Dagur - 30.10.1985, Page 9
30. október 1985 - DAGUR - 9
-JþróttÍL
Umsjón: Kristján Kristjánsson
„Bestu leikmenn Þórs
eiga að ganga í KA“
- segir Ljubo Lazic þjálfari KA í handbolta
Sigurður Pálsson KA-maður gekk yfir í raðir handknattleiksmanna KA úr
Þór nú í haust. Nú vill Ljubo þjálfari sem sést á myndinni með Sigurði fá
fleiri Þórsara til KA.
Eins og flestum er kunnugt
hefur 1. deildar keppnin í
handknattleik legið niðri nú
um skeið, vegna æfingaferðar
landsliðsins til Þýskalands og
Sviss. Þó hafa flest lið lokið 6
leikjum og þar á meðal KA.
Blaðamaður Dags hafði sam-
band við Ljubo Lazic þjálfara
KA og ræddi við hann um
mótið, það sem búið er og
einnig um framhaldið.
Hann var fyrst spurður hvort
hann væri ánægður með stöðu
KA í deildinni?
„Ég er þokkalega ánægður
með það sem komið er, þó er ég
ekki sáttur við að hafa tapað
leikjunum gegn Fram og KR í
Reykjavík. Dómararnir komu í
veg fyrir sigra í þeim leikjum.
Dómararnir eru jafn ábyrgir og
leikmenn gagnvart því að gera
vel. Við virðumst þurfa að vera
6-7 mörkum yfir um miðjan
seinni hálfleik í leikjum í Reykja-
vík til að merja sigur.
Þá vita það flestir að bæði
dómarar og félög í Reykjavík,
vilja KA í 2. deild. Það er svo
sem skiljanlegt með félögin
vegna kostnaðar, en það er
óskiljanlegt með dómarana."
- Hvað um framhaldið á ís-
landsmótinu?
„KA-liðið á ennþá möguleika
á 3ja sætinu og þangað stefnum
við. En okkur vantar miklu betri
stuðning frá áhorfendum, bæði til
að hvetja okkur og eins til að
veita dómurunum aðhald. Það á
að vera metnaður bæjarbúa að
hér sé gott 1. deildar lið.
Við eigum að spila 5 leiki í
nóvember og þar af 3 heima,
gegn FH, KR og Stjörnunni, en
úti gegn Val og Víkingi. Heima-
leikina eigum við að vinna, en ég
held að við eigum ekki mögu-
leika gegn Val og Víkingi fyrir
sunnan, einfaldlega vegna þess
að þau eru sterkari en KA.
Liðið hefur orðið fyrir áfalli
við að missa Jón Kiistjánsson
vegna meiðsla, en það eru leik-
menn í liðinu sem geta fyllt skarð
hans. Þá hef ég beðið Erlend
Hermannsson að spila með í
næstu leikjum, hann er búinn að
vera lengi í handbolta og er yfir-
vegaður og snjall leikmaður.
Annars er málið það, að KA er
í 1. deild, en Þór í 3. deild, þess
vegna ættu toppmennirnir í Þór
að ganga til liðs við KA og aftur
þeir leikmenn KA sem ekki kom-
ast í liðið þar, að spila með Þór.
Það er betra að eiga eitt lið í 1.
deild, heldur en tvö í 2. deild og
mér sýnist Þórsararnir ekki lík-
legir til að komast í 2. deild.“
- Nú er Þorvaldur Jónsson
markvörður hættur að æfa með'
KA, hvað viltu segja um það?
„Þorvaldur fór ekki eftir regl-
um sem ég hef sett, þó reyndi ég
að hliðra til fyrir honum t.d. í
suðurferðum. Þær ferðir eru ekki
neinar fjölskylduferðir. í fyrra
var Þorvaldur markvörður númer
1, en í ár númer 2, það er eðlilegt
að betri markvörðurinn spili. En
ég lét Þorvald vita það að ég vildi
að menn færu eftir því sem ég
segði, en hef ekki séð hann
síðan. í íþróttum verða allir að
sitja við sama borð og fara í einu
og öllu eftir því sem þjálfarinn
segir.“
Að lokum vildi Ljubo Lazic
ítreka það að bæjarbúar kæmu á
leiki KA hér heima og létu vel í
sér heyra á áhorfendapöllunum.
Landsleikur
til Akureyrar?
Handknattleikssamband ís-
lands hefur boðið forráða-
mönnum íþróttafélaganna á
Akureyri að fá norður, lands-
leik á milli Islands og V,-
Þýskalands sem fyrirhugaður
er 7. des. næstkomandi.
Ekki þarf að fjölyrða um það
hversu mikill áhugi er hjá norð-
lenskum handknattleiksunnend-
um, að fá landsleik til Akureyrar.
Málið er í athugun og mun blaðið
fylgjast með framvindu rnála og
tilkynna um leið og eitthvað
verður ákveðið. V.-Þjóðverjar
eru með eitt af sterkustu hand-
knattleiksliðum í heimi og væri
virkilega gaman að sjá þá í leik á
fjölum íþróttahallarinnar á Ak-
ureyri.
70 ára afmælis
hátíð Þórs
íþróttafélagið Þór varð 70 ára
6. júní síðastliðinn. Af því til-
efni heldur félagið mikla og
veglega afmælishátíð laugar-
daginn 9. nóvember í Félags-
borg. Hátíðin hefst með
borðhaldi kl. 19.30 og verða
flutt stutt ávörp og viður-
kenningar veittar á meðan á
borðhaldi stendur. Einnig
verður dagskrá af léttara tag-
inu og síðan stiginn dans til
kl. 03. Veislustjóri verður
Arnar Einarsson
Ekki hafa allir verið jafn
hrifnir af staðsetningu hátíðar-
innar, en aðspurður kvað Bene-
dikt Guðmundsson formaður
Þórs, það ekki vera aðalmálið
hvar hátíðin væri haldin. Held-
ur það að allir félagar létu sjá
sig á staðnum og sýndu þar sam-
stöðu sína á þessum tímamót-
um. Forráðamenn félagsins
skora á alla velunnara Þórs að
mæta á afmælishófið þann 9.
nóvember.
Þá verður einnig í tilefni þess-
ara tímamóta gefin út vönduð
bók, skráð af Gylfa Kristjáns-
syni blaðamanni. í bókinni er
fjöldi viðtala og ýmis fróðleikur
úr sögu félagsins.
Elín Jónsdóttir kvennaflokki.
Þórleifur Karlsson 6. flokki og markakóngur KA 1985.
Sigurður Ólason 5. flokki.
Jóhannes Baldursson 4. flokki.
Helgi Jóhannsson 3. flokki.
Sverrir Björnsson 7. flokki.
Myndir af verðlaunahöfum á
uppskeruhátíð knattspyrnudeildar KA