Dagur - 07.10.1985, Page 5

Dagur - 07.10.1985, Page 5
7. september 1985 - DAGUR - 5 _orð /' belg. Sínum augum lítur hver á silfrið Það er mér alltaf ánægjuefni, ef einhver sér ástæðu til að efna til umræðna um ferðamál hér á landi, ekki síst ef j)að snertir okk- ur norðanmenn. I slíkum umræð- um sjá menn hlutina í mismun- andi ljósi; sínum augum lítur hver á silfrið. Pannig fer með mig og Helenu Frances Eðvarðsdótt- ur, sem skrifaði pistil í Dag í síð- ustu viku. Við sjáum hlutina hvort frá sínu sjónarhorninu, þó með undantekningum, því ég get verið Helenu sammála um sumt af því sem hún er að fjalla um. Um annað er ég henni algerlega ósammála. í upphafi greinar sinnar sendir Helena fyrirtæki mínu, Sérleyfis- bílum Akureyrar, heldur betur tóninn, þar sem hún fjallar um afgreiðslu okkar í Geislagötu. Helena starfar á Hótel Varðborg við sömu götu. í upphafi greinar sinnar kvartar hún yfir ágangi ferðalanga, sem komi inn á Varð- borg til að fá sér kaffi. Þetta verður til þess að Helena þarf að príla yfir „15 bakpoka og 10 haldapoka", eins og hún orðar það, til að ná í einhvern Jón Jónsson í símann. Á leiðinni til baka sér Helena röð af fólki standandi upp við vegg handan götunnar. Ekki þó í sólbaði, því það er úrhellisrigning. Síðan seg- ir Helena orðrétt í grein sinni: „Vesalings fólkið er að bíða eftir Norðurleið, en ekki er unnt að komast í húsaskjól fyrr en bíl- stjórinn kemur - yfirleitt örfáum mínútum fyrir brottför.“ Petta er ekki rétt hjá Helenu, því yfir sumarmánuðina er af- greiðsla okkar við Geislagötu opnuð kl. 7.45 alla morgna, ein- faldlega vegna þess að fyrstu bíl- arnir leggja af stað kl 8.15 til Eg- ilsstaða og Mývatns. Síðan fer Norðurleiðarrútan kl. 9.30. Þaö er hálfri klukkustund síðar en áður var, en því miður virðist þessi nýi brottfarartími ekki hafa komist til skila í auglýsingum til útlendinga. Þess vegna bar á því í sumar, að þeir mættu of snemma til brottfarar. Með þessum bílum geta farið yfir 200 farþegar og það skal viðurkennt, að af- greiðsla okkar hefur ekki sæti fyrir allt það fólk. Enda yrði ógerningur að reka slíkan sal, sem eingöngu nýttist tvær klukkustundir á dag í 2-3 mánuði á ári. Hitt er svo annað mál, að við erum ekki með veitingasölu á okkar afgreiðslu. Þess vegna leita margir af okkar viðskiptavinum yfir að Varðborg til að fá sér hressingu. Ég veit ekki hvað er óeðlilegt við það. Eða er það ef til vill stjórnendum og starfsfólki hótelsins til ama, að fá til sín gesti? Þessu til viðbótar skal það tek- ið fram, að eftir að vetraráætlun gengur í gildi, þá eru það einung- is Norðurleiðarbílarnir, sem eru með fastar áætlunarferðir frá af- greiðslu okkar. Þar af leiðandi er ekki grundvöllur til að hafa þar starfsmann allan daginn. Þess vegna er afgreiðslan einungis opin hálftíma fyrir brottför bíl- anna að morgni og síðan frá kl. 2-6 síðdegis. Næst fjallar Helena um rauna- sögu erlendra ferðamanna, sem hvergi gátu fengið upplýsingar um „ferðir hér og þar“. Þetta fólk gekk frá Ferðaskrifstofu Akur- eyrar, að Upplýsingaþjónustunni við Hafnarstræti, þaðan í Önd- vegi, síðan á afgreiðslu Sérleyfis- bíla Akureyrar, án þess að fá úr- lausn, loks fékk það skilning við diskinn hjá Helenu. Ég efast um sannleiksgildi þessarar „dæmi- sögu“. Við hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar reynum að sinna þeim sem til okkar leita. Hinu er ekki að neita, að alltaf er til eitthvað af fólki, sem hreinlega vill setjast upp og rabba um heima og geima. Ef til vill hefur slíkt fólk gert Helenu svona gramt í geði. Upplýsingaþjónustan við Hafnarstræti hefur gegnt mikil- vægu hlutverki. Raunar held ég að slík þjónusta sé einstök í ekki stærra bæjarfélagi, sem hefur ekki meiri ferðamannastraum en raun er á. Þetta kunna ferða- menn að meta og því er þar oft þröng á þingi. En það er ekki hægt að sinna öllum samtímis, þannig að ferðalangar þurfa að sýna biðlund, eða leita annað. Óg ég trúi ekki öðru en Helena taki þeim vel, því hótel er nú einu sinni hótel og starfsmenn þess verða að sinna fróðleiksfús- um „túristum“ með bros á vör. Helena talar um að koma öll- um „undir sama þak“ og á þar við ferðaþjónustufyrirtæki á Akur- eyri. Eg hef nú ekki trú á því að ferðaskrifstofur sameinist undir sama þaki. Hins vegar væri um- ferðarmiðstöð fagnaðarefni. Hún er hins vegar ekki annað en draumur. Sérleyfisbílar Akureyr- ar eru gamalgróið fyrirtæki á Ak- ureyri, sem auk þess ræður yfir stærsta bílaflotanum á einni hendi. Það gerðist síðan fyrir rúmu ári, að Öndvegi hf. var stofnað Sérleyfisbílum Akureyr- ar til höfuðs. Aðstandendur Öndvegis kynntu fyrirtæki sitt sem „umferðarmiðstöð", en reynslan hefur sýnt, að það stendur ekki undir því nafni. Enda varla von til þess, þar sem umfangsmiklum fyrirtækjum, eins og Sérleyfisbílum Akureyrar og Norðurleið hf., var ekki einu sinni boðið upp á að vera með. „Alvöru“ umferðarmiðstöð er því ekki annað en draumur, enda er það ekki á færi sérleyfishafa að byggja slíka stöð svo lag sé á. Þar þurfa fleiri að koma til. Helena talar um „airport bus“, svo fólk þurfi ekki að eyða stórfé í leigubíla. Strætisvagnar Akur- eyrar eru reknir af Akureyrarbæ. Stjórnendur þess fyrirtækis hafa enn ekki séð ástæðu til að taka upp strætisvagnaferðir að og frá flugvellinum. Hvers vegna? Ætli ástæðan sé ekki einfaldlega sú, að bæjaryfirvöld viti sem er, að þar myndu þau kippa fætinum undan afkomu leigubílstjóra á Akureyri. Og hvaða bæjarstjórn vill hafa það á samviskunni, að slá heila stétt manna af. Ein stærsta tekjulind leigubílstjóra á Akureyri er flugvöllurinn og ég held að þeir séu ekki of sælir af sínu. Helena kvartar yfir ónæði, sem hótelgestir verði fyrir frá óstýri- látum bílstjórum. Ég get verið henni sammála um það, þetta er hvimleitt, en þetta hefur lengi verið svona og þetta er ekkert „sérakureyrskt" fyrirbrigði. Þetta er vandamál sem er til staðar í öllum stærri bæjum og borgum. Slíkan skarkala þurfa t.d. gestir á Hótel Borg að þola. „Ferðamenn, bæði íslenskir og erlendir, gætu verið mikilvæg tekjulind, ef rétt er að farið,“ segir Helena. Það er alveg lauk- rétt, og þeir eru þegar mikilvæg tekjulind fyrir þjóðarbúið. Þó eru ekki mörg ár síðan al- menningur fór að viðurkenna ferðaþjónustuna sem atvinnuveg. Fram að því hafði þetta verið tal- ið „hobby“ fárra sérvitringa. Þessi atvinnugrein er því enn í vöggu og nú veltur á því að vel verði að henni hlúð, þannig að hún fái viðunandi skilyrði í upp- vextinum. Þá er ég viss um að ís- lensk ferðaþjónusta kemst vel á legg- En til þess að ferðaþjónusta á Akureyri geti dafnað, þurfa þeir sem við hana starfa að standa saman. Vonandi berum við gæfu til þess, og ekki veitir af. Það sanna best ómaklegar árásir rit- stjóra dagblaðs í Reykjavík á alla veitingastaði bæjarins, sem ný- lega birtust í blaði hans, sex laug- ardaga í röð. Slíkar árásir eru stórskaðlegar fyrir þessa veit- ingastaði og ferðaþjónustu á Ak- ureyri almennt. Skotveiðimenn! Haglaskot í miklu úrvali Haglabyssur, rifflar, riffilskot, byssupokar, byssuólar, skotabelti, byssuolíur og blámi. Verslið þar sem úrvalið er mest og verðið best. Opið á laugardögum 10-12. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Verkmenntaskólinn á Akureyri Á vorönn 1986 er fyrirhugað að kenna lokaáfanga (3. önn) á eftirfarandi brautum tæknisviðs, ef næg þátttaka fæst: Málmiðnabraut, tréiðnabraut, meistaraskóla byggingamanna. Þeir nemendur sem hyggjast stunda nám á þessum brautum á næstu önn eru beðnir að skila inn um- sóknum fyrir 25. okt. 1985 eða staðfesta fyrri um- sóknir. Ath.: Nám á öðrum brautum skólans á vorönn 1986 verður auglýst síðar. Skólameistari. Eldrídansaklúbburínn Dansleikur verður í Húsi aldraðra, sími 23595, laugardaginn 12. október. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. Gísli Jónsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.