Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 5. nóvember 1985 5. nóvember 1985 - DAGUR - 7 Ásta Gunnarsdóttir og Kóki í cldhúsinu á Fálkahreiðrinu. Kóki með kostahryssu fyrir framan hesthús Fálkahreiðursins. Hún er fædd í Þýskalandi og er undan Verði frá Kýrholti. 250 m skeið- ið rennur hún á 22,3 og 100 metrana í gæð- ingaskeiði leggur hún að baki á 7,4 sek. Hún fékk 10 fyrir vilja og 10 fyrir skeið á þýska meistaramótinu. - Herbert Ólason, herragarðsstjórnandi í Þýskalandi, í hressilegu viðtali „Ég er hér í stuttri heimsókn núna, tii að kaupa 30-40 hesta, og ég hef þegar fest mér nokkra, þar á meðal einn fyrstu verðlauna graðhest, en ég segi þér ekki hver hann er,“ sagði Herbert Ólason, fyrrum húsgagnasmiður, kaupmaður og bóndi með meiru, en núverandi herragarðsstjóri í Þýskalandi, þegar ég ræddi við hann á förn- um vegi fyrir helgina. Herbert, sem betur er þekktur undir nafninu „Kóki“, rekur hestabúgarðinn Falk- enhorst eða Fálkahreiðrið í Þýskalandi, ásamt Reyni Aðalsteinssyni. Ég spurði Kóka hvernig hesta hann vildi kaupa. „Það kemur allt til greina; hryssur, geldingar sem graðhest- ar, en þeir þurfa að vera eitthvað tamdir,“ svaraði Kóki, og ég gef honum orðið áfram. „Það er að vísu ekki skilyrði að þeir séu full- tamdir, en þeir þurfa að vera kornnir eitthvað af stað, þannig að við getum séð hvað í þeim býr. Það er líka atriði, að við þurfum ekki að leggja mikla vinnu í frumtamningu þeirra." Þeir vilja geðgóða töltara - Hvernig hesta vilja Þjóð- verjar fá? „Frístundareiðmennirnir vilja fá þæga og geðgóða töltara. Og það er atriði að töltið sé fallegt og að hesturinn sæki ekki í skeiðlull. Brestir í lund mega heldur ekki finnast.“ - Er það aðallega efnafólk, sem sækist eftir íslenska hestin- um? „Nei, ekki afgerandi. Það eru að vísu efnamenn, sem sækjast eftir íslenskum hestum á sína búgarða, en þeir eru í miklum minnihluta. Langflestir þeirra sem sækjast eftir samneyti við íslenska hesta eru ósköp venjulegt alþýðufólk, líklega úr „millistétt“, ef ég má nota það orð.“ - Hvað færðu fyrir þægan geð- góðan töltara þegar þú ert kom- inn með hann út? „Líklega nærri 6000-7500 mörk, sem er um 90 til 100 þús- und krónur. Flutningskostnaður og tollar gera okkur erfitt fyrir við þennan útflutning. Það kostar núna um 20 þúsund kr. að flytja hvern hest út og ofan á kaupverð- ið og flutningskostnaðinn leggst 23% tollur. Það er því ekki mikið sem eftir verður í okkar hlut.“ - En ef eitthvað er nú spunnið í hestinn, þá er söluverðið úti fljótt að hækka, ekki satt? „Jú, það er rétt, en þá er kaup- verðið hér heima líka fljótt að rjúka upp úr öllu valdi.“ - Er vaxandi áhugi fyrir ís- lenska hestinum úti? „Já, áhuginn vex jafnt og þétt. Það er aukin eftirspurn eftir ís- lenskum hestum um alla Evrópu, eftirspurn eftir reiðkennslu vex í hlutfalli við það og mótaáhugi eykst stöðugt.“ Enginn hestabúgarður án hesta - Hver er tilgangurinn hjá ykkur með Fálkahreiðrinu? „Við Reynir vildum kynnast þessum markaði, finna púlsinn á þessu sjálfir. Þannig kynnumst við þessu af eigin raun, en eigum ekki á hættu að gera okkur rang- ar hugmyndir um þennan markað. Og reynslan sýnir okkur, að það er tvímælalaust þörf fyrir svona „sölumiðstöð" fyrir íslenska hestinn. Fálka- hreiðrið er vel í sveit sett til að gegna því hlutverki, því það er stutt til þeirra landa, þar sem markaður er fyrir íslenska hestinn. Heppilegast væri, að við tækjum að okkur hesta fyrir ís- lenska hrossaræktendur, sem við síðan hefðum hér í umboðssölu. Með því móti væri hægt að stór- auka sölu á íslenska hestinum og efla hrossarækt sem búgrein hér heima. Ég get nefnt samsvörun í okkar fiskútflutningi. Ætli við seldum mikið af fiski í Banda- ríkjunum ef við værum ekki með okkar „batterí" þar? Ég held varla.“ - En hvernig gengur rekstur- inn á Fálkahreiðrinu? „Hann fór hægt af stað í fyrra. Veturinn var kaldur og við feng- um ekki hrossin til okkar fyrr en seint og um síðir, vegna gamalla og úreltra reglna, sem bönnuðu okkur að flytja hestana út í gám- um með skipi. Og það rekur eng- inn hestabúgarð án hesta. En eft- ir byrjunarerfiðleika fóru hjólin að snúast og aðsóknin er alltaf að aukast. í sumar höfum við t.d. þurft að vísa fólki frá um helgar, vegna þess að allir hestar hafa verið uppteknir." - Hvað bjóðið þið upp á? „Við bjóðum upp á reið- kennslu, bæði með tímum í tamningagerðum og einnig með lengri reiðtúrum. Þá skipuleggj- um við lengri ferðir um Vestur- skóg, sem hafa notið mikilla vin- sælda. Upphaflega vorum við með námskeið, en við höfum dregið úr þeim. Það hentaði ekki öllum, að mæta á ákveðnum tíma dag- lega. Hins vegar höfum við opinn reiðskóla, frá því kl. 10 á morgn- ana fram til kl. 10 á kvöldin. Og við höfum reiðhöll til umráða, þannig að við erum óháðir veðri og vindum. Þarna geta menn pantað sér tíma og komið þegar þeim hentar og þetta fyrirkomu- lag hefur notið meiri vinsælda heldur en námskeiðin." Þá verður fjölmennt þar - Hvað með landann, hefur hann ekki heimsótt ykkur? „Jú, ég er nú hræddur um það, það eru alltaf einhverjir sem kíkja við, okkur til mikillar ánægju. Það hefur líka verið á dagskrá hjá okkur, að höfða til íslenskra hestamanna með nám- skeiðahaldi, t.d. utan þess tíma sem hestamennskan er stunduð hér heima, frá því á haustin og fram að áramótum. Þá höfum við hugsað okkur að bjóða upp á reiðnámskeið og lengri ferðir, því það eru stórkostlegar reið- leiðir í nágrenni Fálkahreiðurs-r ins. Og það eru draumareiðleið- ir, því oftast er farið um renni- slétta skógarstíga." Fálkahreiðrið er í Mið-Þýska- landi, nálægt því að vera miðja vegu milli Bonn og Frankfurt. Búgarðurinn stendur nokkuð hátt, þannig að loftslag er ekki óáþekkt því sem gerist hérlendis, þó veðurblíðan sé meiri. Það get- ur orðið heitt yfir daginn, en næt- urnar eru svalar. Að sögn Kóka kunna íslensku hestarnir mjög vel við sig í Fálkahreiðrinu og hann sagðist aldrei hafa orðið var við neinn afturkipp hjá þeim eftir komuna út. Enda hefðu þeir rúma haga, þar sem nóg væri fyr- ir þá að bíta og brenna, og önnur aðstaða eins og best þekkist. Hesthúsið rúmar 80 hesta og í Fálkahreiðrinu er rúmgóð reið- höll, hringvöllur, skeiðbraut og að sjálfsögðu krá, þar sem hægt er að sitja yfir ölkollu og fylgjast með því sem er að gerast í reið- höllinni. Kóki sigraði á þýska meistara- mótinu í hestaíþróttum í sumar og næsta sumar er ákveðið að þetta mót verður haldið í Fálka- hreiðrinu. Þá verður fjölmennt þar, því reikna má með að á ann- að þúsund manns sæki þetta mót. Þar verður einnig haldið alþjóð- legt skeiðmeistaramót. En hvern- ig er rekstrarútkoman fjárhags- lega? „Við náum endunum saman,“ svaraði Kóki, „en við verðum engir millar af þessu í bráðina. Það vantar talsvert upp á að þetta sé komið á fulla ferð. Til þess að það geti tekist þurfum við að ná upp samstarfi við hrossabændur heima, jafnframt því sem nauð- synlegt er að breyta áratugagöml- um reglugerðum um flutninga á hrossum milli landa. Þær eru löngu úreltar, þar sem aðbúnaði um borð í skipum og flugvélum hefur fleygt fram.“ - Nú eruð þið leiguliðar, stendur til að kaupa? „Það hefur komið til tals og það ræðst á næstu mánuðum, hvort úr því getur orðið. Þetta hefur gengið framar vonum og grannar okkar hafa hvatt okkur til að kaupa og efla þessa starf- semi. Staðreyndin er nefnilega sú, að eftir að við byrjuðum með okkar starf í Fálkahreiðrinu, hef- ur ferðamannastraumur um hér- aðið stóraukist. Og íbúarnir njóta góðs af, því þetta ferðafólk þarf mat og gistingu, sem við get- um ekki veitt.“ Auk þeirra móta, sem hér hafa verið nefnd, hafa þeir Kóki og Reynir haldið minni mót, t.d. fyrir „frístundareiðmenn", sem ekki treysta sér til að taka þátt í þeim mótum, þar sem atvinnu- menn berjast um toppinn í harðri keppni. Á slíkum mótum er meira um leiki og léttari þrautir. Fyrsta slíka mótið var haldið um páskana og annað í haust og gerðu þau mikla lukku. Frosnar kartöflur - En nú vendum við viðtalinu að öðrum málefnum; Kóki, þú ert Reykvíkingur að uppruna, ef mig misminnir ekki? „Já, já, það er alveg rétt, fædd- ur og uppalinn í Þingholtunum. En ég flutti 1963 til Akureyrar og fór þá að læra húsgagnasmíði hjá Valbjörk, þar sem Nói vinur minn í Örkinni var meistari minn. En eftir að Valbjörk leið undir lok setti ég á fót tískuvöru- verslunina Cesar, sem ég rak í 10 ár. Einnig var ég með blómabúð í Kaupangi. En 1980 keypti ég Króksstaði og gerðist bóndi. Mig hafði lengi dreymt um að eignast jörð í grennd við bæinn, enda var ég kominn á kaf í hestamennsk- una þegar þetta var.“ - Varstu með stórt bú? „Ég var með fjárbú og kart- öflurækt, en eflaust hefur blund- að í mér að byggja þarna upp hrossabú. Ég var kominn vel á veg með að koma mér upp góðri að- stöðu fyrir hestana; byggði vand- að hesthús og tamningagerði. En ég fór heldur geyst í þetta allt saman, þannig að dæmið gekk ekki upp. Útslagið gerði þó kart- öfluræktin, því ég tók ýmist upp frosnar kartöflur, eða þá engar, í ein þrjú ár. Ég varð því að selja jörðina." - Er þá sá draumur sem þú áttir varðandi Króksstaði að ræt- i ast í Fálkahreiðrinu? „Ég veit það ekki, ég held að sú aðstaða sem er í Fálkahreiðr- inu hafi þá aldrei verið annað en fjarlægur draumur á meðan ég var að basla á Króksstöðum. Að- staðan er svo frábær í alla staði, bæði hvað varðar landslagið frá náttúrunnar hendi og eins þau mannvirki sem gerð hafa verið á staðnum." Hann kemur hvort eð er - Nú virtist þú vera kominn í góð efni á Akureyri á tímabili, en síð- an ferð þú út til Þýskalands í nán- ast sömu sporum og þú komst, með tvær hendur nær tómar og ekki annað framundan en að byrja allt upp á nýtt. Var engin uppgjöf í þér? „Nei, nei, síður en svo. Ég hef verið blessunarlega laus við vol og víl. Ég held í rauninni að ég hafi herst við hverja raun í lífinu. Ég er svo lánsamur, að vera létt- ur í skapi, hvort heldur sem er að morgni eða kvöldi. Ég fer aldrei að sofa með ugg í brjósti vegna þess sem bíður mín daginn eftir. Enda er ég morgunhress og það er tilgangslaust að kvíða morg- undeginum. Það fer miklu betur með mann að taka honum fagn- andi, því hann kemur hvort eð er.“ - Ertu sestur að í Þýskalandi? „Ég veit það ekki fyrir víst, það ræðst á næstu mánuðum. í það minnsta er ég ekki að flytja heim á næstunni, hvað sem verður. Mér líður vel úti og mér sýnast aðstæður hér heima ekki vera til þess að sækjast eftir, eins og er, þó ekki væri nerna vegna þess hvað það er miklu dýrara að lifa hér. Þú þarft að borga á ís- landi hátt í þúsund krónur fyrir eitt lambslæri, en fyrir sömu upp- hæð gætir þú fengið svínakjöt til mánaðarins í Þýskalandi.“ - Nú eru ykkar helstu keppi- náutar í sölu á íslenska hestinum úti, þeir aðilar sem rækta ís- lenska hestinn þar. Gerðum við ekki mistök í því að selja íslenska kynbótahesta út? „Nei, það held ég ekki. ís- lenskir hrossaræktunarmenn þurfa ekki að óttast þessa sam- keppni, því Þjóðverjarnir komast aldrei með tærnar þar sem land- inn hefur hælana í þessum efnum. En það er rétt, þessir þýsku ræktendur veita okkur harða samkeppni og þeir reyna að rakka innfluttu hestana niður; segja að þeir aðlagist ekki að- stæðum úti, að þeir fái ýmiss kon- ar sjúkdóma og þar fram eftir götunum. Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Innfluttu hest- arnir eru sprautaðir gegn flestum sjúkdómum, sem hætta er talin á að þeir geti fengið. Exemið hefur að vísu valdið erfiðleikum, en það er á undanhaldi og við höfum aldrei orðið þess varir í Fálka- hreiðrinu. Margir þessara þýsku ræktenda eru með ágæta hesta, en aðrir eru með truntur. Þetta hefur fólk rekið sig á. Við höfum hins vegar fengið orð á okkur fyr- ir að bjóða eingöngu góða hesta og einnig viðráðanlegt verð. Við þurfum að auka veg ís- lenska hestsins erlendis og það gerum við best með því að bjóða úrvalshesta. Ef við ætlum að taka upp þann sið, að senda eingöngu truntur til útflutnings, þá getum við allt eins hætt þessu. Benz- verksmiðjunum dytti aldrei í hug, að senda Trabant fyrir Benz til íslands! Þeir vita sem er, að þá yrðu ekki pantaðir fleiri.“ - GS skólalít . . . en aðrir hjálpuðu til við námið. . . . sumir létu hugann reika Sömu sögu er að segja alls staðar af Norðurlandi, for- eldrar mættu einstaklega vel, enda varð laugardagur fyrir val- inu sem kynningardagur til þess að gera foreldrum auðveldara fyrir að koma í heimsókn í skól- ana. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hversu margir foreldrar settust á skólabekk þennan dag en 70% þátttaka mun vera nærri lagi. Oft hefur verið talað um nauð- syn þess að efla samstarf heimila og skóla og er ekki nokkur vafi á því að kynningardagur sern þessi er vel tií þess fallinn. Starf það sem fram fer í skólunum er marg- brotið og ekki hægt að gera því skil í stuttu máli. En margt bar fyrir augu foreldra þennan dag og við látum myndirnar tala sínu rnáli, því seint verður fram hjá því litið að sjón er jú sögu ríkari. BB. Margir foreldrar stóðu álengdar og fylgdust með . . . Það var líf og fjör í grunn- skólunum á Norðurlandi á laugardaginn og óhætt að full- yrða að meðalaldurinn hafi hækkað um allnokkur ár í skólunum daginn þann. For- eldrar fjölmenntu í skólana í þeim tilgangi að kynnast hinu daglega skólastarfí að eigin raun. „Eruð þið alltaf svona duglcgar að læra?“ Myndir: KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.