Dagur - 04.11.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 4. nóvember 1985
Kristján Tryggvason skrifar um breytta skipan bílaviðgerða:
Bíleigendur fengju
vandaðar viðgerðir
- ef þeir einir fengjust við bílaviðgerðir sem kunna að gera við bíia
fokdreifac
Kristján Tryggvason, bifvélavirkjameistari.
Aliir bifreiðaeigendur kann-
ast við bifreiðaverkstæði og
þann höfuðverk sem því get-
ur fylgt, að fara með bifreið
sína í aögerð. í nýútkomnu
töiublaði Iðnaðarblaðsins
skrifar Kristján G. Tryggva-
son fróðlega grein um þessi
mál, þar sem hann gerir grein
fyrir því sem hann vildi gera,
ef hann mætti ráða málefnum
„bílgreinarinnar“.
Ekki er rúm til að birta inn-
gang Kristjáns hér, en þar kem-
ur m.a. fram, að árið 1955 kost-
aði útseldur tími af bifreiða-
verkstæði það sama og einn tími
hjá ökukennara. Nú kostar
verkstæðistíminn hins vegar 410
krónur, en tíminn hjá öku-
kennara kostar 680 kr. Hann
bendir einnig á, að árið 1955
hafi verið hægt að stofna verk-
stæði með handverkfærum og
gastæki, en nú þurfi mun full-
komnari búnað.
Kristján segir, að rafvirkjar
og pípulagningamenn séu með
sama verð á útseldri vinnu og
bifreiðaverkstæðin, þó að-
stöðukostnaður þeirra síðar-
nefndu sé mun meiri. Hann
bendir á að verðlagning verk-
stæða sé háð verðlagsákvæðunt,
sem séu meingölluð. Bendir
hann á í því sambandi, að út-
seld vinna vegna flutningabíla sé:
á sama verði og við litla fólks-
bíla, þó þeir fyrrnefndu taki
margfalt meira pláss. Hér á eftir
fer „óskalisti" Kristjáns:
Ef ég mætti ráða yrði eftirfar-
andi á listanum:
1. Ég myndi láta löggilda bíla-
verkstæðin þannig að tryggt
væri að þar væri löggiltur
iðnmeistari ábyrgur og að
verkstæðið hefði yfir
ákveðnum lágmarkstækjum
að ráða. Jafnframt öðlaðist
verkstæðið lögverndað leyfi
til að útskrifa bíl í lagi með
skyldum sem því fylgdi.
Jafnframt væri Bifreiðaeftir-
lit ríkisins lagt niður í núver-
andi mynd en tæki upp raun-
verulegt eftirlit, þ.e. skyndi-
skoðanir. Eg tel að s.k.
þriggja ára kerfi (nýir bílar
skoðaðir í fyrsta sinn þremur
árum eftir skráningu) henti
alls ekki okkar aðstæðum og
bendi á vegina okkar því til
stuðnings. Eins og nú er mál-
um háttað eru ráðnir eftir-
iitsmenn hjá Bifreiðaeftirlit-
inu sem ekki hafa iðnréttindi
sem bifvélavirkjar og það
eitt sýnir hve fráleitt þetta
kerfi er nú. Með löggildingu
bílaverkstæða væri skapaður
grundvöllur til að stemma
stigu við s.k. „skúrastarf-
semi“ þar sem réttindalausir
menn geta keppt við verk-
stæði án þess að greiða þá
skatta og skyldur (t.o.m.
söluskatt) sem þeim er ætlað
að greiða sem reka fullbúin
verkstæði og löglega skráð
fyrirtæki. Skúrastarfsemi
yrði stöðvuð á nákvæmlega
sama hátt og ólöglegar út-
varpsstöðvar voru stöðvaðar
í verkfalli BSRB enda tel ég
að þar fari saman hagsmunir
verkstæðanna, bifvélavirkja
og bíleigenda.
2. Álagning verkstæða yrði gef-
in frjáls jafnframt löggild-
ingu þeirra. Þannig yrði
tryggt að þau störfuðu á
samkeppnisgrundvelli.
Bættur rekstur og aukin hag-
kvæmni með fullkomnara
verkskipulagi og bættum
tækjabúnaði mun leiða til
þess að verð á viðgerðum
hækkaði ekki þegar til lengri
tíma er litið. Hér verður að
hafa það í huga að þeir eiga
að greiða fyrir þjónustuna
sem nota hana og þar er eng-
um öðrum til að dreifa en
bíleigendum. Frjáls álagning
mundi einfaldlega leiða til
þess að þeir einir fengjust
við bílaviðgerðir sem kunna
að gera við bíla og hafa til
þess áhöld, - hinir snéru sér
að einhverju öðru. Bíleig-
endur fengju tryggingu fyrir
vandaðri vinnu og nytu auk-
innar hagræðingar í hag-
kvæmara viðhaldi.
Jafnframt yrði girt fyrir það
óréttlæti að bifreiðatrygg-
ingafélögin gætu tekið sig
saman og ákveðið verð á út-
seldri vinnu verkstæða með
því að neita að greiða reikn-
inga sem ekki eru í samræmi
við það sem þeir hafa metið
eða ákveðið að greiða ætti
fyrir t.d. viðgerð eftir tjón.
3. Breyta ætti lögum eða að
setja ný sem kvæðu á um að
tryggingafélögum væri
óheimilt að „greiða út tjón“,
þ.e. að kaupa bíla sem lent
hafa í óhöppum án þess að
gera við þá. í fyrsta lagi er
hér um opna leið fyrir trygg-
ingafélögin til að komast hjá
því að greiða söluskatt af
viðgerðum þar sem ekkert
segir að gert verði við bílinn
eftir að þau hafa selt hann
þriðja aðila og í öðru lagi er
engin trygging fyrir því að
þessir bílar aki ekki um
meira og minna bilaðir og
stórhættulegir í umferðinni.
Reglan ætti að vera sú að bíl-
ar sem verða fyrir trygginga-
bættu tjóni séu undantekn-
ingarlaust skoðaðir að lok-
inni viðgerð. Ekkert millistig
á að vera til á milli þess að
gera við bíl eða afskrá og
pressa saman í brotajárn.
Tryggingafélögum yrði jafn-
framt óheimilt að selja bíla
sem orðið hafa fyrir tjóni en
yrði skylt að bjóða þá upp á
sérstöku uppboði þar sem
einungis þeir sem hafa rétt-
indi til þess að gera við bíla
fengju að kaupa þá.
4. Ég mundi leggja til að tekið
yrði upp sérstakt gæðamat á
innfluttum bílum. Það gæti
t.d. verið á vegum Bílgreina-
sambandsins eða samtaka
verkstæða. Þá yrði nýr bíll,
sem hefja ætti innflutning á,
tekinn og skoðaður sérstak-
lega með það fyrir augum að
hann henti íslenskum að-
stæðum, sé nægilega örugg-
ur, nægilega sterkbyggður
o.s.frv. Þetta er gert í sum-
um löndum Evrópu og hefur
iðulega orðið til þess að
framleiðendur hafa endur-
bætt bíla með tilliti til að-
stæðna og krafna. Hér er
flutt inn mikið af bílum sem
bæði eru hættulegri en aðrir
vegna þess hve þeir eru veik-
byggðir og fyrirsjáanlegt að
ending þeirra er allt of lítil
við íslenskar aðstæður. Þetta
mat þyrfti ekki að fara fram
með neinu valdboði heldur
yrðu niðurstöður prófana og
skoðunar birtar í fréttabréfi
sem gefið yrði út reglulega.
Þá tel ég að unnt sé og nauð-
synlegt að gera bílaumboðin
ábyrg fyrir varahlutaþjón-
ustu, það mætti t.d. gera
með könnunum og birtingu
niðurstaðna í fréttabréfi eins
og minnst er á hér á undan.
Það á ekki að þekkjast að
bíleigandi þurfi að bíða eftir
varahlutum í allt að 9 inán-
uði eins og nú eru dæmi um
hjá ákveðnu umboði.
5. Löggilt verkstæði ættu að
taka sig saman og leita eftir
samningum um hagstæðari
varahlutakaup frá bíla-
umboðum. Éins og nú er
ástatt er undir hælinn lagt
hvort verkstæði fái afslátt af
varahlutum, jafnvel þótt þau
séu viðurkenndur þjónustu-
aðili fyrir ákveðnar tegundir
bíla. Sem dæmi um þetta
mál mætti t.d. nefna Bíla-
borg hf. sem lækkaði afslátt
á varahlutum til verkstæða
úr 10 í 5% upp á sitt eins
dæmi og Velti hf. sem býður
bíleigendum 4% afslátt af
varahlutum en veitir engan
afslátt til verkstæða sem gera
við bílana. Hér kemur enn
til kasta fréttabréfs sem
verkstæðin stæðu að útgáfu
á.
6. Á vegum löggiltra verkstæða
þyrfti að starfa ákveðin
þjónustustofnun eða nefnd
sem hefði það hlutverk að
taka við kvörtunum frá bíl-
eigendum og halda þannig
uppi nauðsynlegu aðhaldi
eftir að álagning er orðin
frjáls.
7. Allir aðilar bílgreinarinnar
eiga að vera í einu og sama
stéttarfélaginu. Innan þess
gætu starfað ákveðnar fag-
deildir sem ynnu að málefn-
um sem tengjast hverri iðn-
grein. Aðalatriðið er að
samningsaðili sé aðeins einn.
Með þessu móti væri unnt að
vinna á virkari hátt að því að
bæta kjör þessarar stéttar og
tryggja henni mannsæmandi
vinnuaðstöðu en um leið
væri dregið úr því að fagfé-
lög væru misnotuð í pólitísk-
um tilgangi á kostnað kjara-
baráttunnar eins og ég tel að
sé ríkjandi í dag.
3. Ég vil að skattalöggjöfinni
verði breytt þannig að hægt
sé að laða fjárfestingaraðila
að iðnaðinum. í stað þess að
fjárfesta í skuldabréfum sem
engin framleiðsla stendur á
bak við en er skattfrjáls
fjárfestingarleið á að vera
unnt að fjárfesta í iðnaðar-
og atvinnuuppbyggingu með
ekki lakari kjörum gagnvart
skatti. Auka þarf valkosti
fjárfestingaraðila þannig að
fjárfestingu sé beint í fram-
leiðniaukandi framkvæmdir.
Hér mætti t.d. benda á þá
möguleika sem sköpuðust ef
fjárfesting í iðnaðarhúsnæði
nyti sömu skattaívilnana og
skuldabréfakaup.
Það hlýtur að vera umhugs-
unarefni að þrátt fyrir sí-
aukna bílaeign landsmanna
og þær gífurlegu fjárhæðir
sem árlega fara í gegnum
bílaþjónustufyrirtæki skuli
áhugi fyrir að fjárfesta í
þessari atvinnugrein vera
jafn lítill og raun ber vitni.
Það vill stundum gleymast
að bílgreinin er meira en
bílainnflutningur, - hún er
þjónustugrein sem ætti, ef
allt væri með felldu, að búa
við meiri markaðsstöðug-
leika en margar aðrar þjón-
ustugreinar.
Kristján G. Tryggvason
bifvélavirkjameistari.
Margir bíleigendur hugsa til þess með hryllingi, þegar „sjúkrahúsvist“ bíður bílsins, en er ef til vill hægt að gera
bragarbót á rekstri bílaverkstæða?