því að verða öflug
fjöldahreyfing, mun öflugri en
maður þorði að vona í upphafi,“
sagði Pétur ennfremur. BB.
Hæg heimatökin:
„Mini-
golf“
og
sund
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
veitt Sundfélaginu Óðni leyfi
til reksturs „mini-golfs“ á lóð
Sundlaugar Akureyrar á kom-
andi sumri. Bæjarstjórn hafði
tvívegis áður hafnað umsókn-
um um hliðstæðan rekstur á
lóðinni.
Forsaga þessa máls er sú að
stjórn Sundlaugar Akureyrar
sótti um það fyrir allnokkru síðan
að fá að setja upp „mini-golf“ á
lóð sundlaugarinnar. Því var
hafnað.
Næstir til að leita á náðir
bæjarstjórnar í sömu erindum
voru fulltrúar einkaframtaksins.
Sterkustu rökin fyrir að neita
þeim um leyfi voru þau að mjög
gott samstarf þyrfti að vera við
stjórn sundlaugarinnar varðandi
þennan rekstur og því ekki ráð-
legt að hann væri í höndum
einkaaðila.
Það er því ekki fyrr en nú, í
þriðju atrennu, sem Sundfélagið
Óðinn hreppir hnossið, með
þeim skilyrðum þó að samráð
skuli haft við sundlaugarstjórn og
íþróttaráð og þeim skilyrðum
hlýtt sem þau setja. BB.
Formaður Landssamtaka um Pétur Valdimarsson sagðist
r Húsavík:
Utflutningsostur
fluttur landleiðina
Tveir dráttarbílar með gáma-
grindur voru sendir af Skipa-
deild SÍS til að flytja 34 tonn af
osti frá Mjólkurstöð KÞ til
Rcykjavíkur. Þar var ostagám-
unum komið fyrir um borð í
skipi og fluttir til Svíþjóðar.
Fram að þessu hafa strand-
ferðaskip verið notuð til slíkra
flutninga, en þar sem ekkert skip
sem hentaði til þessara flutninga
var á áætlun á þessum tíma voru
bílarnir sendir.
Gróflega reiknað mun þurfa
um 340 tonn af mjólk til að fram-
leiða ostinn, sem fluttur var á
þennan nýstárlega hátt. - IM
Gámunum komið fyrir á bílunum.
Mynd: I.M.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Á AKUREYRI
Taktu nú tímann! Ef þér tekst að lesa
þennan texta og gera þér fulla grein fyrir
innihaldi hans á 14 sekúndum óskum við
þér til hamingju með árangurinn og þökkum
fyrir ómakið. Ef ekki, gæti Hraðlestrarskól-
inn orðið þér verulega að liði í námi og
starfi. Við kennum nýjar aðferðir við lestur,
sem geta margfaldað lestrarhraða. Það
þarf tæpast að fara mörgum orðum um
hagnýti þess fyrir námsmenn, stjórnmála-
menn, stjórnendur fyrirtækja, kennara, lög-
fræðinga, fjölmiðlamenn og reyndar alla þá
sem þurfa að lesa og hafa á reiðum höndum
geysilegt magn upplýsinga og staðreynda.
6 vikna hraðlestrarnámskeiðin okkar út-
heimta talsverða vinnu og ástundun, en
þegar upp er staðið getur árangurinn spar-
að ómældan tíma og gert mönnum starf
eða nám léttara og árangursríkara. Næsta
námskeið hefst laugardaginn 12. okt. og
kostar 3.800 krónur. Upplýsingar og innritun
eru í síma 91-16258 milli klukkan 8 og 10
á kvöldin.
HRAÐLESTRARSKÓUNN - 14 sekúndur.