Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 05.11.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 5. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFt: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðarí____________________________ Stjómmála- ályktun Aðalmál kjördæmisþings framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var um helgina, voru byggðamál og flokksmál. Á þinginu var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem segir: Þingið leggur áherslu á að ekki verði vikið frá því höfuðverkefni sem ríkisstjórnin var mynduð um, að ná verðbólgunni niður á svip- að stig og ríkir í nágrannalöndunum, svo og að full atvinna haldist í landinu. Þingið telur að áfram verði haldið heildar- stjórnun fiskveiða og leggur m.a. áherslu á að viðmiðunarreglur varðandi aflamark séu í stöðugri endurskoðun. Stefna ber að niður- fellingu kvóta á handfæra- og línuveiðum. Þingið fagnar setningu framleiðsluráðslag- anna og telur að með þeim sé landbúnaðinum skapaður betri starfsgrundvöllur. Þingið fagnar áformum stjórnvalda um að stöðva erlenda skuldasöfnun íslendinga. Að mati þingsins voru mistök að gefa vexti frjálsa haustið 1984 eins og eftirspurn eftir lánsfé var þá háttað í þjóðfélaginu. Núver- andi þróun í vaxtamálum styður það mat. Þingið hvetur til frekari jöfnunar lífskjara á íslandi og styður sérstaklega í því sambandi niðurfellingu tekjuskatts af almennum launa- tekjum. Framsóknarflokkurinn styður jafn- launastefnu svo og jafnréttisbaráttu kvenna. Háskólakennslu ber að hefja á Akureyri nú þegar. Leggja ber aukna áherslu á aukin tengsl Háskóla íslands við atvinnulífið. Erfið staða sjávarútvegs og landbúnaðar hefur leitt til vaxandi misvægis á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis. í landinu býr ein þjóð og Framsóknarflokkurinn telur rétt- láta skiptingu verðmæta í þjóðfélaginu grunnforsendu einingar hennar. Ríkisstjórn- inni bert að leiðrétta áorðið misvægi nú - þegar. Kjördæmisþingið minnir á að Framsóknar- flokkurinn er frjálslyndur umbóta- og félags- hyggjuflokkur sem stefnir að þjóðfélagi þar sem ávallt ríkir jöfnuður og félagslegt rétt- læti. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi samvinnuhreyfingarinnar sem virkrar þjóðfélagsstefnu en styður jafnframt heilbrigt einkaframtak sem nauðsynlegt afl í fjölbreyttu og framfarasinnuðu þjóðfélagi. Framsóknarflokkurinn telur það höfuðskyldu sína að standa vörð um fullveldi landsins og varar við hverju sem orðið getur til þess að það verði skert. —viðtal dagsins. „Kiwanis er enginn klíkuklúbbur“ - Haukur Sigurðsson í viðtali dagsins Fyrir þá sem ekki til þekkja eru karlaklúbbar allir eins. Hvort sem þeir heita Lions, Rotary, Oddfellow, Frímúrar- ar eða Kiwanis. Staðreyndin er hins vegar sú að mikill munur er á þessum klúbbum. Ekki er meiningin að fara út í frekari útlistanir. Hins vegar var hug- myndin að fá örlitla innsýn í starfsemi Kiwanismanna, jafn- framt því að tala við formann þeirra hér á Akureyri. Hann er Haukur Sigurðsson viðskipta- fræðingur. En hver er maður- inn? „Ég er blanda af Vestfirðingi og Þingeyingi. Það telja margir að það sé góð blanda, en það verða aðrir að dæma hvort það hefur heppnast hvað mig varðar.“ - Hvaðan kemur maðurinn? „Til Akureyrar kom ég frá Akranesi þar sem ég starfaði sem bæjarritari. Ef ég á að rekja slóð- ina eftir mig, þá var hún á þá leið að ég kom til Akraness frá Vest- mannaeyjum, þangað frá Reykjavík og þangað frá ísa- firði.“ - Af hverju þessir flutningar? „Það er gott og gaman að skipta um starf. Auk þess fylgja því alltaf miklar væntingar. Ég hef aldrei flutt og skipt um starf vegna þess að mér leiddist. Til Akureyrar kom ég vegna þess að mér bauðst nýtt starf hjá Akur- eyrarbæ. Þar vann ég um það bil 2 ár en hóf þá störf hjá Híbýli og hef verið þar síðan.“ - Hvernig þótti fjölskyldunni að flytja svona oft? „Ég fékk hana til að koma með mér hingað til Akureyrar. Konan mín Ásta Kjartansdóttir féllst á þetta og börnin okkar fjögur eru mjög sátt við þetta eins og það er í dag. Þau eru á aldrinum eins og hálfs til 17 ára. Auk þess var ég í sveit sem strákur í Mývatnssveit. Það er ekki hægt að leyna því að Norðurland togaði í mig.“ - Nú ert þú formaður Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri. Hvað er Kiwanis og hvar var það stofnað? „Kiwanishreyfingin er stofnuð í Bandaríkjunum árið 1914. Nafnið Kiwanis kemur úr indíánamáli og merkir, sá sem vill byggja upp sjálfan sig. Hreyf- ingin barst ekki út fyrir Banda- ríkin fyrr en árið 1961. Fyrsti Kiwanisklúbburinn á íslandi var stofnaður í Reykjavík þremur árum síðar. Það var svo árið 1968 sem Kaldbakur var stofnaður. Eins og segir í lögum klúbbsins er markmiðið: Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess, en verðmæti af veraldlegum toga spunnin. Stuðla ber að því að dagleg breytni manna á meðal byggist á hinni gullvægu reglu: „Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Að beita sér fyrir betri við- skiptaháttum, starfsháttum og fé- lagslegri hegðun. Að efla borgaralegar dyggðir með góðu fordæmi. Að skapa með stofnun Kiwanisklúbba leiðir til þess að menn geti bundist varanlegum vináttuböndum, og ósérplægnir innt af höndum þjónustustörf og stuðlað að betra samfélagi. Að vinna saman að mótun og eflingu heilbrigðs almenningsálits og göfugrar hugsjónastefnu, sem er undirstaða aukinnar ráðvend- ni, bættrar réttvísi, vaxandi þjóðrækni og bræðralags." - Hvernig gengur að fá unga menn til að starfa í sli'kum klúbbi? „Það hefur gengið mjög vel. Hins vegar er alltaf mikið gegn- umstreymi í svona félögum. Menn koma og fara. Þess vegna erum við hjá Kaldbaki að vinna að því að fá fleiri menn til liðs við okkur þessa stundina. Við erum að fjölga í Kiwanis, því við erum ekki nógu margir til að geta sinnt þeim verkefnum sem unnið er að.“ - Hvaða verkefni eru það? „Það er nýbúið að afhenda fé sem rann til Geðdeildar FSA. Næsta verkefni er að safna fyrir Bæklunardeildina. Það verður farið í það verkefni fljótlega upp úr áramótum. Við þurfum fleiri félaga til að geta gengið í öll hús í bænum. Hann er orðinn það stór að við náum ekki að komast yfir hann allan í einni atrennu." - Margir vilja halda því fram að klúbbar sem Kiwanis séu ekk- ert annað en betliklúbbar. Það sé almenningur sem gefur pen- ingana sem klúbbarnir gefa í sínu nafni. „Það er mikið til í því. En hinu má ekki gleyma að þessir pening- ar kæmu aldrei að gagni í þeim málum sem við söfnum fyrir, ef klúbbarnir stæðu ekki fyrir því að safna þessu saman. Það eitt er mikið verk.“ - Er reynt að fá menn úr sér- stökum stéttum þjóðfélagsins til starfa? „Kiwanis er enginn klíku- klúbbur. Reynt er að fá menn úr flestum stéttum þjóðfélagsins til starfa. Þar er ekki farið í mann- greinarálit. Það eru allir vel- komnir í Kiwanis sem sýna áhuga.“ - Hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja gerast félagar? „Það er oftast í ekki stærri bæ en Akureyri að maður þekkir mann, sem þekkir annan mann, sem er í Kiwanis. Ef slíkt er ekki fyrir hendi er auðvelt að ná í mig í vinnunni, eða heima,“ sagði Haukur Sigurðsson Kiwanismað- ur með meiru. -gej ÍJ M O ■ M A N U O A G U R ( HANN S/IGÐ/ST EKKERT MFti) ; /) MDT! F/?lMK&/)&irTU } KVENtíA - SVO FK/)MAR- } LEGti SEM Mi/EM- ! \ FOLK/Ð VÆK/ í T/LFK/ÐS.}

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.