Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. nóvember 1985 135. tölublað Filman þín áskiliöþaö besta! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106- Sími 22771 • Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opiö á' laugardögum frá kl. 9-12. Guðmundur Bjarnason alþingismaður: Gert ráð fyrir há- skólanámi á Akureyri - í tillögum nefndar um fjárhags- og þróunaráætlun HÍ næstu fjögur árin sér Menn eru nú sem óðast að skipta yfir á vetrarhjólbarðana þessa dagana, enda komið vetrarfæri. Ekki nota allir sömu leiðir við það að skipta um hjólbarða. T.d. braust einn inn í Gúmmívinnsl- una á Akureyri um helgina í þeim tilgangi að fá sér vetrarhjól- barða. Sá lét sér ekki nægja að fá sér „einn gang“ undir bílinn sinn, því hann tók einnig tvö aukadekk til þess að eiga örugglega til skiptanna. Sólberg dró Stálvík Ólafsfjarðartogarinn Sólberg kom inn til Siglufjarðar í gær með Siglufjarðartogarann Stál- vík í togi, en Stálvík hafði fengið í skrúfuna vestur í Reykjafjarðarái. Sólbergið veiðir fyrir Pormóð ramma á Siglufirði og landar þar og var með 130 tonn af þorski og grálúðu er það kom inn í gær og var aílanum landað. Stálvík var hins vegar með 20 tonn sem ekki var landað, enda er skipið að veiða fyrir sölutúr. Glerárhverfi: Útisundlaug haustið 1987 „Ég er ánægður með að bæjarráð skyldi fallast á þessa tillögu mína um að byggð skuli innilaug til sundkennslu nem- enda í Glerárhverfi en einnig til afnota fyrir almenning þeg- ar aðstæður leyfa, í stað þess að byggja útilaug á þessum stað,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson bæjarfulltrúi um þá af- greiðslu bæjarráðs að fela bæjarstjóra að láta forhanna kennslusundlaug við Glerár- skóla. Miðað er við að þessi sundlaug verði tekin í notkun haustið 1987. Foreldrafélag Glerárskóla sam- þykkti nýlega á fundi, stuðning við þessa tillögu Sigurðar en í fyrri áætlunum var gert ráð fyrir að byggð yrði á þessum stað almenningssundlaug sem einnig myndi nýtast til kennslu. Sigurður sagði þessa breytingu ekki útiloka það að síðar mætti reisa almenningssundlaug á ein- hverjum öðrum stað í Glerár- hverfi. -yk. „Þessi nefnd hefur rætt mjög um háskólanám á Akureyri og í tillögum okkar mun verða gert ráð fyrir slíku námi,“ sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, á kjördæmis- þingi framsóknarmanna um helgina, en hann á sæti í nefnd sem fjallar um fjárhags- og þró- unaráætlun Háskóla íslands fyrir næstu fjögur ár. Mjög hefur verið horft til þessarar Nú í vikunni verður formlega stofnað hlutafélag á Húsavík um kaup á togaranum Kol- beinsey sem sleginn var Fisk- veiðasjóði á nauðungarupp- boði síðastliðinn fimmtudag, fyrir 176 milljónir króna. Hluthafar í hinu nýja hlutafé- lagi verða að mestu þeir sömu og nefndar í allri umræðu um þetta mál og gjarnan vísað til þess sem frá henni muni koma. „Hugmyndir okkar hafa mið- ast við það að hér á Akureyri yrði einkum hagnýtt nám fyrir at- vinnulífið, helst á tæknisviðinu. Ef til vill mætti hugsa sér brautir sem væru eitthvað skemmri en hefðbundið háskólanám, t.d. tveggja ára brautir, sem gætu gef- ið nemendum ákveðin réttindi, áttu skipið áður og er reiknað með að þeir leggi fram um 25 milljónir króna t hlutafé. Búist er við að fimm inilljónir til viðbótar komi frá einstaklinguin og verka- lýðsfélaginu á staðnum. Bjarni Aðalgeirsson, bæjar- stjóri á Húsavík var spurður að því hvort til greina kæmi að leit- að yrði eftir kaupum á einhverju en að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að hafa opna leið til frekara há- skólanáms, vilji menn nýta sér það“, sagði Guðmundur Bjarna- son. Hann sagði að nefndin stæði einkum frammi fyrir því, auk há- skólakennslu á Akureyri, að Há- skóli íslands væri að sprengja utan af sér allt húsnæði í Reykja- vík og hann væri vanbúinn tækjum. Þá yrðu gerðar miklar öðru skipi en Kolbeinsey. Bjarni svaraði því til að ekki væri öðrum skipurn til að dreifa þar sem bannað væri að flytja inn eða smíða ný skip og því væri aðeins um þessi skip að ræða sem lent hafa undir hamrinum. Kolbeins- ey væri gott skip sem Húsvíking- ar þekktu vel og því vildu þeir helst halda henni. -yk. kröfur til skólans í tengslum við nýsköpun atvinnulífs. Nefndin vildi að í verkfræði- og raunvís- indadeild, og raunar háskólanum öllum, yrði undirbúin sú bylting sem menn vilja að verði í atvinnuháttum, t.d. hvað varðar lífefnaiðnað. og örtölvunotkun. Háskólanum yrði ætlað að veita fólki hagnýtt nám sem nýttist þessari atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. HS Innbæjarskipulag: Afgreiðsla bæjar- stjórnar í dag? Innbæjarskipulagið svokallaða fyrir Innbæ Akureyrar verður til afgreiðslu í bæjarstjórn á fundi í dag. „Við stefnum að því að hér sé um endanlega afgreiðslu að ræða.“ sagði Finnur Birgisson skipulagsstjóri í samtali við Dag í gær. Skipulagsnefnd gat ekki fundað sl. föstudag eins og til stóð vegna fjarveru nefndar- manna. Nefndin ætlar að funda á morgun fyrir fund bæjarstjórnar- innar og afgreiða skipulagið þannig að hægt verði að taka málið til afgreiðslu á fundi bæjar- stjórnar sem hefst kl. 16. Víðir lenti á „Kerlingu“ „Jú, þetta verður líklega að teljast heldur óvenjulegur lendingarstaður,“ sagði Víðir Gíslason flugmaður, sem lenti flugvél sinni á fjallinu Kerlingu þann 27. okt. síðastliðinn. Víðir sagði að hann og fleiri flugmenn hefðu töluvert velt því fyrir sér undanfarin tvö ár hvort hægt væri að lenda flugvél á fjall- inu, „en við vorum eiginlega al- veg búnir að afskrifa það.“ Lend- ingin gekk vel, og sagði Víðir að aðstæður hefðu verið góðar, hjarn og suð-austan gola. „Það er vonlaust að lenda þarna á sumrin, því það er ekkert nenia stórgrýti þarna," sagði Víðir. Með Víði í ferðinni var Sigurður Baldursson, betur þekktur fyrir fallhlífarstökk. Flugvélin var Pip- ,er Super Cub, TF-LEO. -KGA. „Heyrðu manni, viltu ekki koma eina bunu?“ Það var mikið fjör hjá þessuin krökkum sem skemmtu sér í snjónum í gær. Mynd: KGA. Húsavík Nýtt hlutafélag stofnaö í vikunni - Markmiðið að kaupa Kolbeinsey af Fiskveiðasjóði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.