Dagur - 05.11.1985, Síða 4

Dagur - 05.11.1985, Síða 4
4 - DAGUR - 5. nóvember 1985 Marbvðin búin... - Ég fékkröddina aftur-og getsvo sannarlega sungið!! betur?. . . Nei, ég bara spuröi.. . „Það lítur út fyrir að ferða mannatímabilið sé hafið.“ Mætt í slaginn aftur, eftir sex mánaða fjarveru, Dolly Parton. Þeir voru hræðilegir þessir séx mánuðir sem ég gat ekki sungið segir hún. Og ástæðan: Þrálát háisbólga. „Ég var ferlega hrædd, því ég hélt um tíma að ég gæti aldrei aftur haldið tónleika," segir Dolly. Já, þetta var erfiður tími, Dolly gat ekki talað heilu dagana, ekki sungið í sturtu eða neitt. Eins og hún elskar það. Læknir Dollyar sagði henni að hún yrði að hætta að syngja, ellegar taka áhættuna um að missa röddina endanlega. Hún tók hana ekki. Steinhætti að syngja, hljómleikaferð með Kenny Rogers fyrir bi. „Ég vildi leysa þetta vandamál sjálf, hætti að taka öll meðöl, síðan hætti ég að tala (sem var mér mjög erfittl). Ég keypti mér skilaboðamiða sem ég hengdi upp út um allt og þegar fólk talaði við mig, skrifaði ég svarið á miðana.“ Jæja, Dolly vildi líka losa líkama sinn við óheilnæma fæðu og meðala- gums sem hún hafði innbyrt. Þannig að hún hætti að borða í tíu, tuttugu, þrjátíu daga! En drakk þess meira af vatni. Fór svo til Kaliforníu og flat- magaði þar á strönd, hafði það gott, borðaði heimabakað brauð og kjúklinga og grænmeti og ... vafraði um. En nú fer eitthvað að gerast... Einn daginn ákvað Dolly að horfa á sólina koma upp og hafa það dálítið næs. Tekur hún ekki þá mikilvægu ákvörðun að hvísla örfáum orðum út í eilífðina. Bara til að heyra. Og hvað haldiði að hún hafi heyrt... dadada þessa líka dásamlegu mjúku rödd. „Ég var svo hamingjusöm, mig langaði að æpa úr mér lungun! - En í staðinn fór ég með litla bæn og þakkaði guði.“ En það er ekki allt búið enn, hafandi ekkert borðað missti Dolly hálfan annan helling af kílóum, „mér líður svo vel núna!“ segir hún og við skul- um bara trúa því. Þá var kominn tími fyrir Dolly að koma sér heim. Eigin- maðurinn Carl náði í sína ástkæru. „Hann leit út eins og jólatré þegar hann sá mig fyrst, svona granna og ánægða og sæta, og brosti. Svo keyrðu þau um öll Bandaríkin. Á meðan beið Kenny Rogers við símann. Og hann hringdi einn daginn, Dolly á línunni: „Ég er að koma!“ Og þau af stað. Gekk svona glimrandi vel. Allt í lagi með röddina. Guð fékk litlar bænasendingar öðru hvoru. Þá er þessi saga búin. Hún var ágæt, þó hún sé gömul. • Ekki veitir af! Þeir íbúar Lundahverfis sem tengdir eru við kap- alkerfið þar, Videólund, veittu því athygli um helg- ina að búið er að hækka áskriftargjaldið um hvorki meira né minna en 33,3%, úr 300 krónum í 400 krónur. Þetta er að sjálf- sögðu mikil hækkun, alla vega samanborið við hækkun kaupgjalds, og menn ekki á eitt sáttir um ástæður hennar. Einn íbú- anna í Lundahverfl hafði samband við ritara S&S og sagðist hafa skýring- una á hreinu. Forráða- menn Videólundar ættu nefnilega yfir höfðí sér málshöfðun, samkvæmt fréttum, vegna útsending- ar frá tónleikum Bubba Morthens sem haldnir voru í Dynheimum fyrir skömmu og mættu búast við að þurfa að punga út töluverðri summu vegna þess. Þeír væru þess vegna byrjaðir að safna strax! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. # Sveitaball Hún var stödd á fjörugu sveitaballi á laugardags- kvöldi og langt liðið á dansleikinn. Hún var ung og óframfærin þar sem hún sat við borð skammt frá dansgólfinu og horfði á fóikið dansa. Allt í einu snaraðist að henni ungur maður og bauð henni upp i dans. Hann hafði staðið álengd- ar nokkra stund á meðan að hann safnaði kjarki til að bera upp þessa ein- földu ósk. Stúlkan lét hann ekki fara bónleiðan til búðar og þau drifu sig í dansinn. Þau skiptust á einni og einni athuga- semd á milli laga og fyrr en varði voru þau farin að nálgast hvort annað æ meira og hann gerðist meira að segja svo djarfur að smella léttum kossi á kinn hennar þegar þau rákust saman (troðningn- um á gólfinu. Tíminn æddi áfram og alit í einu var hljómsveitin far- in að leika lokalagið, ró- legt og íallegt vangalag. Þau stóðu þótt saman og hreyfðu síg í takt við tón- listina og þeim fannst sem þau væru ein f heim- inum. Þau kysstust létt við og við, en smám sam- an urðu kossarnir inni- legri og lengri. Eftlr einn slíkan segir stúlkan upp úr eins manns hljóði: „Heyrðu, ég er með tyggjóið þitt uppi í mér.“ „Nei, nei,“ svarar hann, „þetta er ekki tyggjóið mitt. Ég er bara svona hroðalega kvefaður!“ Ijósvakanum Roy Marsden sem Adam Dalgliesh í myndinni Vargur í véum. ýónvarpY ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 28. október. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. 10. þáttur. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur í 13 þáttum um víðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Nýjasta tækni og vís- indi. Umsjónarmaður: Sigurður H. Richter. 21.30 Vargur í véum. (Shroud for a Nightingale). Lokaþáttur. Breskúr sakamálamynda- flokkur í fimm þáttum gerður eftir sögu eftir P.D. James. Aðalhlutverk: Roy Mars- den, Joss Ackland og Sheila Allen. Adam Dalgliesh lögreglu- maður rannsakar morð sem framin eru á sjúkra- húsi einu og hjúkrunar- skóla. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 22.15 Ónæmistæring (AIDS). Fræðslu- og umræðuþáttur um útbreiðslu þessa vá- gests og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn honum. í þættinum koma fram ýmsir þeir sem gleggst þekkja til þessa sjúkdóms hérlendis. Umsjónarmaður: Ög- mundur Jónasson. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. lútvarpl ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 11.30 Úr söguskjóðunni - Um minningar Louisu Magneu Ólafsdóttur. Agnes Siggerður Arnórs- dóttir stjórnar þætti Fé- lags sagnfræðinema. Les- ari: Auður Magnúsdóttir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (11). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Barið að dyrum. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér. - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.50 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.50 Úr heimi þjóðsagn- anna - „Skemmtilegt er myrkrið" (draugasögur). Stjórnendur: Anna Einars- dóttir og Sólveig Halldórs- dóttir. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Val og blöndun tónlistar: Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson. 20.20 Minningar ríkisstjóra- ritara. Pétur Eggerz les fyrsta lestur af þremur úr minn- ingabók sinni. 20.50 „Andartak hallar í tón." Guðbrandur Siglaugsson les úr óprentuðum ljóðum sínum. 21.05 íslensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (12). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Spjall á síðkvöldi - Þáttur um jarðskjálfta. Umsjón: Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Inga Birna Dungal. 23.05 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Litli tréhestur- inn" eftir Ursulu Moray Williams. Sigríður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (8). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísli Jón Krist- jánsson. I rás 21 ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 10.00-10.30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna frá barna- og unghngadeild útvarps- ins. Stjórnandi: Ragnar Sær Ragnarsson. 10.3d-12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00-16.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00-17.00 Frístund. Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ing- ólfsson. • 17.00-18.00 Sögur af svið- inu. Stjómandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. 3ja mín. fróttir kl. 11, 15, 16 og 17.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.