Dagur - 23.10.1985, Side 5

Dagur - 23.10.1985, Side 5
_JDækuL 23. október 1985 - DAGUR - 5 Ofsjón listarinnar Guðmundur Daníelsson: Tólftónafuglinn Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja Kápa bókarinnar vekur strax at- hygli. Á forsíöu er mynd af „Tólftónafuglinum" en á baksíðu tvær myndir af höfundi. Á ann- arri er hann ungur og fallegur, hinni gamall og ljótur. Þar er og kynning á bók og höfundi. Kápan er vel gerð af Halldóri Árna Sveinssyni. Milli fyrrnefndra mynda eru þrjú ártöl: Fyrst 1910 sem er fæðingarár Guðmundar; hann er því 75 ára, blessaður. Annað ártalið er 1935 en þá kom út fyrsta skáldsaga hans, Bræð- urnir í Grashaga. Hann á því tvö- falt afmæli, maðurinn og rithöf- undurinn, þó að hann hafi raunar gefið út ljóðabók fyrr, eða 1933. Héðan fær hann heilshuga ham- ingjuóskir og þökk. Þriðja ártalið er 1985; þá gefur sama forlag út þessa bók og hina fyrstu, ísafold- arprentsmiðja, og gerir það af smekkvísi. Á þessu bili hefur komið út nær ein bók á ári; ég veit um 46, auk þýðinga. Þar fyrir utan hefur hann skrifað firn í blöð og ritstýrt nokkrum. En aðalstarfið hefur verið kennsla og skólastjórn. Sæmilegt dagsverk það! Ég má til með að gerast pers- ónulegur á þessum tímamótum Guðmundar, þessa mikilhæfa og -virka rithöfundar. Það er vegna smáatviks sem kom fyrir í sam- bandi við fyrstu skáldsögu hans. Ég var unglingsskjáta er Bræð- urnir í Grashaga voru lesnir heima, hafði verið sendur í hrossaleit sem oftar. Þoka var og rigning. Ég kom því heim svang- ur og votur, án þess að finna bikkjurnar. Eldri bræður mínir tóku erindisleysinu illa og skip- uðu mér að fara og leita betur. Þá spyr faðir minn: „Á nú að hafa það við drenginn eins og þann í Grashaga?" Þetta varð til þess að ég fékk að borða og hafa fata- skipti. Segi menn svo að skáld- skapur sé einskis virði fyrir mannlífið! Þetta þakka ég Guð- mundi þótt seint sé. En snúum okkur nú að þessari nýju bók. Þetta er svokallaður lykilróman, þ.e. verk byggt á raunverulegum atburðum. Allir munu þekkja staði þá er hún Kristján frá Djúpalæk skrifar fjallar um, þó undir gervinöfnum séu; persónur munu og flestar þekkjanlegar, a.m.k. af kunnug- um. Þetta má kalla hvort tveggja kost og galla. Hér í fámenninu, þar sem allir þekkja alla, vekur það spennu og kitlar forvitnina um náungann. Hins vegar gæti það valdið gremju, jafnvel sárs- auka; því þótt höfundur unni þessum persónum og dái þær á sinn hátt er hann stundum svolít- ið gráglettinn. En bókin er vissu- lega skemmtilestur um alvarjegt mál. Vettvangur sögunnar er sjávar- þorpið Skervík, söguhetjan Valdimar, rithöfundur og kenn- ari. Það stendur til að halda upp á aldarafmæli barnaskólans, elsta barnaskóla landsins. Sveitarstjór- inn Elías hefur í mörgu að snúast, rithöfundurinn er oft truflaður. Annað er þó meira en aldur skólans; þar hafa fleiri listamenn stundað nám en annars staðar. Þorpið er gróðrarstöð slíkra, þótt þeir séu nú allir brottfluttir. „Mikilmenna“ getur ekki heima; en þau scm fóru hugsa hlýtt til æskustöðva og eitt sinn hafði hópur þeirra komið og gróðursett mörg tré. Þau þoldu hins vegar ekki saltstorma strandarinnar og dóu öll, utan eitt grenitré sem tórði, en varð þó eins og van- skapningur vegna ytri kjara, raunar líkast þúfu. Tveggja snillinga er mest getið hér af frumgróðri þorpsins. Það eru Jónmundur myndhöggvari, „Jonni frá Suðurkoti“, og svo Agnar Magnús, „Aggi Maggi“. Hann er þó ekki raunverulegur listamaður heldur sá er kemur listinni á framfæri og gerir skapendum hennar fært að hafa að éta. Það þarf að skrifa afmælisrit. Aggi Maggi ætlar að gefa það út, þorpinu að. kostnaðarlausu. Hann ætlar líka að láta mynd- höggvarann gera minnismerki í stein af einum frómum skóla- stjóra og gefa heimaþorpinu sínu almennilega höfn, svo að bátana hætti að reka upp á bryggju og drepa af sér menn. Einhvern veginn fer svo að ekkert af þessu kemst í framkvæmd. En aftur á móti gef- ur Aggi Maggi Bandalagi lág- launafólks dýrmætt listaverka- safn (og hús undir það) og Félagi einsöngvara hljómleikahöll. Og þessir aðilar láta Jonna frá Suðurkoti gera minnismerki um gefandann og reisa í þorpinu hans. Það er „Tólftónafuglinn“, nútímalistaverk: „Hann var úr svörtum málmi, tuttugu metra hár óreglulega til sniðinn bjálki, gegnumstunginn tólf járnfleinum, grönnum og gildum á víxl, og allir sem einn sveigðir á ská niður á við, með kúlur á endunum, þær minnstu álíka og hrútspungar á stærð, aðrar sem manns höfuð, þær stærstu á stærð við fótbolta . . . Líklega táknuðu fleinarnir flug- fjaðrir. Þeir stóðu mishátt í búknum miðsvæðis . . . Flestir þeirra voru sveigjanlegir. Þess vegna hlutu þeir að slást saman í vindi og gefa frá sér mismunandi hljóð, gjöll, ym og glymjanda, stormþyt, klukknahljóm. Há- spennuguð og drottinn! Myndjón var flókið dæmi. Fugl hans var ráðgáta." Svona lýsir höfundur nútíma- listinni skemmtilega; og margt gerist merkilegt í þessum gróður- reit fyrir listamenn - sem fara. Hinir sem eftir sitja eru bara venjulegt fólk. Afmælisundir- búningur heldur áfram, hvað sem tautar og raular, og hátíðin mikla í tilefni þess er haldin. Þó að bók þessi sé skrifuð í glettnum tón, dálítið gráum, varðar hún alvörumál: andúð á fáránleika og yfirborðsskap. bylgjur rísa á sæ og brotna, aldan kemur og fer, hafið varir eilíft. „Tólftónafuglinn“ ryðgar og fellir fjaðrir, hið kræklótta tré í sand- og seltuvindum þraukar og bætir við sig grænum nálum vor hvert. Hinn venjulegi maður, hið venjulega þorp, hvar sem er í heimi. Én tilhlaup tískuþjónanna verður að knéfalli. -Jesendahornið. 011 vandamál leyst samstundis - Sitt sýnist hverjum um dagblaðið Dag Á kaffitímum á Súlnabergi er viss hópur manna sem setur svip sinn á staðinn. Það eru hinir svoköll- uðu fastagestir. Umræðan hjá þessum hópi manna er mjög víðfeðm. Þarna eru leyst á einu bretti öll vanda- 1 mál ltðandi stundar - og önnur, búin til. Allir helstu góðborgar- arnir, svo og hinir minni háttar, fá þarna svo sannarlega sína meðhöndlun. Af hreinni tilviljun var undir- ritaður staddur við borð einnar staðarklíkunnar þegar dagblaðið Dag bar á góma. Sitt sýndist hverjum um þær breytingar sem urðu á blaðinu við dagblaðsfæðinguna og lögðu allflestir orð í belg. Fullyrðingar eins og: Útþynnt efni, æsifrétta- blað, eintóinar auglýsingar, gott - - UUKIK viii - framtak, nauðsynlegur hlutur, o.fl. o.fl. heyrðust. Sjónarmiðin voru mörg enda mislitur hópur við borðið. En væri ekki gott fyrir hið ný- fædda dagblað að beina augum sínum sem mest til hins almenna lesanda til að fá sem mesta inn- sýn í það hvað fólkið raunveru- lega vill? „Terían" lætur ekki að sér hæða. Þarna svífur andi fræðslu og skemmtiefnis yfir borðum á hverjum morgni og eflaust gæti blaðið haft þar mann á fullum launum við að vinna upp fréttir. Sennilega þyrfti þó fljótt að fjölga þar í starfsliðinu - því sannleiksgildið er góðum blöðum nauðsyn. Já þær eru svo sannarlega margar leiðirnar til fjölbreyttrar fréttamennsku. Baráttukveðjur. Sveitavargur. j^Skotveiðifélag^ v Eyjafjarðar Fundur fimmtudaginn 24. október kl. 20 að Skipagötu 2. Fundarefni: 1. Þaulvanur fjallamaður leiðbeinir um notkun áttavita og útbúnað til fjallaferða. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. \ Stjórnin. Opið allan daginn. Sími 23126. Sölustjóri: Einar Haraldur. Lögmaöur: Páll Skúlason, hdl. FASTEIGNASALA Ný fasteignasala á Akureyri Vantar eignir af öllum stærðum og gerðum á skrá, nú þegar. Anpro - Reykjavík - Anpro - Akureyri. 1930 1985 Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri 55 ára afmælisfagnaður F.V.S.A. verður haldinn 2. nóvember 1985 í Alþýðuhús- inu, Skipagötu 14, 4. hæð. Gestum heilsað með Tropical Punch kl. 19.30. Borðhald kl. 20.00 stundvíslega. Ávarp formanns. Skemmtiatriði. Happdrætti. Hljómsveit leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Félagar og velunnarar láti skrá sig á skrifstofu F.V.S.A. fyrir 29. október. Miðasala á skrifstofunni Skipagötu 14 31. október og 1. nóvember. Miðaverð kr. 500,- Skemmtinefndin. Gömludansaklúbburinn SPORIÐ. Göndudansanámskeið fyrír alla aldurshópa verður í Dynheimum dagana 25., 26. og 27. okt. ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi er Helga Þórarins- dóttir frá Þjóðdansafélgi Reykjavíkur. Fyrirhugað er að stofna dansklúbb í lok námskeiðs fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára. Skráning og uppl. í Dynheimum í síma 22710. Enn er skráning í fullum gangi. Síðasti innrítunardagur fímmtudagurínn 24. októ ber til kl. 22.00.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.