Dagur - 04.11.1985, Side 12
MCKJR
Akureyri, mánudagur 4. nóvember 1985
Volkswagen Jetta
árg. ’86 er kominn
Þórsarar töpuðu naumlega fyrir Tý í spcnnandi leik í 3. deild handboltans á
laugardag. Úrslitin 28-26 fyrir Tý. Besti maður Þórs var Sigurpáll Aðal-
steinsson og á myndinni má sjá hann í baráttu við varnarmenn Týs.
Mynd: KGA.
Kartöflur og hrossakjöt:
Verðlagning
gefin frjáls
- Urgur í bændum, Framleiðsluráð
landbúnaðarins mótmælir
Verðlagsnefndir landbúnaðar-
ins ákváðu á miðvikudag að
fella niður hámarksverð í
heildsölu á hrossakjöti og kart-
öflum og tók ákvörðunin gildi í
gær. Með öðrum orðum er
heildsöluverðlagning þessara
landbúnaðarafurða gefín
frjáls.
Þetta er nýjung í verðlagningu
búvara og telur verðlagsstjóri að
þetta geti leitt til lækkunar þess-
ara vara.
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins hefur nú mótmælt þessari
ákvörðun og segir að hún standist
ekki samkvæmt búvörulögum.
Samtök framleiðenda óskuðu
eftir því í haust að verðlags-
nefndir búvara ákvörðuðu verð
hrossakjöts og kartaflna. Sex-
mannanefnd hækkaði þá verð til
bænda hliðstætt því sem verð-
lagsgrundvöllur landbúnaðarvara
hækkaði 1. september. Hinar
svokölluðu fimmmannanefndir
hafa síðan unnið að því að verð-
leggja vinnslu- og heildsölukostn-
að varanna og frjáls álagning er
niðurstaðan. Þétta telur Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins brot á
lögum því verðlagsnefndunum
beri skylda til að fylgja eftir
ákvörðun Sexmannanefndar.
Eiríkur Sigfússon bóndi á Síla-
stöðum í Glæsibæjarhreppi sagði
að þessi ákvörðun yrði bara til að
auka á glundroðann í málefnum
kartöflubænda og myndi bitna
fyrst og fremst á hinum ýmsu
sjóðagjöldum, sem heildsalan
hefur áður skilað. Þetta gerði
mönnum því hægara um vik að
skjóta sér undan sínum skyldum.
„Kartöfluverð miðað við laun
hefur líklega aldrei verið lægra
en nú og ef það á enn að lækka
þýðir það bullandi taprekstur hjá
kartöflubændum og þeir einfald-
Iega leggja upp laupana unnvörp-
um,“ sagði Sveinberg Laxdal
bóndi í Túnsbergi á Svalbarðs-
strönd. „Vaxtakostnaður á vél-
væddu kartöflubúi er einna
þyngsti liðurinn í rekstrinum og
inni í núgildandi verði er ekki
fimmeyringur til að mæta þeim
kostnaði. Það er því tómt mál að
tala um lækkun kartöfluverðs.
Það er ekkert svigrúm til lækkun-
ar.“
Það er þungt hljóð í bændum
vegna ákvörðunar verðlags-
nefnda og ekki öll kurl komin til
grafar í máli þessu. BB.
Vetur í bæ - alkominn.
bryggju-
Og vistin daufleg hjá bátunum við Höephners-
Mynd: KGA
Húsavík:
Sex sóttu
um sýslu-
manns-
embættið
Umsóknarfrestur um sýslu-
mannsembættið á Húsavík
rann út 1. nóvember sl. Sex
umsækjendur voru um em-
bættið, en Sigurðu Gizurar-
son lætur af því 1. desember
nk.
Umsækjendur ' voru
þessir: Adólf Adólfsson,
fulltrúi sýslumanns á Húsa-
vík, Ásmundur S. Jóhanns-
son, héraðsdómslögmaður
Akureyri, Barði Þórhalls-
son, bæjarfógeti Ólafsfirði,
Freyr Öfeigsson, héraðs-
dómslögmaður Akureyri,
Halldór Kristinsson, bæjar-
fógeti Bolungarvík og Ör-
lygur Hnefill Jónsson,
héraðsdómslögmaður Húsa-
vík. IM
Tölur úr umferðinni 1984:
7395 umferðarslys á land-
inu þar af 310 á Akureyri
- Bakkus oft meðal farþega
7395 umferðarslys urðu á land-
inu árið 1984, þ.e. slys sem
lögreglumenn gerðu skýrslu
um. Þar af urðu 310 umferð-
arslys á Akureyri, sem er 4,2%
af heildarfjöldanum. Flest
urðu slysin á Akureyri í janú-
ar, 45, en fæst í ágúst, eða 16.
Þessar upplýsingar er að finna í
mjög ítarlegri skýrslu Umferðar-
ráðs er fjallar um umferðarslys á
íslandi árið 1984.
Ekkert dauðaslys varð í um-
ferðinni á Akureyri 1984. í 30
slysum urðu meiðsli á fólki en í
280 tilfellum var einungis um
eignatjón að ræða.
Á landinu öllu urðu 24 bana-
slys, í 527 slysumm urðu meiðsli á
fólki en í 6844 tilfellum varð ein-
ungis eignatjón.
Á Norðurlandi öllu voru 268
ökumenn grunaðir um ölvun við
akstur, þar af 140 á Akureyri. í
41 tilfella var kæra felld niður, í
72 tilfellum reyndist vínanda-
magn í blóði við neðri mörk en í
141 tilfelli við efri mörk. í 14 til-
fellum er niðurstaða ókunn.
Á landinu öllu voru 2496 öku-
menn teknir fyrir meintan ölv-
unarakstur, þar af einungis 343
að ósekju.
Þessar tölur segja meira en ótal
orð um umferðar „menningu"
landsmanna. En varðandi ölv-
unarakstur segja þær ekki alla
söguna, því eflaust hafa margir
ekið í annarlegu ástandi en
sloppíð með skrekkinn. BB.
Umboðsmaður Bubba Morthens í mál við Dynheima?
Hótar málsókn
Umboðsmaður söngvarans
Bubba Morthens hefur hótað
því að farið verði fram á skaða-
bætur við Dynheima á Akur-
eyri vegna þess að forstöðu-
maður hússins hafi misnotað
upptöku með lögum Bubba er
gerð var þar fyrir skömmu.
Umboðsmaðurinn segir að
forstöðumaðurinn hafi fengið
leyfi til að taka hljómleikana upp
á myndband með því skilyrði að
opinber birting á efninu væri
stranglega bönnuð, og í frétt í
NT er sagt að farið verði út í
málshöfðun ef skaðabætur fáist
ekki greiddar.
„Ég fékk munnlegt leyfi frá
Bubba til þess að við mættum
nota þetta efni í félagsmiðstöðv-
um á Akureyri og í skólum,“
sagði Steindór Steindórsson for-
stöðumaður Dynheima er við
ræddum þetta mál við hann.
„Um það hvort sýna mætti þetta
efni í kapalkerfi í bænum var
ekki rætt enda báðum við ekki
um leyfi fyrir sltku.“
Umrætt efni var sýnd í kerfi
Vídeólundar og við spurðum
Steindór hver yrðu viðbrögð
Dynheima við hótun umboðs-
mannsins um málsókn ef skaða-
bætur yrðu ekki greiddar.
„Það var aldrei ætlun okkar að
hafa neitt af Bubba og höfundar-
laun átti að sjálfsögðu að greiða.
Bubbi er væntanlegur hingað til
tónleikahalds um næstu helgi og
þá mun ég ræða þetta mál við
hann og vonast til að frá því verði
gengið. Við sýndum þetta efni
sem kynningarmynd fyrir Dyn-
heima og töldum ekkert athuga-
vert við það,“ sagði Steindór.
gk’-