Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 11
5. nóvember 1985 - DAGUR - 11 með í Ársskýrslu safnsins því til staðfestingar. Að frumkvæði nefndarinnar var fyrst ráðinn nátturufræðingur í fullt starf við safnið, og byrjað var að taka verkefni eða selja vinnu starfsmanna, til að kosta reksturinn, en sá þáttur hefur síðan vaxið mjög. Nefndin átti viðræður við ráð- herra um aukinn ríkisstyrk til safnsins, og leiddi það til þess, að hann skipaði þriggja manna nefnd, til að athuga stöðu nátt- úrugripasafna í landinu og gera tillögur um framtíðarskipun þeirra. Skilaði nefndin áliti í formi lagafrumvarps (1973), en síðan hefur lítið af því frést. Ástæðan mun vera sú, að í frum- varpinu var gert ráð fyrir veru- lega aukinni þátttöku ríkisins í rekstri safnanna, einkum þeirra sem stunda rannsóknir. 4. Eins og fram hefur komið, er Náttúrugripasafnið eins konar upplýsingabanki, sem lýtur að ýmsu leyti sömu reglum og venjulegir bankar. Bankar búa að jafnaði ekki til peninga, held- ur lána þeir út það fé sem þeir fá til ávöxtunar. Ef ekkert fæst inn- lagt er heldur ekki um nein útlán að ræða. Síðasta áratuginn hefur safnið aflað sér verulegra tekna með því að selja þekkingu þá, sem það og starfsmenn þess hafa aflað sér. Hefur sú tekjuöflun numið allt að fjórðungi heildartekna síðustu árin, og staðið undir launum eins starfsmanns. Eftir- spurn eftir slíkri sérfræðiþekk- ingu hefur farið vaxandi, og er raunar meiri en hægt er að sinna. Hér er um alls konar leiðbein- ingu og ráðgjöf að ræða, auk sérstakra rannsókna eða könnun- arverkefna. vömí Fyrír Mð verð s A miðvikudag og fimmtudag (6. og 7. nóv.) seljum við staka baðskápa með 40% afslætti. Einnig notuð skrifborð og fundarborð með 6 stólum. HAGIf Oseyri 4 (gengið inn að austan) Opið 8-16 Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Olafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Mývatnssveit: Þuríður Snæbjömsdóttir, sími 44173. Kópasker: Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Raufarhöfn: Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Teppahreinsun og hreingerningar á íbúðum, stigahúsum, veitingahúsum og stofnun- um. Pantið tímaniega fyrir jól. Leitið upplýsinga. Síminn er 21719. Snúum sókn“ - Greinargerð frá Náttúrugripasafnsnefnd Akureyrar Á liðnu sumri urðu nokkrar umræður í bæjarstjórn Akur- eyrar um hlutverk Náttúru- gripasafnsins á Akureyri, og þá stefnu sem fylgt hefur verið við uppbyggingu þess á undan- förnum árum eða áratugum. Sumir bæjarfulltrúar gagn- rýndu þessa stefnu og einn þeirra kom fram í fréttatíma Ríkisútvarpsins, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni, að leggja ætti safnið niður í nú- verandi mynd. Náttúrugripa- safnsnefndin telur, að í þessum umræðum gæti nokkurs mis- skilnings á eðli og uppruna þessarar stofnunar, og sam- hengi fræða (rannsókna) og fræðslu, sem einnig er mikil- vægt að íhuga í tengslum við fyrirhugaða háskólastofnun á Ákureyri. Inngangurinri hér að framan eru aðfaraorð að greinargerð, sem Náttúrugripasafnsnefnd Ak- ureyrar hefur sent frá sér. Grein- argerðin er samin af Helga Hall- grímssyni, forstöðumanni safnsins, og fer hún óstytt hér á eftir. 1. Vísindastarfsemi (rannsókn- arstarf) safnsins er fólgin í öflun þekkingar um náttúrufar þess umhverfis, sem við lifum í og byggjum tilveru okkar á, þ.e. jarðlög þess, gróður, dýralíf o.s.frv., og hvernig nýta megi þessar náttúruauðlindir, án þess að valda varanlegum skemmdum á þeim (náttúruvernd). Hér er um undirstöðuþekkingu að ræða, sem ekki er nema að litlu leyti tiltæk í heimildum, og ekki er unnt að afla, nema með beinum rannsóknum og söfnun- arstarfi. Sá þekkingarsjóður sem þannig hefur verið dreginn saman, getur síðan notast við hvers konar framkvæmdir eða skipulagningu, og er því í raun- inni ómetanlegt verðmæti. Álitamál getur verið, hver eigi að kosta slíka starfsemi, sem ekki skilar skjótfengnum arði, en er þó flestu mikilvægari, þegar til langs tíma er litið. Eðlilegt er að menn líti til ríkisheildarinnar í því sambandi, enda er viður- kennt, að ríkissjóður skuli standa undir grundvallarrannsóknum í landinu. Á þetta hefur yfirvöldum landsins margoft verið bent, varðandi umrædda vísindastarf- semi, en þar höfum við ekki haft árangur sem erfiði, því hlutur ríkisins í rekstri safnsins hefur farið minnkandi með árunum. Verulegur hluti af rannsókna- starfi safnsins hefur samt verið kostaður af opinberum styrkjum (s.s. úr Vísindasjóði), og sama er að segja um flest rannsóknatæki, sem safnið hefur eignast, og sér- fræðilegan bókakost. 2. Sú stefna sem fylgt hefur verið, við uppbyggingu safnsins, undanfarna tvo áratugi, byggist að nokkru leyti á aldargamalli rannsóknahefð, sem mótuð var af áhugasömum kennurum við Möðruvallaskólann og síðar við gamla Gagnfræðaskólann og Menntaskólann á Akureyri, og fáeinum öðrum áhugamönnum þar. Voru nokkrir þeirra í röð hinna fremstu náttúrufræðinga landsins, sem alkunnugt er, þótt rannsóknir þeirra væru stundaðar í hjáverkum og að mestu á eigin kostnað. Þessi norðlenska rannsókna- hefð á sér enga hliðstæðu hér- lendis, og hlýtur það að vera metnaðarmál höfuðstaðar fjórð- ungsins að viðhalda henni og rækta hana. Fyrri grein Að öðru leyti hefur þessi upp- bygging mótast af sérmenntun og áhuga starfsmanna safnsins, sem hafa flestir verið grasafræðingar. Þannig hefur safnið á vissan hátt þróast upp í grasafræðistofnun, þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á lægri plönturnar, einkum fléttur og sveppi, enda hefur þeim greinum ekki verið sinnt á Náttúrufræðistofnun ís- lands í Reykjavík. Á síðasta áratug hefur þróun safnsins svo tekið nýja stefnu, sem kalla má landfræði í víðustu merkingu, og byggist á söfnun upplýsinga um landslag og hvers konar umhverfisaðstæður, jafn- vel sögulega þætti, auk hinna hefðbundnu náttúrufræða. Orsak-< )<ast þetta af þjóðfélagslegum breytingum, síaukinni sókn í náttúrugæði og auknum kröfum um náttúruvernd. 3. Rétt er að geta þess hér, að bæjarfulltrúar á Akureyri hafa átt verulegan þátt í því að móta þá uppbyggingu eða þróun sem hér var á drepið. Árið 1970 til- nefndi bæjarstjórn Akureyrar þrjá menn í nefnd, til að athuga málefni Náttúrugripasafnsins og Lystigarðsins og gera tillögur um hlutverk og framtíðarskipan þessara stofnana, ásamt starfs- mönnum þeirra. Til þess voru valdir bæjarfulltrúarnir Ingólfur Árnason og Sigurður Óli Brynj- ólfsson, auk Stefáns Stefánssonar bæjarverkfræðings. Á vegum nefndarinnar var m.a. sett ný reglugerð fyrir safnið árið 1973. í 3. grein hennar segir svo um hlutverk safnsins: a) Að halda uppi föstum sýn- ingum á náttúrugripum og vinna á annan hátt að miðl- un þekkingar á náttúru landsins, svo sem með fyrir- lestrum, sérsýningum, út- gáfustarfsemi, samstarfi við skóla o.s.frv. b) Að safna sem ýtarlegustum heimildum um náttúru landsins, einkum Norðlend- ingafjórðungs, og varðveita þær. c) Að annast grundvallarrann- sóknir á náttúru landsins í samráði við Náttúrufræði- stofnun íslands. d) Að taka að sér önnur rann- sóknaverkefni, sem aðkall- andi eru á hverjum tíma. Leitast hefur verið við að vinna eftir þessum markmiðum, eftir því sem takmarkað vinnuafl og húsnæði hefur leyft, og vísast hér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.