Dagur - 30.10.1985, Page 12
Volkswagen Jetta
árg. ’86 er kominn
50 herbergja hótel
við Drottningarbraut
- Framkvæmdir hefjast í vor - Byggingartími áætiaður 15-18 mánuðir
Sigiufjörður:
Betra
neyslu-
vatn
Vonir standa til þess að á
næstu dögum fái Siglfírðingar
betra neysluvatn en þeir hafa
haft til þessa.
í sumar hefur verið unnið að
lögn drenlagna í áreyrum í
Hólsdal í Siglufirði. Vonast er til
að með þessu móti fáist hreinna
vatn en áður, en fram til þessa
hafa Siglfirðingar að mestu not-
ast við yfirborðsvatn. Það er oft
á tíðum bæði drullugt og inni-
heldur auk þess óhæfilega mikið
af gerlum.
Öttar Proppé, bæjarstjóri á
Siglufirði sagði í samtali við Dag
að beðið væri eftir dælum sem
eiga að dæla vatninu til bæjarins
og um leið og þær koma verður
nýr miðlunartankur tekinn í
notkun. Ekki er víst að vatnið úr
þessari nýju lögn verði gerlafrítt
en það verður að öllum líkindum
hreinna en það sem fyrir var og
þá er auðveldara að koma við
geislunartækjum til að drepa
gerlana. -yk.
AKVA:
Pökkun
hefst
ílok
nóvember
„Við erum bara ósköp rólegir
hérna og bíðum eftir umbúð-
um. Pökkunin hefst um leið og
þær koma,“ sagði Júlíús
Kristjánsson hjá AKVA hf.
aðspurður um hvað væri að
frétta af vatnspökkunarmál-
um.
Umbúðir eru framleiddar í
Þýskalandi af sömu aðilum og
pökkunarvélasamstæðan sem
notuð verður. Júlíus bjóst við að
umbúðirnar kæmu í lok nóvem-
ber og þá yrði allt sett á fulla
ferð.
Fyrsta sending fer á Dan-
merkurmarkað en ekki er búið að
ganga endanlega frá samningum
og því ekki hægt að skýra frá efn-
ismagni að svo stöddu. En eins
og einhver sagði: „Pað kemur allt
með kalda vatninu." BB.
Um hádegisbilið í gær innsigl-
aði bæjarfógetinn á Siglufírði
frystigeymslur sláturhúss Sam-
eignarfélags fjáreigenda á
Siglufírði. I geymslunum var
kjöt af því fé sem slátrað var
án tilskilinna Ieyfa, á Siglufírði
í haust.
Siglfirskir fjáreigendur vildu
ekki láta hafa eitt einasta orð eft-
ir sér um málið í gær en Dagur
hefur fregnað að einhver brögð
muni hafa verið að því að kjöt
væri selt úr geymslunni þrátt fyrir
að slíkt sé með öllu ólöglegt þar
„Það má heita að það sé frá-
gengið að lóð hafí fengist fyrir
hótelbygginguna á milli Hafn-
arstrætis og Drottningarbraut-
Síðan um mánaðamót hafa þrír
Húsavíkurbátar verið við síld-
sem á það vantar stimpla dýra-
læknis. Það var að beiðni Holl-
ustuverndar ríkisins sem bæjar-
fógetinn lokaði frystigeymslunni
og er þaö m.a. gert með tilvísun
til reglugerðar sem segir að það sé
óheimilt að slátra fé í kaupstöð-
um og kauptúnum án leyfis, þó
að kjötið sé eingöngu ætlað til
einkaafnota. En fjáreigendur
báru fyrir sig þeim rökum þegar
þeir slátruðu fé sínu í haust án til-
skilinna leyfa að þeim væri heim-
ilt að slátra sínu eigin fé til eigin
afnota. -yk.
ar, gegnt Dynheimum,“ sagði
Guðmundur Sigurðsson á Ak-
ureyri er við ræddum við hann
í gær.
veiðar. Það eru Sigþór, Björg
Jónsdóttir og Geiri Péturs.
Aðfaranótt fimmtudags kom
Geiri til heimahafnar. Var hann
búinn að veiða alls 696 tonn af
síld en það er hámark sem einn
bátur má veiða, samtals tveir
kvótar og hafði annar verið
keyptur frá Siglufirði. Geiri var
annar síldarbáturinn til að ná
slíkum afla í haust.
Skipstjórinn á Geira Péturs er
Sigurður V. Olgeirsson. Að-
spurður um hvort hann væri
svona mikil aflakló taldi hann
þetta vera einhverja heppni.
Mest af síldinni veiddist á
svæðinu frá Borgárfirði til Reyð-
arfjarðar og stóð heldur djúpt, en
Geiri var með miðlungsdjúpa
nót. Mikil síld var norður af
Bakkaflóa en henni náðu aðeins
Eins og fram hefur komið í
Degi var það ætlun Guðmundar
að byggja hótel við Skipagötu
sunnan við byggingu verkalýðsfé-
bátar með dýpstu næturnar.
Undanfarna daga hefur verið
mjög góð síldveiði.
„Það er grátlegt að þurfa að
leggja niður skottið og fara heim
þegar veiðin er að byrja fyrir al-
vöru,“ sagði Sigurður. „Annars
er kvótinn þokkafegur núna,
miðað við þann sem var í gildi
þegar við vorum að byrja síld-
veiðar um og eftir ’80. Þá held ég
að hann hafi verið um 260 tonn.
Núna er þetta þokkalegt þegar
vel gengur, miðað við að geta
veitt upp í tvo kvóta. Við vorum
búnir að fá eitthvað yfir 1.000
tonn af bolfiski svo nú erum við
búnir með allan kvóta og getum
ekkert gert nema farið á rækju.
Við erum að taka upp síldarnót-
ina og búa okkur til rækjuveiða,“
sagði Sigurður V. Olgeirsson að
lokum. IM/BB.
laganna. Þau áform gengu ekki
upp og þess í stað hefur hann
fengið vilyrði um hina nýju lóð.
„Við vorum búnir að láta vinna
teikningar af hóteli við Skipa-
götuna og þær teikningar er hægt
að nota að miklu leyti á hinum
staðnum,“ sagði Guðmundur.
„Að vísu sleppum við nú að hafa
kjallara undir húsinu en getum
þess í stað byggt eina hæð ofan á
til viðbótar fyrir herbergi.“
Guðmundur sagði að gert yrði
ráð fyrir því í byrjun að hér yrði
um að ræða 50 herbergja hótel og
í því yrði einnig veitingaaðstaða
sem tengdist rekstrinum. Hins
vegar er möguleiki á því síðar að
byggja annað eins hús á lóðinni
og stækka þá hótelið sem því
næmi.
Guðmundur sagði einnig að til
að byrja með yrði ekki stofnað
hlutafélag um hótelbygginguna.
Hann og Snorri Pétursson við-
skiptafræðingur í Reykjavík
hefðu verið frumkvöðlar að
þessu máli og einnig væri ákveðið
að Flugleiðir yrðu aðili að hótel-
inu. Hins vegar gæti svo farið síð-
ar að hlutafé yrði boðið til kaups,
fyrst ákveðnum aðilum og síðan
á almennum markaði.
Ráðgert er að hefja fram-
kvæmdir við bygginguna næsta
vor og er byggingartími áætlaður
15-18 mánuðir. gk-.
þessi staöur verði sérstaklega
merktur og vona að Vegagerð-
in verði við þeirri beiðni,“
sagði Björn Mikaelsson yfír-
lögregluþjónn á Sauðárkróki
í samtali við Dag, en með
skömmu millibili hafa orðið
tvö umferðarslys á sama staðn-
um á Öxnadalsheiði og var
annað þeirra banaslys.
Þessi staður er skammt frá
Sesseljubúð og er í beygju þegar
farið er af nýjum vegarkafla yfir
gamlan. í báðum tilfellunum
voru bifreiðarnar á vesturleið. í
fyrra tilvikinu var um banaslys að
ræða en nú um síðustu helgi
slapp ökumaður betur vegna þess
að bifreið hans valt útaf veginum
hægra megin en ekki niður
vinstra megin.
„Ég sé enga ástæðu til þess að
við bíðum eftir því að þriðja slys-
ið eigi sér stað, það er greinilega
þörf á því að rnerkja þessa
beygju betur en gert hefur
verið,“ sagði Björn yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki. - gk.
Fógeti á Siglufirði:
Innsiglaöi frystigeymslur
Afslappaður - já, heldur betur. Enda ekki áhyggjur af neinu. Mynd: KGA.
Geiri Péturs búinn
með þrjá kvóta!
- bolfiskkvóta sinn og tvo síldarkvóta