Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 7
30. október 1985 - DAGUR - 7 19. þing Alþýðusambands Norðurlands: „Margar fjölskyldur á barmi gjaldþrots" 19. þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Ak- ureyri um síðustu helgi. Þingið afgreiddi fjölmargar ályktanir, og fara hér á eftir ályktanir þingsins um kjaramál. Kjaramál 19. þing Alþýðusambands Norð- urlands vekur á því athygli, að verðlagsforsendur þær sem kjara- samningarnir frá 15. júní voru byggðir á eru brostnar. Þingið mótmælir harðlega þeim verð- hækkunum sem stöðugt dynja yfir og jafnframt því aðhaldsleysi sem í þessum efnum er af hálfu stjórnvalda. Rýrnandi kaupmátt- ur og versnandi afkoma almenns launafólks gefa tilefni til að vara stjórnvöld alvarlega við þeirri auknu skattheimtu sem boðuð hefur verið. Þingið vekur enn athygli á því uggvænlega misvægi sem er milli hækkunar lánskjaravísitölu og al- mennra launa. Er helst að sjá að það ástand sem við blasir vegna þeirra fjárskuldbindinga sem fólk hefur tekist á hendur, sé að leiða margar fjölskyldur á barm gjald- þrots vegna þeirrar eignaupptöku sem þarna á sér stað. Talsmenn stjórnvalda guma af því að hafa náð verðbólgunni niður í 40% og reyna að telja al- menningi trú um að náðst hafi tök á verðbólgudraugnum, en geta þess hins vegar aldrei, að þessi árangur hefur alfarið náðst á kostnað hins almenna launa- manns. 19. þing Alþýðusambands Norðurlands hvetur samtök launafólks til að standa vörð um þann ávinning og auknu félags- legu réttindi sem náðst hafa með löggjöf og samningum á undan- förnum árum og áratugum. Margt bendir til að nú verði hart sótt að þessum réttindum af þeim stjórnvöldum sem nú ríkja. Þing- ið neitar því alfarið að þessi rétt- indi verði nokkurn tíma verslun- arvara í samningum. „Einhæft, heilsuspillandi, illa launað“ er það sem lesa má úr; þeim könnunum, sem gerðar voru í fiskvinnslu og fata- og vefjariðn- aði. Fiskvinnslufólk hefur minnt á sitt hlutskipti og vakið athygli á þeim vanda sem ríkir í undir- stöðuatvinnugrein þjóðfélagsins. Hins vegar er Ijóst að nauðsyn- legt er að fiskvinnslufólk skipu- leggi sína baráttu betur til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt samkvæmt samþykktum og yfirlýsingum. Þá er nauðsyn- legt að fiskverkunarfólk öðlist meira öryggi hvað snertir upp- sagnarfrest. Að ýmsu leyti er ástand hvað snertir laun og ýmis kjaraatriði ekki betra hjá því fólki sem starfar við t.d. iðnað og verslun og þarf að vinna mark- visst að launajöfnun og hækkun lægstu launa í öllum greinum. Markmiðið hlýtur að vera að laun fyrir dagvinnu nægi til fram- færis venjulegrar fjölskyldu. Ein meginforsenda þess að hér þrífist blómlegt og heilbrigt at- vinnulíf er menntunarmál verka- fólks. 19. þing Alþýðusambands Norðurlands skorar því á alla þá er vinna að hagsmunamálum verkafólks að taka þau mál alvar- lega. Ljóst er að skipulögð fræðsla og verkmenntun verka- fólks hlýtur að vera stór þáttur í kjarabaráttunni. Slík fræðsla mun síðar skila sér í bættum kjörum og eiga sinn þátt í að efla skilning á þeim mikilvægu störf- um sem þetta fólk vinnur. Seint ætlar stjórnvöldum að skiljast að efnahagsvandi þjóðar- búsins verður ekki leystur með aðför að launafólki heldur með skynsamlegri og mannlegri stjórnun. Svo má lengi deigt járn brýna að bíti um síðir. ís- lensk verkalýðshreyfing mun ekki lengur láta bjóða sér það óréttlæti og þann ójöfnuð, sem sí- fellt eykur launamisréttið. Verð- trygging launa hlýtur að vera ein meginkrafan í komandi samning- um ásamt endurheimtum kaup- mætti ársins 1982. Nánast allt er verðtryggt í þjóðfélaginu nema launin. Kjarasamningar án verð- tryggingar eru haldlítil vörn fyrir launafólk eins og dæmin sýna í undanfarandi samningum. 19. þing Alþýðusambands Norðurlands skorar því á allt launafólk í landinu að móta ákveðna samræmda stefnu fyrir næstu kjarasamninga og fylgja henni eftir af hörku ef með þarf. Stefnu sem felur í sér launajöfn- uð, jafnrétti kynjanna, bót ráðin á atvinnu- og launamálum fatl- aðra og félags- og fjárhagslegt ör- yggi aldraðra verði tryggt. Til að öðlast viðurkenningu hefur konan í æ ríkara mæli hasl- að sér völl utan heimilisins. Enn sem komið er, hefur mest áhersla verið lögð á jafnan rétt til launa, atvinnu og menntunar. Störf kvenna utan heimilis eru í flest- um tilvikum sömu störfin og þær vinna á heimilunum, þjónusta, umönnun og uppeldi. Vafalaust er launamisréttið sem konur búa við nieðal annars afleiðing þess, hve störf þeirra á heimilunum hafa verið vanmetin og eru enn. Jafnrétti verður aldrei í reynd fyrr en gildi fjölskyldunnar og um leið hefðbundið verksvið kvenna er metið að verðleikum. Nauð- synlegt skref í jafnréttisátt er að menntastofnanir veiti æskufólki fræðslu á sviði heimilisstarfa, uppeldismála og fjölskyldulífs. Það hefur einnig þann tilgang að drengir geri sér grein fyrir mikil- vægi jafnréttis fyrir þá sjálfa. Náin tengsl við börn hafa til þessa verið forréttindi kvenna en eru nauðsyn öllum mönnum. Á meðan við konur berum ein- ar ábyrgð á þessu vanmetna hlut- verki eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið á okkur af öðrum verkefnum. Kvennabaráttan má þó ekki gjalda þessa. - Lágmarkslaun kvenna verði 30 þúsund krónur á rnánuði. - Fjölskyldur sem óska þess að annað foreldri sé heima til að annast börn og bú, fái greiddar fjölskylduliætur sem geri þeinr það kleift. - Heimavinnandi húsmæður fái lífeyrissjóðsréttindi umsvifa- laust, starfsreynsla þeirra verði ávallt metin til starfsaldurshækk- ana úti á hinum almenna vinnu- markaði. - Vinna við undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar er illa launuð en ætti að vera vel launuð fagvinna. - Draga verður úr afkasta- hvetjandi, heilsuspillandi launa- kerfi en í staðinn konri sanngjörn tímalaun. - Grundvöllur heilbrigðs þjóðfélags er að dagvinna nægi til franrfærslu. - Vegna þessara og annarra þátta er varða launamál kvenna, skorum við á allar konur að taka virkan þátt í störfum stéttarfélag- anna. þannig snúum við vöm í sókn. - Konur kynnum okkur hver eru réttindi okkar. - Konur lögunt um jafnrétti skal framfylgt. - Konur leggjum okkar eigið mat á líf okkar og umhverfi. Krefjumst þess að á okkur verði hlustað. - Konur lítum bálreiðar um öxl en bjartsýnar fram á veginn. Fundur kvenna í Alþýðuhús- inu og Sjallanum áíyktar: Við áteljum þá aðför sem gerð hefur verið á sjálfan Kvennafrídaginn 24. október 1985 með lagasetn- ingu gegn flugfreyjum í kjarabar- áttu þeirra. Þessi lög hafa verið rekin áfram með forgangshraði. Ekki þótti slíka nauðsyn bera til skjótrar lagasetningar þegar flug- nrenn háðu kjarabaráttu fyrir nokkru. Fundurinn varar við þeirri hættu sent í því felst ef stjórnvöld ætla í vaxandi mæli að grípa inn í kjarabaráttu kvenna með laga- setningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.