Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 5
_bækuL 5. nóvember 1985 - DAGUR - 5 Haustheimar ur yfir myrkvaðan og einangrað- an sveitabæ, sögusvið sem er ís- lensk hliðstæða við miðaldakast- alann dimma þar sem framliðnir líða um skuggalega ganga og tungl varpar blárri birtu um skýjarof. Aðrar eru sálfræðilegar eða tilvistarlegar hrollvekjur þar sem persónurnar berjast gegn ógninni en árangurslaust því hún er lífið sjálft, martröðin jafn óumflýjanleg og andardráttur- inn. Enn aðrar sækja óhugnað sinn í átök dýrslegra og mennskra þátta í manneskjunni. Þessar sögur eru hver annarri ólíkar en eiga þó allar það sam- eiginlegt að lýsa inn í myrkan heim sem að jafnaði er dulinn. Þær skekkja og setja úr skorðum, vekja óró og ugg, en eru um leið flestar hverjar spennandi og skemmtilegar aflestrar, fullar af kynjum og skáldskap." íslenskar hrollvekjur eru 317 bls. að stærð og prentaðar í Prentsmiðjunni Odda. Sæmundssonar sem einnig ritar formálsorð. Allar þessar hrollvekjur eru frá þessari öld, höfundar þeirra eru 17 talsins og 2 sögur eru eftir 3 þeirra, þá Halldór Stefánsson, 'Pórberg Þórðarson og Þóri Bergsson. Matthías Viðar Sæmundsson endar formála sinn á þessa leið: „Sumar þessara sagna eru ná- skyldar hefðbundnum drauga- sögum og lýsa skelfingu sem dyn- íslenskar hrollvekjur - eftir 17 höfunda Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér bókina íslenskar hrollvekjur gerða undir umsjá Matthíasar Viðars HAUSTHEI STEFAN SIGURKARLSSON - ný Ijóðabók Haustheimar nefnist ný ljóðabók eftir Stefán Sigurkarlsson lyfsala á Akranesi. Stefán er fæddur í Reykjavík 1930. Hann lauk prófi í lyfjafræði frá D.F.H. í Kaup- mannahöfn 1957 og starfaði eftir það sem lyfjafræðingur í Reykja- vík, stundakennari við Mennta- skólann í Reykjavík, lyfsali í Stykkishólmi og síðan á Akra- nesi. Haustheimar er fyrsta ljóð- abók Stefáns, en áður hafa birst eftir hann á prenti tvær ritgerðir auk nokkurra ljóða. Bókin er 44 bls. unnin í Prentverki Akraness hf. Kápumynd bókarinnar er eft- ir Sgurborgu Stefánsdóttur. Friðrik Gwðni Þórieifsson MITT HEIÐBLÁA TJALD Mitt heiðbláa tjald - ný Ijóðabók Hörpuútgáfan 'nefur sent frá sér nýja ljóðabók „Mitt heiðbláa tjald“ eftir Friðrik Guðna Þór- leifsson söngstjóra og tónlistar- kennara á Hvolsvelli. Friðrik Guðni er fæddur á ísa- firði 1944. Hann ólst upp þar og á Akranesi til ársins 1969. Stúdent frá M.A. 1964. Stundaði almennt kennara- og tónmenntanám. B.A. í sagnfræði og bókasafns- fræði frá H.í. Hefur starfað sem kennari við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli og við Tónlistarskóla Rangæinga frá 1973. „Mitt heiðbláa tjald“ er fjórða ljóðabók höfundar, en áður hef- ur Hörpuútgáfan gefið út eftir hann Ijóðabækurnar: Ryk 1970, Augu í svartan himin 1973. Og aðrar vísur 1977. Bókin er 60 bls. unnin í Prent- verki Akraness hf. KAPPERBEST MEÐ FORSIA Nú í ár hefur Húsnæðisstofnun reynt með ýmsu móti að koma þeim til aðstoðar sem hafa átt í verulegum örðugleikum með greiðslu húsnæðislána. Nefna má viðbótarlán, sérstaka þjónustu ráðgjafa og greiðslujöfnun skulda. í beinu framhaldi af þessari starfsemi allri mun stofnunin nú efla mjög fræðslu- og upplýsingastarf til að aukin þekking forði fólki frá að leiðast út í slíkar ógöngur. fíi'RÁÐGIAFARSIÖÐ St HÚSWEÐISSTOFNUNAR hefur verið komið á fót og forstöðumaður hennar er Grétar J. Guðmundsson, verkfræðingur. Stöðin mun annast beina ráðgjöf til einstaklinga sem til hennar leita, áður en þeir ráðast í að eignast húsnæði. Hún mun aðstoða þá við gerð áætlana um fjármögnun og gefa þeim góð ráð í hvívetna þannig að fullrar forsjár megi gæta í framkvæmdum. Þá mun Ráðgjafarstöðin taka saman og gefa út fræðsluefni um t.d. greiðslubyrði og gjaldþol. Einnig um tæknileg efni og ráð til sparnaðar í byggingu húsnæðis og búnaði þess. ^Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.