Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 9
5. nóvember 1985 - DAGUR - 9 JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Haustmót HKRA yngri flokka: Þórsarar sigmðu í öllum flokkum Á sunnudag fór fram haustmót yngri flokka á vegum Hand- knattleiksráðs Akureyrar. Leikið var í íþróttahúsi Glerár- skóla og léku lið Þórs og KA í 6. fl. a, 5. fl. a, b, og c og 4. fl. a og b. Þórsarar sigruðu í öll- um flokkum og yfirleitt með mikliim mun. Fyrsti leikur mótsins var viður- eign 6. fl. a. Það kom mörgum á óvart þegar sá leikur hófst að þjálfari KA, Ljubo Lazic lét sína menn spila maður á mann vörn frá miðju. Þessi óvænta leikað- ferð kom leikmönnum Þórs í opna skjöldu og misstu þeir bolt- ann strax í hendur KA-manna. Það tók leikmenn Þórs dálítinn tíma að átta sig á þessari vörn og var oft broslegt þó ekki sé meira sagt að sjá þann darraðardans á gólfinu sem varð við þennan varnarleik KA-manna. Liðin skoruðu á víxl og var leikurinn jafn og spennandi, en frekar illa leikinn (sem kannski var eðli- legt). En það voru Þórsarar sem sigruðu með 7 mörkum gegn 6. Bestir í liði Þórs voru þeir Sverrir Rúnarsson og Ómar Kristinsson, en hjá KA voru Leó Þorleifsson og Þórhallur Hinriks- son bestir. Einnig áttu að vera leikir í 6. fl. b og c, en forráðamenn KA sáu sér ekki fært að mæta með nema eitt lið í 6. fl. og létu þeir ekki vita af því fyrr en þarna um morguninn. Þórsarar voru mættir með b og c lið og mátti sjá mörg vonsvikin andlit á hinum ungu leikmönnum þegar þeir fréttu af því að engir leikir yrðu hjá þeim. Hefðu forráðamenn KA mátt standa betur að sínum málum og afboða þá leiki sem þeir mættu ekki með lið í, með meiri fyrir- vara. Þá var komið að 5. fl. a og er skemmst frá að segja að Þórsarar sigruðu með yfirburðum. Loka- tölur leiksins voru 17:3, eftir að staðan í hálfleik var 10:1. í liði Þórs eru margir efnilegir hand- knattleiksmenn eins og Guð- mundur Benediktsson, Steindór Gíslason, Árni Páll Jóhannsson og markvörðurinn Ingólfur Guð- mundsson sem varði mjög vel eins og lokatölur leiksins gefa til Það var hart barist í leikjunum: Mynd: KK 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Þýski umboðsmaðurinn Willy Rankie hefur ekki gefið upp alla von um að geta troðiö Halldóri Áskelssyni í atvinnu- mennsku í knattspyrnu. Willy var staddur hér á landi um helgina vegna samnings Óm- ars Torfasonar við svissneska lið- ið Luzern, sem hann á aðild að. Hafði hann samband við Halldór norður og gerði honum grein fyr- ir því að hann vildi fá hann með sér út í heim í leit að liði fyrir hann. Halldór tjáði Willy að hann hefði ekki áhuga á atvinnu- mennsku í bili og ætlaði að spila með Þór næsta sumar. Jónas sigraði á hlutkesti Nói og Jónas urðu jafnir í þriðja sinn, með 5 leiki rétta og eins og fram kom síðast er ekki hægt að sömu tveir aðilarnir séu í þessum getraunaleik endalaust. Því var gripið til þess ráðs að varpa hlutkesti um það hvor héldi áfram og kom það í hlut Jónasar Róbertssonar. Jónas hefur ákveðið að skora á móður sína, Ingu Hrönn Jónasardóttur og er hún fyrsta konan sem tekur þátt í þessum leik í vetur. Það er ánægjulegt og vonandi gengur henni vel. Hér er svo spá þeirra mæðginanna. Jónas Inga Birmingham-Newcastle 1 Chelsea-Nott. Forest • l Coventry-Liverpool 2 Everton-Arsenal 1 Leicester-Southampton 2 Man.City-Ipswich 1 Oxford-West Ham 1 Sheff.Wed-Man.United 2 Watford-Aston Villa 1 W.B.A.-Q.P.R x Huddersfield-Charlton 1 Sunderland-Wimbledon 1 Birmingham-Newcastle 1 Chelsea-Nott. Forest x Coventry-Liverpool 2 Everton-Arsenal x Leicester-Southampton x Man.City-Ipswich 1 Oxford-West Ham x Sheff.Wed-Man.United 2 Watford-Aston Villa x W.B.A.-Q.P.R. 2 Huddersfield-Charlton 1 Sunderland-Wimbledon 2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Willy vill fá Halldór út Þeir ungu lögðu sig alla fram Mynd: KK kynna. Þá er greinilegt að strák- arnir eru í góðum höndum Árna Stefánssonar þjálfara. Hjá KA voru bestir Sveinn Tryggvason, Gauti Einarsson og Sigurður Ólason Þórsarar sigruðu einnig örugg- lega í 5. fl. b og c. í 5. fl. b fóru leikar 14:5 Þór í vil, en í 5. fl. c 13:4. Bestir Þórsara í b liðinu voru Mikael Jóhannesson, Sigur- jón Sveinsson og Kári Jóhannes- son. í c liði Þórs voru bestir þeir Arnsteinn Jóhannesson, Ragnar Reynisson og Birkir Sigurhjartar- son markvörður. I 4. fl. sigruðu Þórsarar einnig örugglega, hjá a liðinu fóru leikar 13:10 Þór í vil. Þar voru bestir Þórsara þeir Þórir Áskelsson, Rúnar Sigtryggsson og mark- vörðurinn Jónas Sigursteinsson. Hjá KA bar mest á þeim Tómasi Hermannssyni, Karli Karlssyni og markverðinum Guðlaugi Harðarsyni. Hjá b liðinu fóru leikar 15:8 Þór í vil. Og hjá Þór voru bestir þeir Aðalsteinn Pálsson, Gauti Hauksson, Haukur Ragnarsson og Þór Sverrisson. Hjá KA var Kristinn Magnússon bestur. Stórleikur í kvöld: KA-FH í 1 í kvöld klukkan 19.30 fer fram í Höllinni leikur KA og FH í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Þessi lið eru nokkuð jöfn að styrkleika, en FH-ingar hafa misst sínar skærustu stjörnur í at- vinnumennsku, þá Kristján Ara- son og Hans Guðmundsson. KA- menn verða á heimavelli og á það að vera liðinu til góðs. Þeim hefur ekki tekist að vinna heima, en vonandi verður breyting á því í kvöld. Og því fleiri áhorfendur sem mæta og hvetja KA liðið því meiri möguleiki á sigri. Eins og áður hefur komið fram er Jón deild Kristjánsson ekki með KA í kvöld vegna meiðsla, en í hans stað mun Erlendur Hermannsson leika og mun hann styrkja liðið verulega. Dagur hafði samband við Þor- leif Ananíasson og spurði hann hvernig leikurinn legðist í hann. „Leikurinn leggst ágætlega í mig og ég er hóflega bjartsýnn á sigur. Það er skarð fyrir skildi að Jón getur ekki leikið með. En ég veit að sá er tekur stöðu hans mun gera það vel, þá vona ég að áhorfendur fjölmenni í Höllina og hvetji okkur til sigurs gegn FH í kvöld," sagði Þorleifur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.